Morgunblaðið - 02.02.1986, Side 31

Morgunblaðið - 02.02.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1986 31 Brittan „Belgrano" í Falklandseyjastríðinu, Tisdall-málið, sem var hliðstætt mál, launamál þingmanna og emb- ættismanna o.fl. Brittans var saknað í innanríkis- ráðuneytinu. Hann hafði gott vald á starfl sínu og góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Hann stóð líka uppi í hárinu á Thatcher, þótt það komi ekki heim við það álit margra á Brittan að hann hafi notað gáfur sínar til að gerast þjónn hennar. Brittan hefur ekki eingöngu átt frú Thatcher frama sinn að þakka. Eins og fram hefur komið var stuðningur Whitelaws og Howes honum ekki síður mikilsverður. En hann hefur notið mikillar velvildar ,járnfrúarinnar“ síðan honum var boðið að ganga í lið með helztu stuðningsmönnum hennar 1979 og hún hefur haft mikið álit á honum vegna gáfna hans. Óvinsæll Skjótur frami Brittans vakti öfund og þær ásakanir komu fljótt fram að hann væri verkfæri leiðtoga síns. Hann hefur aldrei notið vin- sælda í flokknum, aðallega vegna þess að hann hefur átt frama sinn áhrifamiklum mönnum í flokknum að þakka, en ekki áhrifamiklum hópum innan hans. Thatcher lækkaði Brittan í tign með því að færa hann úr innan- ríkisráðuneytinu í viðskipta- og iðnaðarráðuneytið. Þó virtist ekki draga úr áhrifum hans í ríkisstjóm- inni, m.a. vegna yfirgripsmikillar þekkingar sem hann hafði aflað sér í starfi innanríkisráðherra. „Lekinn“ Þegar Heseltine hvatti stjórnina til þess á fundi 9. desember að mæla með tilboði vestur-evrópska samvinnufyrirtækisins í Westland sakaði Brittan hann um stuðning við vemdarstefnu og andúð á Bandaríkjamönnum, þar sem hann væri andvígur tilboði Sikorsky- fyrirtækisins. Einn liðurinn í baráttunni gegn Heseltine var sú ráðstöfun að skýra blöðum frá efni bréfs frá varadóms- málaráðherranum, Sir Patrick Mayhew, til Heseltines. I bréfinu sagði Mayhew að fyrra bréf um Westland frá Heseltine til banka- stjóra nokkurs hefði verið villandi. Bréfið var dagsett 6. janúar og þingfréttaritara nokkmm var kunn- ugt um meginefni þess tveimur klukkustundum eftir að Mayhew Frú Thatcher sendi það. Strax eftir þennan „leka“ fyrirskipaði Thatcher forsætisráð- herra rannsókn í málinu. Öllum á óvart ljóstraði einn af þingmönnum Verkamannaflokks- ins, Tam Dalyell, því upp að upplýs- ingafulltrúi ráðuneytis Brittans, Colette Bowe, hefði skýrt frá efni bréfsins. Brittan viðurkenndi að hafa samþykkt „lekann" að fengnu leyfi frá embættisbústað forsætisráð- herrans í Downing-stræti 10. Thatcher lýsti yfir stuðningi við hegðun Brittans, þótt hún héldi því fram á þingi að hún hefði ekki vitað um málið persónulega. Þing- menn áttu bágt með að trúa því, en hún kvaðst ekki hafa komizt að því hvemig í öllu lá fyrr en niður- stöður rannsóknarinnar í málinu lágu fyrir. Þrátt fyrir kröfur óbreyttra þing- manna um að hún veitti Brittan lausn frá störfum hélt hún áfram að styðja hann. Þingmenn Verka- mannaflokksins hafa síðan talað um „Brittangate“. Ein skýringin á hit- anum í málinu er sú að tveir emb- ættismenn hafa verið lögsóttir fyrir upplýsingaleka á síðari árum og annar þeirra dæmdur í fangelsi — Sara Tisdall. Brittan eingraðist í þingflokki íhaldsmanna. Tuttugu þingmenn íhaldsflokksins, sem tóku til máls á fundi í þingflokknum, kröfðust þess að hann segði af sér eða að honum yrði veitt lausn frá embætti. I þingumræðunum um málið var Brittan hreinsaður af ákærum um að hafa aðhafzt eitthvað ólöglegt, en ráðvendni hans hefur verið dreg- in í efa og ekki er talið fara á milli mála að hann hafi viljað gera Heseltine tortryggilegan. Auk þess þykir hann hafa farið heimskulega að ráði sínu og það sama hefur verið sagt um aðra. íhaldsflokkurinn hefur nú minna fylgi en bandalag sósíaldemókrata og frjálslyndra og Verkamanna- flokkurinn samkvæmt skoðana- könnunum og Thatcher hefur sjald- an eða aldrei staðið eins höllum fæti síðan hún varð forsætisráð- herra. Almennt er álitið að hún verði að víkja úr leiðtogastöðunni, ef Ihaldsflokkurinn fær slæma út- reið í næstu kosningum. Menn eru þegar farnir að veðja um eftirmann ,járnfrúarinnar“ og Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra þykir sigurstranglegastur, en Heseltine kemst ekki á blað. GH tók saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.