Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 6
 MORGiINBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR26. APRÍL1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Harpa lifandi strengja Menn efast stundum um hvort ástkæra ylhýra málið okkar haldi sínum hlut á gervihnattaöld. Vissu- lega er hér þörf árvekni. En geta ekki blessaðir ljósvakafjölmiðlamir eins eflt málkennd vora? Hvað til dæmis um síðustu Kvöldstund með listamanni. Sjaldan mætir maður jafn mál- högum manni og Hannesi Péturs- syni skáldi. Hér á ég ekki bara við skáldskap Hannesar er því miður fór forgörðum í þessum annars ágæta þætti, nei ég á við að Hannes rabbaði við þáttarstjórana Áma Siguijónsson og Ömólf Thorsson á svo skínandi góðri íslensku að mér leið sem í Akademiu. Því miður er allt of algengt að fólk er mætir í sjónvarpi jafnvei dag hvem, hnjóti um íslenskuna líkt og nýfætt lamb um þúfutetur. Bomir og bamfæddir Skagfirð- ingar em hins vegar eins og stríð- aldir stóðhestar í málfarslegu tilliti. Einn slíkur er Hannes Pétursson og þótt hann hafi kosið að festa vængi á hest sinn, þá vex ætíð í hóffarið kjammikið gras úr norð- lægri sveit. Haustkvöld. Langvegir. Ljósaípd sveitanna slokknuð ogalltþagnað nemaeinn lækur einnhestursem þræðir beinan stíg, ogbermigídimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. Svanasöngur Ó-A-S Ljóðlínumar hér á undan eru teknar úr ljóðabók Hannesar; Inn- löndum, en nú vindum við okkar kvæði í kross og skoðum seinasta þátt þeirra skötuhjúa Ómars, Agn- esar og Sigmundar Emis Á líðandi stundu en mér skilst að þar með sé leiknum lokið í bráð að minnsta kosti... Ekki er ofmælt að fáir sjónvarps- þættir hafa vakið þvílíkan úlfaþyt og þátturinn Á líðandi stundu. Sá er hér ritar hefír auðsið ómældri prentsvertu jrfír lesendur í tilefni þessa umdeilda sjónvarpsþáttar en nú er sum sé brunnurinn þurrausinn og vil ég svona í kveðjuskyni skyggna þáttaröðina og þá einkum þáttastjórana: Agnes er fýrst á beinið. Helsti ókostur Agnesar sem spyrils er sá hversu erfitt henni veitist að teygja lopann. Sjónvarps- menn verða að vera skjótir til andsvara og tilbúnir að hnýta aftan við svör sinna mótheija. Þá gerði Agnes upp á milli gesta eins og frægt er orðið þannig var greinilegt að hann Steingrímur var í „silki- hanskadeildinni". Annars fannst mér Agnes öllu liprari og óþvingaðri er leið á þáttaröðina. Sigmundur Emir er einn af þessum þægilegu sjónvarpsmönnum er vinnur sitt verk átakalaust. Hann hefur dálítið skemmtilegan kæk er heldur _sjón- varpsáhorfandanum vakandi. Ómar er auðvitað sér kapítuii. Hann er afar samviskusamur ríkisstarfs- maður en líka einn dugmesti skemmtikraftur landsins. Ég er viss um að ríkið myndi spara stórar fúlgur ef menn á borð við Ómar Ragnarsson tælq'u að sér rekstur báknsins, í það minnsta er ekki að efa að Ómar hefir sparað íslenska sjónvarpinu stórfé með Frúnni. Þá hefír púl Ómars í skemmtibransan- um lífgað uppá dagskrá ríkissjón- varpsins okkar blessaða, til dæmis í þættinum Á líðandi stundu þótt þar hafí nú stundum verið skotið yfír og undir markið, einkum í myndbrotunum frá söguöldinni. Hvað um það þá er ekki svo lítið afrek að tæma stræti borga og bæja og sæl er sú þjóð er bergir af einum og sama brunni. Ólafur M. Jóhannesson Atriði í kvikmyndinni Innrásin frá Mars. Gene Barry og Ann Robinson í hlutverk- um sinum. Innrásin frá Mars ■■■■ Innrásin frá 0050 Mars (The War of thé Worids), bandarísk bíómynd frá 1952, er á dagskrá sjón- varps í kvöld. Myndin er gerð eftir vísindaskáldsögu H.G. Wells. Efni myndar- innar er á þá leið að Mars- búar eiga í erfíðleikum heima fýrir þar sem súrefni er að ganga til þurrðar á plánetu þeirra og hitastig hefur fallið mikið. Þeir ákveða að leggja undir sig jörðina og ráðast til atiögu búnir fullkomnum