Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 47 Séttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir „Menn eru gamlir er þeir sakna í stað þess að þrá“ Þessi fleygu orð hafa reyndar ekkert með fiskrétt dagsins að gera og þó. — Fiskneysla hér á landi, öldum saman, hefur án efa átt sinn þátt í hreysti Islendinga — og langlífi. Sem lykil að hinni eilífu æsku verður boðið upp á nýjan rétt í dag, það er: Lúða í rækju- karrýsósu fyrir 5—6 800 g lúðuflök 4 piparkorn Vi lárviðarlauf 1 tsk. salt 2 bollar vatn 300 g rækjur Karrýsósan: 2. matsk. laukur (fínsaxaður) 2 matsk. smjörvi 2 matsk. hveiti 1 tsk. karrý 1 tsk. salt 2 bollar mjólk 1 egg 1. I þennan fiskrétt er best að nota lúðu af millistærð (u.þ.b. 2 kg). Lúðuflakið er roðflett og skor- ið í hæfilega stór stykki. Vatnið er hitað ásamt kryddi (lárviðarlaufi brotnu í tvennt, piparkornum og salti) og eru fiskstykkin síðan sett út í vatnið og soðið í 5—10 mín. eða þar til þau eru soðin í gegn. 2. Séu rækjurnar frosnar eru þær látnar þiðna. 3. Karrýsósan: Smjörvinn er hitaður í potti og er smátt saxaður laukurinn látinn krauma í feitinni þar til hann er glær og mjúkur eða í u.þ.b. 5 mín. Því næst er karrýi bætt út í og síðan hveitinu og salti. Að síðustu er mjólkin sett út í smám saman og hrærið stöðugt í á meðan sósan er að jafnast. 4. Eggið er þeytt og er hluti af heitri sósunni hrærður smám saman með egginu. Það er síðan sett út í heita sósuna og hrært vel í á meðan hún er að þykkna. Eggið gerir sósuna fremur þykka en um leið létta. 5. Rækjurnar (þíðar) eru settar út í heita sósuna og eiga þær rétt að hitna í gegn en ekki sjóða. 6. Fiskstykkjunum er raðað á fat og er sósunni með rækjunum hellt yfir fiskinn þannig að fiskurinn sé hulinn að mestu. Skreytið með saxaðri steinselju ef til er. Berið fram strax með soðnum grjónum. í fiskréttinn má nota aðrar fisk- tegundir eins og ýsu, en þar sem fiskurinn er laus í sér, sérstaklega á þessum árstíma, er ráð að setja safa úr Vfe sítrónu yfir fiskinn til að þétta hann áður en hann er soðinn. Sósan: Ef meira er haft við mat- seld má hafa kaffirjóma og mjólk til helminga í sósuna. Fyrir þá kaloríufælnu er gott ráð að nota í sósuna 1 bolla af fisksoðinu (sí- uðu) á móti þá 1 bolla af mjólk. Það er einnig ágætt en farið var- lega í að salta sósuna. Rækjumagnið þarf ekki að vera bundið við 300 g, notið meira þeg- ar verðið er hagstætt. Verð á hráefni 800 g lúða kr. 180.00 300 g rækjur kr. 72.00 1 egg kr. 11.50 Kaffirjómi kr. 31.30 Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið 6. júlí Vinsamlega gerið skil Módelsamtökin sýna íalenska ull '85 aö Hótel Loftleiöum á morgun föstudag kl. 12.30—13.00 um leiö og Blómasalurinn býöur upp á gómsæta rátti frá hinu vin- sæla Víkingaskipi meö köld- um og heitum réttum. íslenskur Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Rammagerðin, Hafnarstræti 19 Blómasalur Boröapantanir í síma 22322 - 22321. HOTEL LOFTLEIÐIR I1 FLUGLEIDA HOTEL Opiö 18—03 Steinunn og Edda Opiö í hádeginu 29/6 og 30/6 VBKO-KM VBA Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna föt frá versluninni Ritu, Eddufelli og Emanuelle og sólgleraugu frá Linsunni. Fimmtudag og föstudag Nú fer hver aö veröa síðastur aö hlusta á hina frábæru Carol Nielsson syngja. HLJÓMSVEIT NAUSTSINS RIFJAR UPP GÖMLU GÓÐU ^^ LÖGIN Fimmtudag og sunnudag íslandskvöld í hliöarsal Gott tækifæri aö bjóöa erlendum gestum að hlýða á þjóðlagasöng og draugasögur. Flytjendur: Bergþóra Árnadóttir og Aöalsteinn Asþerg. Tiskusýning frá Álafossi sem Unnur Arngrímsdóttir stjórnar Matur og skemmtun á hóflegu veröi. FOIKIORE, FOOV ANV FASHtON Sunnudagskvöld Einstakt tækifæri til aö hlýða á hina frábæru söng- konu ELAINE DELMAR sem hefur haldið tónleika í Festival Hall meö STEPHANE GRAPELLI i Free Trade Hall meö ANDY WILLIAMS og i Royal Albert Hall meö MICHEL LEGRAND og LUNDÚNASINFÖNÍ- UNNI. Einnlg hefur hun leikið I kvikmynd KEN RUSSELS, MAHLER sem Bohemian Princess. kr. 294.80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.