Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Afmæliskveðja: Gísli Arason 90 ára Gildur þáttur í lífsreynslu minnar kynslóðar er hve margir hafa unnið mörg og ólík störf um ævina. Af öllum starfshópum, sem ég hefi unnið með, eru mér tveir minnisstæðastir vegna harðfylgis þeirra og fæmi, svo ólík sem störf- in þó voru. Annan hópinn skipuðu „kolakarlarnir" hjá Kol og Salt hf. á stríðsárunum, en hinn hópinn hið fámenna en snjalla fréttalið hjásjónvarpinu. Ég var í háskólanámi þegar kynni mín af kolakörlunum hófust 1941 með þeim hætti að ég var gjaldkeri og reiknaði út launin þeirra. Fljótlega kynntist ég þeim þó nánar, fór að vinna með þeim að kolum og salti, þegar frístundir gáfust í skrifstofustarfinu. Það var á athafnasvæðinu umhverfis hinn gamla og fræga kolakrana, sem kallað var „portið". Ég gæti trúað að svona 20 kempur hafi myndað harða kjarnann á þessum vinnu- stað, og síðan var fjölgað í liðinu eftir þörfum þegar „tarnir" voru. Það var ekki aðeins gamli kola- kraninn við austurhöfnina sem setti þvílíkan svip á bæinn í þá daga, að hann varð Tómasi borgar- skáldi að yrkisefni, heldur settu mennirnir, sem störfuðu að kran- anum og í kranaportinu, einnig svip á bæinn. Þeir óku kolunum heim að hvers manns dyrum og báru pokana af bílunum fyrir daga hitaveitunnar, stundum einna lík- astir svertingjum ásýndar. En þótt þeir væru nefndir „kolakarlar" í daglegu tali voru þeir nær allir menn á besta aldri og liðið svo samvalið, samhent og harðsnúið að af því fór orð um allan bæinn. Auðvitað stóðst ég, „skrifstofu- blókin", engan samanburð við þessa kappa, þegar ég vann með þeim í „portinu" og var þó ekki óvanur ýmislegu vinnuslarki. Kynni af þessum mönnum er kapítuli út af fyrir sig og hinn sögufrægi starfsvettvangur þeirra við kolakranann. En ástæðan til þess að mér verður nú hugsað til þessa hóps, fremur en endranær, er sú að sá allra harðasti úr harða kjarnanum, Gísli Arason, Sogavegi 132, er níræður í dag og ber aldur- inn næstum eins léttilega og kola- pokana í gamla daga, þrátt fyrir ástvinamissi og vinnulúa. Það er hreint ótrúlegt hvað mikið situr eftir í öllu fasi hans af þvi tápi, skapi og þeim eldlega áhuga, sem einkenndi hann meðan hann var á besta aldri. Hann hefir vissulega gengið óhaltur meðan fætur voru jafnlangir. Það er mikið undrunar- efni hvað hann hefir enst vel jafn ósérhlífinn vinnuvikingur og hann var sem aldrei sparaði kraftana. En hann er líka léttur í lund að eðlisfari og líkamsléttur, ekki ólík- ur viðartág í líkingu talað, grannur og óslítandi, og var afar vinnulag- inn svo að hann vann sér létt það sem mörgum ólagnari varð þungt í skauti. Allir jafnaldrar Gísla eða honum eldri menn, sem voru í víkingasveitinni í kolaportinu forðum, eru nú horfnir af sjónar- sviðinu, ég fylgdist með þeim öll- um og hefi aldrei gleymt nöfnum þeirra eða persónueinkennum. Samnefnari þeirra allra var víllaus harka við sjálfa sig og glaðvært geð. Seinastur þeirra kvaddi Einar vinur minn Guðmundsson, á Vest- urvallagötu 7, fyrir einu eða tveim- ur árum. En nú verð ég að halda aftur af mér og nefna ekki fleiri, þegar þeir þyrpast allir fram í huga mér. Og þar er Gísli Arason fremstur meðal jafningja og þarf ekki lítið til. Hann fæddist að Ragnheiðarstöðum í Flóa þennan dag fyrir 90 árum og ég kynntist einnig þremur bræðrum hans og systur þeirra. Eiginkonu sína. Magneu Magn- úsdóttur, missti Gísli fyrir nokkr- um árum og síðan Erlu dóttur þeirra, sem ætíð var þeim stoð og stytta og hélt áfram heimili fyrir hann eftir lát móður sinnar. Ékki hefðu allir staðist þessi áföll í hárri elli, jafn innilega kært og var með honum og þessum ástvin- um hans. Stefán G. kveður svo um grenitréð: „Bognar aldrei, brotnar f bylnum stóra seinast." Það væri ofsagt að Gísli hefði ekki bognað, en hann hefir ekki brotnað ennþá, gamli starfsvíkingurinn, þótt mik- ill tilfinningamaður sé. Það er ekki aðeins frábær líkamsþróttur held- ur og eigi minna tilfinningalíf og greind, einstakur drengskapur