Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 64
ómissandi SUDFEST lÁNSrRAUST FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Matthías Bjarnason um stjóm Hafskips: Hefði átt að fara fram á gjaldþrotaskipti fyrir löngu Verður beiðni um gjaldþrotaskipti samþykkt á stjórnarfundi Hafskips í dag? MATTHÍAS Bjarnason, banka- og viðskiptaráðherra segir að stjórnendur Hafskips hefðu fyrir mörgum mánuðum átt að leggja fram beiðni um að fyrir- tækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má búast við að tillaga um að Hafskip hf. leggi fram beiðni um gjaldþrotaskipti verði lögð fyrir stjórn Hafskips í dag. Búist var við að slík tillaga yrði til umfjöllunar á stjórnarfundi í gær, en af því varð ekki. „Þessar yfirlýsingar komu mér algjörlega á óvart. Þessi mál heyra undir mig, en ekki forsætisráð- herra,“ sagði Matthías Bjarnason í gær um yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra um að ríkisstjórnin væri sammála um að ítarleg rannsókn þyrfti að fara fram á viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans. „Allar líkur benda til þess að Hafskip verði tekið til gjaldþrota- skipta, og þá er það auðvitað skipta- ráðandi sem tekur þar við stjórn mála. Hann lætur rannsaka hvert einasta atriði sem hann telur að þurfi rannsóknar við,“ sagði Matt- hías er hann var spurður með hvaða hætti viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans yrðu rannsökuð. „Eg treysti skiptaráðanda alveg til þess að rannsaka allt hugsanlega sak- næmt athæfi bæði fyrirtækisins og viðskiptabankans, eins og honum ber skylda til að gera,“ sagði Matt- hías. Matthias sagði það sína skoð- un að stjórnendur Hafskips hefðu fyrir löngu átt að vera búnir að biðja um að fyrirtækið væri tekið til gjaldþrotaskipta. „Þeir hefðu átt að biðja um það fyrir mörgum mánuðum. Eg held að það viti það hvert einasta mannsbarn að Haf- skip er gjaldþrota," sagði Matthías, „og þá hvílir sú skylda á forráða- mönnum félagsins að gera félagið upp. Ef það er ekki gert, þá verða einhverjir aðrir að gera það, því þetta gengur ekki lengur." íslenzka skipafélagið rifti í fyrra- dag kaupsamningi þeim sem það gerði við Hafskip um kaup á ís- landssiglingum Hafskips. Það verð- ur því þrotabú Hafskips sem Eim- skip kaupir eignirnar af. DAGAR TILJÓLA Flugfargjöld og rútu- miðar hækka í DAG hækka far- og farmgjöld í innanlandsflugi, fargjöld meó sér- leyfisbifreiðum, þjónustugjöld skipafélaga og möl og sandur. Verð- lagsráð hefur heimilað hækkanir á þessari þjónustu um 5—8‘/2%. Far- og farmgjöld í innanlands- flugi hækkuðu um 5%. Sem dæmi má nefna að fargjald báðar leiðir til Akureyrar, með flugvallar- skatti, hækkar úr 4.194 í 4.402 kr., til Egilsstaða úr 5.588 í 5.866 kr., til Vestmannaeyja úr 2.736 í 2.872 kr. og til ísafjarðar úr 3.918 í 4.112 krónur. Fargjöld með sérleyfisbifreiðum hækka um 5—6%. BSÍ hafði ekki gengið frá nýrri verðskrá í gær, en búast má við að farið til Akur- eyrar hækki úr 1.110 í 1.170 kr., til Stykkishólms úr 550 í 580 kr., til Borgarness úr 300 í 315 kr. og til Hafnar í Hornafirði úr 1.220 í 1.290 krónur. Þjónustugjöld skipafélaganna, þ.e. vöruafgreiðslugjöld og fleira, hækka um 8 !4*% og sandur og möl hjá Björgun hf. um 5%. Borgarstjóm: Byggt verði hús fyrir tiiraunir í líftækni SAMÞYKKT var á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að reisa hús til tilrauna- framleiðslu á sviði líftækni og efnaiðnaðar. Húsið verður 250 fermetrar og staðsett á landi ríkisins í grennd við rannsóknastofnanir atvinnuveganna á Keldnaholti. Þetta er árangur af samstarfí atvinnumálanefndar borgarinnar og Háskóla íslands. í máli Magnúsar L. Sveinssonar formanns atvinnumálanefndar, kom fram að mikil gróska væri í rannsóknum á sviði líftækni og efnaiðnaðar. Áhugi væri hjá mönnum að fylgja því eftir. Enn- fremur sagði Magnús: „Fyrst og