Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 41 þjóðsögur, heilaga ritningu eða samtímabókmenntir, en í hvert sinn flutti hann áheyrendum sín- um einhver þarfleg umhugsunar- efni eða hugvekjur. Hið sama má segja um skóla- setningar- og skólaslitaræður hans. Þorsteinn var í hópi snjöll- ustu ræðumanna, byggði ræður sínar upp af viti og listfengi og flutti þær af þrótti og sannfær- ingu.“ Næst eftir skólastörfunum vil ég nefna útgáfustörf Þorsteins, en hann var um áratuga skeið bæði mikilvirkur og vandlátur bókaút- gefandi. Þessi starfsemi var í önd- verðu sprottin af reynslu bernsku- áranna: hann vildi bæta úr bóka- skorti íslendinga og seðja fróð- leiksfýsn ungra manna. Bókaút- gáfan skyldi verða einn veiga- mesti þátturinn í fræðslustarfi hans. í því skyni hóf hann útgáfu sérstaks ritsafns sem bar heitið „Lýðmenntun", og voru fyrstu bækurnar í safni þessu Himin- geimurinn eftir Ágúst H. Bjarna- son og Rousseau eftir Einar 01- geirsson. En í þá daga átti bóka- útgáfa hérlendis erfiðara uppdráttar heldur en síðar varð, og þessi viðleitni Þorsteins naut einskis stuðnings af almannafé. Því fór svo að útgáfa þessa rit- safns, sem fór svo vel af stað, hlaut að leggjast niður eftir þrjú ár. Féll Þorsteini það þungt, því að þetta hafði verið óskabarn hans. En Þorsteinn hélt bókaútgáfu sinni áfram á öðrum vettvangi og prentaði hundruð bóka áður lauk. Og bækurnar voru ekki valdar af handahófi. Mesta rækt lagði hann við ný íslensk skáldrit, kennslu- bækur, valdar barna- og ungl- ingabækur og þjóðsögur og þjóð- fræði af ýmsu tagi. Þjóðsögum unni hann mest næst á eftir forn- sögunum og varð frábærlega vel að sér í þeirri grein. Merkustu út- gáfuverk hans í þjóðfræðum voru Þjóðsögur Ólafs Davíðssonar (þrjú bindi, 1945), Gráskinna Sig- urðar Nordals og Þórbergs Þórð- arsonar (fjögur bindi eða hefti 1928—36), og síðast en ekki síst Gríma (25 hefti, 1929-50). Til Grímu var að upphafi safnað af Oddi Björnssyni, en Þorsteinn og vinur hans Jónas Rafnar læknir sáu um útgáfuna. Þorsteinn var einn af frumherj- um FramsóknarHokksins og þing- maður hans frá 1916—23, eins og fyrr er getið. Á efri árum ritaði hann um upphaf flokksins bækl- ing sem nefnist Stofnsaga Fram- sóknarflokksins. Innan þing- flokksins var honum þegar sýndur mikill trúnaður, meðal annars við myndun ráðuneytis Jóns Magn- ússonar um áramótin 1916—17. Og þegar Alþingi kaus fjóra full- trúa til að semja við Dani um sambandsmálið 1918 var Þor- steinn einn í þeim hópi, yngstur allra í sambandslaganefndinni sem svo var kölluð. Ekki vildi hann sjálfur gera mikið úr sínum hlut í störfum nefndarinnar, enda lætur það að líkum að hinn ungi maður, óvanur að mæla á danska tungu, hefði sig minna í frammi en hinir eldri menn og reyndari: Jóhannes Jóhannesson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arn- órsson; en enginn þarf að efa að hann hefur stutt málstað íslands af einurð og skynsemi. Á fimmtíu ára afmæli fullveldisins, 1968, voru í útvarpi og sjónvarpi langir viðtalsþættir við Þorstein og geymist þar merkileg raust og mikilúðlegt yfirbragð hins aldna garps. Meðal merkustu nýmæla sem Þorsteinn flutti á Alþingi voru lög um þjóðleikhús (ásamt Jakobi Möller, 1923) og lagafrumvarp um Menntaskóla Norður- og Austur- Iands, sem var vísað frá með ná- lega jöfnum atkvæðum, en