Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR1986 Flugleiðir: Metár í farþegaflutn- ingum innanlands SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiöa tók á móti 243.486. far- þeganum í innanlandsflugi á síöasta ári á Reykjavíkurflugvelli 30. des- ember. Þar með var slegið met fé- lagsins í farþegaflutningum frá ár- inu 1978 þegar félagið flutti 243.485 farþega allt árið. Einar Karl Kristjánsson lög- reglumaður á ísafirði var 243.486. farþeginn. Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða afhenti honum helgarferð fyrir tvo frá ísafirði til Reykjavíkur af þessu tilefni er hann kom frá ísafirði. Einar Karl Einar Helgason yfirmaður inn- anlandsdeildar Flugleiða sagði að ljóst væri að félagið hefur flutt fleiri farþega á þessu ári en sem nemur íbúatölu landsins. Hann taldi að það væri einsdæmi. Mikil aukning var í farþega- flutningum frá því í fyrra, en þá voru fluttir 217 þúsund farþegar. Einar sagði að þetta ár hefði verið mjög hagstætt fyrir flug. Tíðarfar hefði verið með eindæmum gott og ýmsar nýjungar í þjónustu hefðu gefist vel, svo sem hopp- fargjöld til Akureyrar. Á árinu voru engin verkföll sem hafði mikið að segja svo og bætt skipulag og endurbætur á flugvöllum. Innanlandsflug var rekið með hagnaði á þessu ári og er það í fyrsta skipti í 12 ár. Flugleiðir voru með fjórar Fokker Friend- ship-vélar í innanlandsflugi og Færeyja- og Grænlandsflugi. Fyr- irhugað er að bæta þeirri fimmtu við fljótlega. Sætanýting var 61 —63%, svipuð og verið hefur. Morgunblaöið/RAX Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða afhendir Einari Karli Kristjánssyni farmiða fyrir tvo í helgarferð frá ísafírði til Reykjavíkur. sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ferðaðist með Flugleiðum að jafnaði sex til sjö sinnum á ári. Framleiðslu- met hjá Kísiliðjunni Mývatnssveit, 30. desember. FRAMLEIÐSLA Kísiliðjunnar hf. verður um 29.350 tonn á árinu 1985. Þetta kom fram hjá Róbert Agnars- syni, framkvæmdastjóra í kaffísam- sæti, sem fyrirtækið hélt starfsfólki sínu í dag. Hér er um allmikla framleiðslu- aukningu að ræða frá fyrra ári, en þá var slegið framleiðslumet, framleitt nálægt 27.200 tonnum. Sala á framleiðslunni hefur gengið vel á árinu 1985 og menn eru bjart- sýnir á góða sölu árið 1986. Akureyri: Jóhann settur meistari JÓHANN Sigurjónsson, konrektor við Menntaskólann á Akureyri, hefur verið settur skólameistari MA frá og með 1. júlí næstkomandi til fjög- urra ára. Tryggvi Gíslason, skólameistari, hefur fengið leyfi frá störfum allt að fjórum árum og mun hann þann tíma starfa sem deildarstjóri í skrifstofu Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn. Tryggvi hefur störf ytra í marz og dvelur þá í Kaupmannahöfn í u.þ.b. sex vikur en kemur síðan heim áður en próf hefjast í MA og útskrifar stúdenta 17. júní. Jó- hann Sigurjónsson tekur síðan við sem skólameistari 1. júlí. Húsaleigan hækkarum 10% SAMKVÆMT ákvæðum í lögum númer 62 frá 1984 hækkaði leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, sem lög þessi taka til, um 10% frá og með janúarbyrjun 1986. Reiknast hækkun þessi á þá leigu, sem er í desember 1985. Janúar- leigan helst óbreytt tvo næstu mánuði, þ.e. í febrúar og mars 1986. Hagstofan vekur sérstaka athygli á því, að þessi tilkynning snertir aðeins húsaleigu, sem breytist samkvæmt ákvæðum i fyrrnefndum Iögum. VinningaríH.H í. 1986: 9ákr.2.000.000; 108ákr. 1.000.000; 216 ákr. 100.000; 2.160ákr.20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.