og réttlætistilfinning, sem hefir aflað honum velvildar og virðingar samstarfsmanna og samfylgdar- manna. En án mikilhæfrar konu og góðra barna, og góðs heimilis, sem hún vakti yfir meðan hann starfaði og stritaði í daglauna- vinnunni, hefði starfið verið gleð- isnautt og erfitt, en tilgangur lífs hans og starfs var bundinn við heimilið, fyrir það var létt að leggja allt í sölurnar. Þeim Magneu og Gísla varð fimm barna auðið. Synirnir 3, Haraldur, Sverr- ir og Ari, hafa allir tengst prent- iðnaði og prentsmiðjum, enda lært til þeirra starfa. Dæturnar voru 2, Guðríður sem er húsmóðir, og Erla, sem áður var nefnd, var skrifstofumaður. Niðjahópur þeirra Gísla er nú orðinn fjöl- mennur og þetta er úrvalsfólk eins og það á kyn til. „Hún amma þurfti ekki annað en líta á afa og þá vissi hann hvað hún vildi og gerði eins og hún vildi, svo mikils mat hann hana,“ sagði dótturdótt- ir Gísla einu sinni við mig. Og ég vitna í þetta vegna þess að'betur er ekki hægt að lýsa í einni setn- ingu einstaklega gæfusömu samlífi þeirra, sem ég kynntist náið. Þeirra kynna er mér nú ekki síður ljúft að minnast en fyrstu kynna okkar Gísla. Þannig var, sem ég leit á sem lánsmerki, að þó nokkrir af „kolakörlunum" mínum héldu tryggð við mig og gengu í óháða söfnuðinn er hann var stofnaður og ég gerðist prestur. Þar reyndust þeir starfsvíkingar eins og í kola- portinu, og munaði um minna en handtök þeirra við byggingu nýrr- ar kirkju. í þessu starfi lágu leiðir okkar Gísla saman öðru sinni og hafa ekki skilið síðan; og nú kom hann fylktu skylduliði sínu, og eins gerðu systkini hans, og þetta fólk skildi ekki við kirkjuna fyrr en hún reis fullgerð og vel búin, og ekki heldur þá, heldur sóttu þau Gísli og Magnea kona hans kirkjuna reglulega meðan bæði lifðu og hann síðan áfram til þessa dags. Magnea var stoð og stytta í félags- starfinu og Erla dóttir þeirra var lengi í stjórn kvenfélags kirkjunn- ar og eigi minni stoð og stytta en móðir hennar, og nú er dótturdótt- irin, Magnea yngri, í stjórn óháða safnaðarins. Það var ekkert fálm hjá þessu fólki að byggja kirkju það vissi hvað það vildi. Það fer því vel á því, og gleður mig og okkur hjónin persónulega, að hald- ið er upp á afmæli Gísla í safnaðar- heimilinu Kirkjubæ i dag. Þar tekur heiðursmaðurinn aldni, starfsfélagi minn að fornu og nýju, Gísli Arason, á móti gestum frá kl. 15.00 til 18.00 í dag ásamt börn- um sínum, tengdafólki og afkom- endum. Og ég veit að ekkert mundi gleðja hann meira á níræðisaf- mælinu en að það yrði „veislunni margt í“ eins og þar stendur. Því Gísli er ekki smár í neinu, hann er fæddur höfðingi og hefir aldrei brugðist neinum. Það er mikið sagt en satt, og með þeim orðum lýk ég þessari afmæliskveðju og þakka vini mínum órofatryggð. Kær kveðja frá konu minni og Heiðu okkar. , PHIUPS TBX SIMSIDD: FRABÆR LAUSN FYR1R FYRIRT/EKH), VlOSKIPTAiVlNlNN 0G MG TBX simstöövarnar frá Philips eru frábær tæki sem leysa símamál allra fyrirtækja og stofnana í eitt skipti fyrir öll. TBX er opin í báöa enda, teygjanleg og stækkanleg í allar áttir eftir þvi sem þarfir á simaþjónustu aukast og breytast: — TBX hentar notendum meö 16 til 900 síma og er laus viö alla vaxtarverki. — Hægt er aö tengja gömlu símana viö TBX og bæta viö nýjum. — Meö forritun má laga TBX nákvæmlega að þörfum hvers notanda, t.d. banka, hótela, sjúkrahúsa og þjónustufyrirtækja. — Góð þjónusta tæknideildar Heimilistækja og lág bilanatíðni tryggir hámarks rekstraröryggi. — TBX er tæknilega fullkomin og býöur m.a. skammvalsminni, endurtekningu síðasta nú- mers og gjaldmælingu símtala. Hægt er aö lá- ta símann „elta“ eiganda sinn, sýna aö hann sé upptekinn og tenging viö þráölaust kallkerfi er einnig möguleg. TBX símstöövar eru á hagstæðu veröi og viö er- um sveigjanlegir i samningum. Haföu símasamband viö tæknideild í gegnum TBX símstööina okkar. Síminn er 27500. Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Sími 27500. Emil Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.