náði fram að ganga fjórum árum síðar. Fyrir skeleggan atbeina hans var það og samþykkt á Alþingi 1919 að barnakennarar skyldu verða emb- ættismenn rfkisins og hljóta föst laun, en áður hafði staða þeirra verið ótrygg og launin harla bág- borin. I þakklætisskyni fyrir þennan stuðning gáfu barnakenn- arar Þorsteini vandað gullúr, og var sá gripur honum einkar kær. Eftir að Þorsteinn hóf bóka- verslun og bókaútgáfu á Akureyri, opnuðust honum nýjar leiðir til að auka við bókasafn sitt, bæði beint með ýmiskonar bókaskiptum og óbeint með þeim hætti að hann lagöi allan ágóða af verslun sinni og forlagi, þegar nokkur var, í kaup á bókum. Eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur helgaði hann safninu nær alla starfskrafta sína, og þeir voru býsna miklir þótt hann væri aldraður orðinn og ætti öðru hvoru við erfið veikindi að stríða. Það var ógleymanlegt að koma á heimili þeirra Sigurjónu í Eskihlíð 21 og ganga um íbúðina þar sem bókunum var drepið í hvern krók og kima. Á Reykjavík- urárunum jók hann enn við safnið ýmsum kjörgripum, keypti meðal annars tvær elstu Biblíurnar, Guðbrandsbiblíu og Þorláksbiblíu. Hann reyndi að kaupa yfirleitt allar íslenskar bækur sem völ var á. Sumt var vitanlega ófáanlegt með öllu sem prentað var á fyrstu tímum. Það voru mestmegnis guðsorðarit eins og kunnugt er. Prentun fornsagna og annarra veraldarbóka hófst síðar, enda tókst Þorsteini að ná í næstum all- ar útgáfur íslenskra fornrita sem komið hafa á frummálinu. Það var því í sannleika vel til fallið að hann skyldi ráðstafa bókum sín- um til Stofnunar Árna Magnús- sonar um sömu mundir og hand- ritin tóku að berast heim frá Danmörku. Svo var kallað að ríkið keypti bókasafnið, en raunar gáfu þau hjónin meira en helming and- virðisins í sjóð sem verja skal til framhaldandi bókakaupa. Bóka- safn Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur skipar nú veglegan sess við hlið hinna end- urheimtu handrita, til mikillar nytsemdar fyrir þá fræðimenn sem vinna að rannsóknum og út- gáfu handritanna í Árnagarði. Ef ég ætti að lýsa Þorsteini með fáum orðum, þá vildi ég segja: hann var atorkusamur, einarður, hagsýnn og hreinskiptinn. Menn vissu hvar þeir höfðu hann, og því naut hann trausts allra, til að mynda pólitískra andstæðinga jafnt sem flokksbræðra sinna. Ég get bent á tvennt sem sýnir þetta glögglega. Hann sat, sem fyrr segir, 14 ár í bæjarstjórn Ak- ureyrar, þar af 12 hin síðari sem forseti hennar og mörg síðari árin var hann ávallt kjörinn með at- kvæðum allra bæjarstjórnar- manna. Munu slíks vera fá dæmi hér á landi. Og hann var sátta- semjari í vinnudeilum í umdæmi Norðurlands frá 1939—’56 og naut því slíks trausts og vinsælda í því starfi að Norðlendingar vildu endilega fá hann til að halda því áfram þótt hann væri kominn yfir sjötugt og fluttur í annan lands- fjórðung; en hann taldi ekki fært að verða við þeirri beiðni. