Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.08.1985, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1985 48 t Utför móður minnar, tengdamóöur og ömmu, GUDRUNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Tómasarhaga 53, fer fram frá Neskirkju miðvlkudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Guörún Ása Brandsdóttir, Ólafur Ó. Halldórsson, Ásrún Laila Ómarsdóttir, Sylvía Kristín Ólafsdóttir. t Dóttir okkar, EDDA BJÖRK JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 64, Hafnarfirói, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir aö láta íþróttafé- lagiö Ösp njóta þess. Minningarkort fást hjá Styrktarfélagi van- gefinna. Jón Egill Sigurjónsson, Jóhanna Gísladóttir og systur hinnar látnu. t Móöir mín og amma okkar, MARGRÉT SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem andaöist 6. þ.m., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 20. ágúst, kl. 15.00. Fyrir hönd dóttur og dóttursona, Jóna Víóla Dana Hansen, Júlíus Þorberg, Margrét Helgadóttir, Jóhann Valgarö Ólafsson. t Þökkum af alhug öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur, PÉTURS GÍSLASONAR, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Kristín Pétursdóttir, Auóunn Víöir Pétursson. Christa Jóhanns- son — Minning f dag verður til moldar borin Christa Jóhannsson er lést hinn 12. þ.m. langt um aldur fram. Hún hóf störf á Hagstofunni í maí 1963 og starfaði þar óslitið síðan, uns hún varð að hætta vegna veikinda á sl. ári. Síðan háði hún langt og erfitt veikindastríð. Lengst af áttum við samt þá von, að hún fengi lækningu og gæti komið aftur til starfa. Sú von brást, og hrygg í huga kveðjum við hana í dag. Þó er ljóst, að dauðinn er líkn, þegar heilsa og kraftar hafa bilað. Chris, eins og hún jafnan var kölluð, var fædd í Þýskalandi 8. mars 1924. Hún fluttist ung til ís- lands og giftist 1950 Jóni Jó- hannssyni, bifreiðastjóra. Þau fluttust til Kanada árið 1953, en komu aftur til íslands á árinu 1963 ásamt 2 ungum dætrum sín- um, Ingeborg og Donnu Lóu. Bjuggu þau síðan í Reykjavík, en þau hjónin slitu samvistir fyrir allmörgum árum. Dæturnar hlutu góða menntun. Þær eru báðar gift- ar og dætrabörnin eru 4. Um- hyggja Chris fyrir fjölskyldu sinni var mikil og við gátum einnig séð, að sú umhyggja var endurgoldin í ríkum mæli. Eftir heimkomuna frá Kanada hóf Chris störf á Hagstofu ís- lands, eins og áður er sagt. Við, sem þá vorum þar starfandi, minnumst þess, að okkur varð fljótt ljóst, að Hagstofan hafði eignast sérlega góðan starfsmann, þar sem hún var. Fór þar allt sam- an, mikil afköst, nákvæmni og samviskusemi í hvívetna, enda voru henni fljótlega falin ýmis vandasamari verkefni. Hátt í tvo áratugi var hún búin að vera gjaldkeri Hagstofunnar, sem var afar krefjandi og ábyrgð- armikið embætti. Greind hennar, dugnaður og samviskusemi nýtt- ust vel í þessu starfi, og naut hún verðskuldaðrar virðingar yfirboð- ara og samstarfsmanna. Chris tók þátt í félagsmálum og var um margra ára skeið trúnað- armaður á vinnustað okkar. Öll þau störf vann hún af háttvísi og lét sér annt um hag félaga sinna. Hún gladdist með okkur á góðum stundum og stuðningur hennar og góð ráð voru vís, þegar eitthvað bjátaði á. Það er því mikið skarð fyrir skildi í starfshópnum, þegar hún er horfin, og við söknum góðs vinar og félaga. Minningin mun lifa í hugum okkar. Við þökkum Chris fyrir samfylgdina og biðjum henni blessunar guðs. Ástvinum hennar vottum við innilega samúð. F.h. starfsfólks Hagstofu íslands, Soffía Ingadóttir. t Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, SVEINN BÖDVARSSON, fyrrum bóndi é Uxahrygg, Blönduhlíö 2, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Guöbjörg Jónsdóttir, synir og tengdadætur. Lokað Hagstofa íslands veröur lokuö vegna jaröarfarar eftir hádegi þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12.00 20—50% afsláttur Aðeins í eina viku Á sumar- og vetrarvörum Póstsendum SPORTBÚÐIN Ármúla 38, sími 83555. »»» »»»>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.