fremst skortir húsnæði og tækja- búnað fyrjr tilraunaframleiðslu í líftækni og efnaiðnaði. í tilefni þess að bæði Háskólinn og Reykja- vikurborg eiga merkisafmæli á næsta ári tel ég að þetta sé verðugt framlag af há'fu borgarinnar." Stefnt er að því að Háskólinn reki þetta hús og kom fram í ræðu Magnúsar að vonir standa til að sá rekstur standi undir sér og verði jafnvel arðbær. / Botnssulum í björtu veðri TVEIR verkfræðingar frá Verk- fræðistofunni Hnit þeir Guðmundur Hafberg, Jón Þór Björnsson og Franz Ploder mælingamaður voru flutti með þyrlu í Botnssúlur í gærmorgun í björtu og fögru veðri. Tilefni feröarinnar var að gera mælingar á fjallinu, en þær eru lið- ur í mælingum sem verkfræðistofan vinnur nú að fyrir nýja kortagerð af höfuðborgarsvæðinu í mælikvarðan- um 1:25.000. Morininbl*J)i«/RAX Sjálfstæðísflokkur boðar stjómarslit Verði þingsályktunartillaga um breytta afstöðu íslands hjá S.Þ. samþykkt ÞORSTEINN Pálsson fjármálaráðherra gekk síðdegis í gær á fund Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra og tilkynnti honum að ef þingsá- lyktunartillaga kæmi fram á Alþingi þess efnis að íslendingar breyttu afstöðu sinni hvað varðar hjásetu i atkvæðagreiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna um tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarnorkuvopna, og hlyti samþykki á Alþingi með einhverjum atkvæðum framsóknarþing- manna, þá segðu allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins af sér ráðherradómi. Fjármálaráðherra gerði þetta eftir að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafði fjallað um málið, og komist sameiginlega að þeirri niðurstöðu, að ef slík tillaga, sem Ólafur Ragnar Grímsson boðaði á þingi í gær að yrði flutt, væri samþykkt á Alþingi liti Sjálf- stæðisfíokkurinn á það sem van- traust á stefnu utanríkisráðherra. Því lægi beint við að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segðu af sér ráðherradómi ef slík tillaga væri samþykkt. „Það hlýtur að verða til at- hugunar hjá okkur alþýðubanda- lagsmönnum að leggja fram þingsályktunartillögu um þetta mál. Við munum skoða það nánar nú um helgina í ljósi þessarar umræðu og undirtekta, hvernig að slíku máli verður staðið," sagði Hjörleifur Guttormsson í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær um tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um frystingu kjama- vopna, sem kemur til endanlegrar atkvæðagreiðslu á þingi Samein- uðu þjóðanna innan tveggja vikna var hart deilt á það að ísland, eitt Norðurlandanna hefði setið hjá við atkvæðagreiðsluna 20. nóvember sl. Geir Hallgrimsson utanríkisráðherra svaraði gagn- rýninni á þann hátt að ákveðin atriði ' samþykkt Alþingis frá því í vor um stefnu íslendinga í af- vopnunarmálum kæmu í veg fyrir að ísland gæti samþykkt tillögu Svíþjóðar og Mexíkó. Páll Péturs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins var einn þeirra þing- manna sem gagnrýndi stefnu utanríkisráðherrans í þessu máli, og varð gagnrýni hans m.a. kveikjan að ofangreindri sam- þykkt þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Auk Páls er talið að þeir Haraldur ólafsson og Ingvar Gíslason báðir úr þingflokki Framsóknarflokksins væru þess fýsandi að greiða atkvæði með tillögu Alþýðubandalagsins, en líklegt er talið að aðrir þingmenn Framsóknarflokksins fylgdu Steingrími Hermannssyni for- manni Framsóknarflokksins í þessu máli, en hann lýsti yfir stuðningi sínum við stefnu utan- ríkisráðherra í utandagskrárum- ræðunni í gær. Þingflokkur Framsóknar- flokksins mun hafa brugðist hart við hótun fjármálaráðherra, því ákveðinn var nýr þingflokksfund- ur framsóknarmanna í gærkveldi. Fundurinn stóð enn þegar Morg- unblaðið reyndi um miðnætti að afla frétta af fundinum. Sjá nánar frásögn á þingsíðu bls. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.