Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 63 IÞROTTIR UNGLINGA Körfubolti Haukarnir unnu og unnu í 3. umferð 3. flokks stúlkna í körfubolta sem fram fór í Hauks- húsinu í Hafnarfirði um miðan febrúar sýndi heimaliðið Haukar mikinn styrkleika og vann alla sína leiki. Þegar unglingasíðuna bar að garði var leikhlé t síðasta leik umferðarinnar sem var á milli Hauka og Njarðvíkinga og var • Bjarnhildur Ólafsdóttir staðan 13:7 Haukum í vil og greini- legt að allt gat gerst. Elín Hreins- dóttir byrjaði síðan seinni hálfleik- inn með því að auka forskot heima- liðsins. Njarðvíkingarnir voru nú ekki alveg á því að hleypa and- stæðingunum of langt fram úr og Jenný Magnúsdóttir minnkaöi muninn aftur með góðu langskoti sem rataði rétta leið ofan í körfuna. Þegar hér var komið sögu tók Haukastúlkan Guðbjörg Noröfjörð til sinna ráða, fór hamförum næstu mínúturnar, skoraði hverja körfuna á fætur annarri og glöddu tilþrif hennar áhorfendur mjög. Með körfum Guðbjargar breyttist stað- an í 21:9 og Haukasigur var í höfn. Þjálfari Hauka skipti þá öllum stúlk- unum sem leikið höfðu megnið af leiknum útaf og setti hinar inná í staðinn og stóðu þær sig ekki síður vel. Njarðvíkingarnir náðu að minnka muninn í 21:12 með körf- um Sveinu Ólafsdóttur og Hörpu Magnúsdóttur en lokaorðið í leikn- um áttu Haukar þegar Dröfn smeigði sér á milli Njarðvíkinganna og laumaði boltanum snyrtilega í körfuna. Lokatölur leiksins urðu því 23:12 Haukum í vil. Tvö lið nú jöfn og efst í stúlknaflokkunum f körfubolta eru mun færri þátttökulið en f piltaflokkunum og þvf er einungis keppt f einum riðli í hverjum flokki. Fyrirkomulagið er þannig að líðin halda þeim stigum sem þau vinna f hverri umferð fyrir sig en byrja ekki hverja umferð á núlli eins og tfðkast í piltaflokkun- um. Fyrir 4. og síðustu umferðina í 3. flokki stúlkna eru ÍR og Haukar jöfn og efst og bendir allt til að slagurinn um íslandsmeistaratitil- inn komi til með að standa á milli þessara félaga í seinustu umferö- inni. Eigum að vinna þetta Unglingasíðan hitti Bjarnhildi Ólafsdóttur ÍR-ing að máli þegar hún fylgdist með lokaleik 3. um- ferðar 3. flokks stúlkna en hún keppir einmitt í þeim flokki og var hún spurð hvernig seinasta um- ferðin legðist í hana. „Þetta verður erfitt. Haukarnir eru búnir að vera mjög sterkir núna í næstsíðustu umferðinni og eru til alls líklegir en við áttum aftur á móti einn mjög lélegan leik, en við eigum að vinna þetta. Úrslita- umferðin verður sett á 15.—16. mars en verður sennilega flutt fram um eina helgi og við verðum að æfa vel fram að því til að mæta sterkar í lokaslaginn og detta ekki niður á eins lélegan leik og við spiluðum í dag.“ Bjarnhildur var ekki allskostar ánægð með hvernig staðið er að málum í sambandi við stúlkna- körfuboltann, t.d. væri ekki um neitt stúlknalandsliðsstarf að ræða. Morgunblaðið/VIP • „Hún hló, hún hló, hún skelli-skellihló" segir í kvæði um konu ofan af Akranesi. Það er greinilegt að Iffsgleðin er Skagamönnum í blóð borin, alla vega eru þessir Skagastrákar sem við sjáum hér allt annað en súrir á svipinn. Körfuboiti 5. flokks: UMFG öryggir sigurvegarar Morgunblaðlðh/IP • Ólafur Theódórsson t.v. og Jónas Fannar Valdimarsson kepptu með 5. flokkl f lokaumferð fslandsmótsins í körfubolta þrátt fyrir að vera ennþá á mlniboltaaldri. - í lokaumferð B-riðils á íslandsmótinu LEIKUR ÍA og UMFG f fjórðu og seinustu umferð B-riðils 5. flokks f íslandsmótinu f körfubolta var úrslitaleikur riðilsins þvf það lið sem sigraði f þeim leik tryggði sér rétt til að hefja íslandsmótið næsta ár f A-riðli. Grindvfkingarn- ir unnu leikinn örugglega 54:32 eftir að hafa haft yfir f hálfleik 25:9 Leikurinn var jafn fyrstu mínút- umar, á 10. mínútu var staðan 4:4 og höfðu þeir Marel Guðlaugsson UMFG og Helgi ÍA séð um að skora þessar körfur. Lengur tókst Skaga- strákunum ekki að halda í harðjaxl- ana frá Grindavík sem spiluðu grið- arlega góða og öfluga maður á mann vörn. Fljótlega í síðari hálfleik var forysta Grindvíkinganna orðin 23 stig en þá fannst Skagamanninum Jóni Þóri munurinn orðinn nógur og með miklum stórleik i síöari Eru íVal ÓLAFUR Theódórsson 11 ára og Jónas Fannar Valdimarsson 12 ára voru f 5. flokksliði Vals. Þeir félagar voru spurðir að því hvort þeir væru ekki ennþá á minibolta- aldrinum. „Jú, en það var hringt í okkur í gær og við vorum látnir keppa með 5. flokki í dag. Annars finnst okkur skemmtilegra í miniboltanum, það er styttra í körfuna og auðveldara að hitta og það er náttúrlega alltaf og Fram gaman að hitta í körfuna. í mini- boltanum erum við í A-riðli og höfum verið þar allt (slandsmótið, höfum unnið tvær af þremur um- ferðum sem við erum búnir að spila." Ólafur og Jónas eru líka báðir í fótbolta en á þeim vettvangi er það Fram sem nýtur krafta þeirra. Þeir sögðust ekki geta gert uppá milli íþróttagreinanna en þaö væri nú meira tudd í fótbolta. hluta seinni háifleiks sá hann til að munurinn varð ekki meiri, drengurinn sá var bókstaflega út um allan völl og skoraði grimmt. Lokatölur leiksins urðu síðan eins og áður sagði 54:32 Grindvík- ingumívil. Lið Grindvíkinga var jafnt í þess- um leik og grunnurinn að öruggum sigri þeirra var góð vörn þar sem hver maður skilaði sínu hlutverki af stakri prýði. Stig þeirra í leiknum gerðu: Marel Guðlaugsson 22, Haukur Einarsson 16, Ingi K. Ing- ólfsson og Björn Skúlason 5 hvor, Albert Sævarsson og Bergur Hin- riksson 2 hvor. Lið ÍA náði sér á strik í þessum leik en þeir hafa sýnt það í undan- förnum leikjum að þeir hafa góðu liði á að skipa. Jón Þór var þeirra besti maður í þessum leik, Árni tók allmörg fráköst í leiknuym og Bjarki átti þokkalegan leik, aðrir voru nokkuð frá sínu besta. Stig ÍA gerðu: Jón Þór 13, Bjarki 6, Jóhann og Helgi 4, Árni 3 og Orri 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.