Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.06.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1985 47 Séttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir „Menn eru gamlir er þeir sakna í stað þess að þrá“ Þessi fleygu orð hafa reyndar ekkert með fiskrétt dagsins að gera og þó. — Fiskneysla hér á landi, öldum saman, hefur án efa átt sinn þátt í hreysti Islendinga — og langlífi. Sem lykil að hinni eilífu æsku verður boðið upp á nýjan rétt í dag, það er: Lúða í rækju- karrýsósu fyrir 5—6 800 g lúðuflök 4 piparkorn Vi lárviðarlauf 1 tsk. salt 2 bollar vatn 300 g rækjur Karrýsósan: 2. matsk. laukur (fínsaxaður) 2 matsk. smjörvi 2 matsk. hveiti 1 tsk. karrý 1 tsk. salt 2 bollar mjólk 1 egg 1. I þennan fiskrétt er best að nota lúðu af millistærð (u.þ.b. 2 kg). Lúðuflakið er roðflett og skor- ið í hæfilega stór stykki. Vatnið er hitað ásamt kryddi (lárviðarlaufi brotnu í tvennt, piparkornum og salti) og eru fiskstykkin síðan sett út í vatnið og soðið í 5—10 mín. eða þar til þau eru soðin í gegn. 2. Séu rækjurnar frosnar eru þær látnar þiðna. 3. Karrýsósan: Smjörvinn er hitaður í potti og er smátt saxaður laukurinn látinn krauma í feitinni þar til hann er glær og mjúkur eða í u.þ.b. 5 mín. Því næst er karrýi bætt út í og síðan hveitinu og salti. Að síðustu er mjólkin sett út í smám saman og hrærið stöðugt í á meðan sósan er að jafnast. 4. Eggið er þeytt og er hluti af heitri sósunni hrærður smám saman með egginu. Það er síðan sett út í heita sósuna og hrært vel í á meðan hún er að þykkna. Eggið gerir sósuna fremur þykka en um leið létta. 5. Rækjurnar (þíðar) eru settar út í heita sósuna og eiga þær rétt að hitna í gegn en ekki sjóða. 6. Fiskstykkjunum er raðað á fat og er sósunni með rækjunum hellt yfir fiskinn þannig að fiskurinn sé hulinn að mestu. Skreytið með saxaðri steinselju ef til er. Berið fram strax með soðnum grjónum. í fiskréttinn má nota aðrar fisk- tegundir eins og ýsu, en þar sem fiskurinn er laus í sér, sérstaklega á þessum árstíma, er ráð að setja safa úr Vfe sítrónu yfir fiskinn til að þétta hann áður en hann er soðinn. Sósan: Ef meira er haft við mat- seld má hafa kaffirjóma og mjólk til helminga í sósuna. Fyrir þá kaloríufælnu er gott ráð að nota í sósuna 1 bolla af fisksoðinu (sí- uðu) á móti þá 1 bolla af mjólk. Það er einnig ágætt en farið var- lega í að salta sósuna. Rækjumagnið þarf ekki að vera bundið við 300 g, notið meira þeg- ar verðið er hagstætt. Verð á hráefni 800 g lúða kr. 180.00 300 g rækjur kr. 72.00 1 egg kr. 11.50 Kaffirjómi kr. 31.30 Happdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið 6. júlí Vinsamlega gerið skil Módelsamtökin sýna íalenska ull '85 aö Hótel Loftleiöum á morgun föstudag kl. 12.30—13.00 um leiö og Blómasalurinn býöur upp á gómsæta rátti frá hinu vin- sæla Víkingaskipi meö köld- um og heitum réttum. íslenskur Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Rammagerðin, Hafnarstræti 19 Blómasalur Boröapantanir í síma 22322 - 22321. HOTEL LOFTLEIÐIR I1 FLUGLEIDA HOTEL Opiö 18—03 Steinunn og Edda Opiö í hádeginu 29/6 og 30/6 VBKO-KM VBA Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna föt frá versluninni Ritu, Eddufelli og Emanuelle og sólgleraugu frá Linsunni. Fimmtudag og föstudag Nú fer hver aö veröa síðastur aö hlusta á hina frábæru Carol Nielsson syngja. HLJÓMSVEIT NAUSTSINS RIFJAR UPP GÖMLU GÓÐU ^^ LÖGIN Fimmtudag og sunnudag íslandskvöld í hliöarsal Gott tækifæri aö bjóöa erlendum gestum að hlýða á þjóðlagasöng og draugasögur. Flytjendur: Bergþóra Árnadóttir og Aöalsteinn Asþerg. Tiskusýning frá Álafossi sem Unnur Arngrímsdóttir stjórnar Matur og skemmtun á hóflegu veröi. FOIKIORE, FOOV ANV FASHtON Sunnudagskvöld Einstakt tækifæri til aö hlýða á hina frábæru söng- konu ELAINE DELMAR sem hefur haldið tónleika í Festival Hall meö STEPHANE GRAPELLI i Free Trade Hall meö ANDY WILLIAMS og i Royal Albert Hall meö MICHEL LEGRAND og LUNDÚNASINFÖNÍ- UNNI. Einnlg hefur hun leikið I kvikmynd KEN RUSSELS, MAHLER sem Bohemian Princess. kr. 294.80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.