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sanna betur en mörg lofsyrði hvern mann Þorsteinn hafði að geyma. Ég kynntist honum ekki fyrr en eftir að hann var fluttur hingaö suður; en hann hafði frá ungum aldri verið tryggðavinur tengda- föður míns, Egils Þorlákssonar, og föðurbróður míns, Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, og mun það ekki hafa spillt fyrir mér þegar fund- um okkar bar saman. En náin urðu kynni okkar ekki fyrr en á allra síðustu árum hans, þegar hann var kominn hátt á níræðis aldur og ég vann með honum að því að koma bókasafni hans í vörslu Árnastofnunar. En þá urðu kynnin líka mjög náin, og ég leyfi mér að segja að ég hafi borið til þeirra hjóna sonarlega ást og virð- ingu. Þá snerist tal hans oft um bækurnar — of oft, að mér nú þykir, því það var svo skemmtilegt og fróðlegt að ræða við hann um önnur efni, um ýmis viðfangsefni og vandamál mannlegs lífs, eða heyra hann segja frá mönnum sem hann hafði þekkt, frá merkis- atburðum og átökum sem gerst höfðu í samtíð hans. Sú er bót að hugarheimur hans og spekimál hafa með nokkrum hætti varð- veist í ræðum hans og ritgerðum, sem samkennarar hans gáfu út er hann lét af skólastjórn, í bókinni Skráð og flutt. Þar lifir hann enn, hinn fróði sögumaður, hinn vitri uppalandi og góði drengur. Jónas Kristjánsson René Guinot snyrtivörurnar erufyrst ogfremst unnar úr náttúrulegum hráefnum, adallega jurtum og ávöxtum, þær fara í gegnum strangt gœðaeftirlit og prófanir við fullkomnustu aðstœður. René Guinot gefur marga valkosti. * ACN lína fyrir feita húð. * Normal húðlína. * Hydraseve lína fyrir þurra húð. * NU lína fyrir líkamann, sápa, body lotion, cellulite krem, mýkjandi og styrkjandi olíur, gelkrem fyrir bólgna fætur, æðaslitskrem, brjóstakrem, brjóstaampullur og brjóstaolía. * UV lína, krem sem flýtir fyrir brúnkumyndun, sólvarnarkrem, eftirsól krem. . * Effective lína fyrir 25 ára og eldri. Effective er nýjung frá René Guinot. €FF€CTIV6 Effective línan er nýjung frá René Guinot. Mikilvœgasta innihaldsefni hennar er mucopolys- accharides en það er náttúrulegt efnasamband í bandvef húðarinnar sem, ásamt kollageni og elastini (teygjuefni), breytist og rýrnar með aldrinum. Samband þessara efna hjálpar húðinni að viðhalda stinnleika sínum. Krem sem innihalda mucopolys- accharides binda einnig sérstaklega vel raka í húðinni. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt að ótvíræð tengsl séu milli magns af mucopolysaccharides í bandvef húðar og aldurs hennar. kygfgftotrr^ ,llð Eðlileg nýmyndun á mucopolysaccharides húð fer stigminnkandi fram að 30 ára aldri, er síðan nokkuð stöðug milli 30 og 35 ára aldurs en minnkar all hratt eftir það. Upp úr þrítugsaldri fer húð að sýna ýmiss einkenni aldurs, missa teygju og stinnleik og þorna. Reglubundin notkun Effective kremanna, sem innihalda samband af kollageni, elastini (teygjuefni) og mucopolysaccharides, eykur varnarmátt húðarinnar gegn þessum einkennum. Effective hentar normal til þurri húð 25 ára og eldri. ÚTSÖLUSTAÐIR: Snyrtistofan Ársól, Grímsbæ v/Bústaðaveg R. S: 31262 Snyrtistofan Ásýnd, Garðastræti 4, R S: 29669 Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi 66, R S: 22460 Snyrtistofan Pema, Reykjavíkurv. 64, Hafnarf. S: 51938 Snyrtistofa Lilju, Engihjalla 8, Kópavogi S: 46620 Snyrtistofan Andromeda, Iðnbúð 4, Garðabæ S: 43755 Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 49, Keflavík S: 92-3617 Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23, Akureyri S: 96-26080 Snyrtihúsið, Eyrargötu 27, Selfossi S: 99-2566 Snyrtistofa Ágústu Guðnad., Miðstr. 14, Vestm. S: 98-2268 ^miCjuíiuf Einkaumboð á tslandi f SHptbtóíiH ÁÆýiid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.