vígvél- um. Svo virðist sem þá bíti engin vopn en fámennur hópur vísindamanna lætur ekki deigan síga. Kvik- myndahandbókin okkar gefur þessari mynd eina stjömu og telur hann sæmilega. Listagrip Þáttur um listir og menningarmál ■■■■ Listagrip, þátt- 1 /* 20 ur * umsJá Sig- A O rúnar Bjöms- dóttur, er á dagskrá rásar eitt síðdegis í dag, en þátt- ur þessi er tvisvar í viku hverri, á laugardögum og fímmtudögum. í þáttum sínum fjallar Sigrún um það sem er efst á baugi hveiju sinni í listalífí land- ans. í því skjmi mæta jafn- an ýmsir mætir gestir til viðtals og ennfremur eru þar fluttir pistlar sérfróðra manna í einstökum list- greinum. Þar er til að mynda gert skil tónlistar- viðburðum og leikhússýn- ingum á laugardögum, en aftur myndlist og 'kvik- myndum á fímmtudögum. Leifur Þórarinsson segir frá tónieikum sinfóníu- hljómsveitarinnar í þessari viku og greinir frá þvf sem í vændum er. Eins Qallar Oddur Bjömsson um af- mælissýningu Þjóðleik- hússins, en fmmsýning verður á sumardaginn fyrsta. Að lokum er að geta pistils um listir og menningu á líðandi stundu í París. „Lögregla og fólk“ ■■■■ „Lögregla og 01 35 fóik“ nefnist þáttur sem er á dagskrá rásar eitt í kvöld. „í þættinum mun ég lesa frásögn sem ég skrifaði fyrir 22 árum þegar ég var í blaðamennsku á Vísi“, sagði Steingrímur Sigurðs- son í samtali við Mbl. „Þá fékk ég að vera í bflunum með lögreglunni og fékk til þess leyfi lögreglustjóra en þá var gamla lögreglu- stöðin í Pósthússtræti enn við lýði. Þetta er svona svipmynd af vinnubrögðum lögreglunnar á þessum tíma og ég held að þetta sé alveg óvilhöll frásögn því ég lagði mig fram um að greina frá því sem fyrir augu bar á eins hlutlausan hátt og kostur var. Ég valdi músík með frásögninni sem ég reyndi að láta falla að efninu, og hún er að sjálf- sögðu frá þessum tíma. Djassspjall Rætt við Svein Ólafsson og leikinn fyrirstríðsáradjass ■■■■ Djassspjall er á Ol 00 dagskrá á rás “ A tvö í kvöld. „Við Islendingar erum ein fárra þjóða sem eiga sinn elsta djassleikara enn á lífí, en það er Sveinn Ólafsson, fyrrum tenórsaxófónleikari á Borginni hér fyrir stríð. Ég mun spjalla við hann í þættinum í kvöld," sagði Vemharður Linnet í sam- tali við Mbl. „Sveinn hefur leikið á lágfiðlu með Sin- fóníuhljómsveitinni eftir að hún var stofnuð, en hann er hættur að spila núna sakir aldurs - þó Sveinn sé nú öðrum mönnum hressari. Sveinn lék m.a. með Arthur Rosbery, það var enskur djassleikari sem stjómaði hér hijómsveit á Hótel Borg um 1930. Við munum leika djass frá þessum tíma og ef upptök- ur með Sveini Ólafssyni finnast munum við leika þær í þættinum." UTVARP LAUGARDAGUR 26. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 fslenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.16 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesiö úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Á tólfa tímanum. Bland- aöur þáttur úr menningartíf- inu í umsjá Þorgeirs Olafs- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur Ivikulokin. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónía í g-moll eftir Ernest John Moeran. Enska sin- fóníuhljómsveitin leikur; Neville Dilkes stjórnar. 15.50 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón. Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Kattarloppan", saga af stígvélaða kettinum eftir Marcel Aymé. Jón B. Guð- laugsson þýddi. Kristján Viggósson les. 17.40 Síödegistónleikar a. „Boðið upp í dans", konsertvals eftir Carl Maria von Weber. Útvarpshljóm- sveitin í Berlin leikur; Robert Hanell stjórnar. b. „Létta riddaraliðiö", for- leikur eftir Franz von Suppé. Sinfóníuhljómsveitin í Detro- it leikur; Paul Paray stjórnar. c. „Espana", hljómsveitar- verk eftir Emanuel Chabrier. Sinfóníuhljómsveit spánska útvarpsins leikur; Igor Markevitsj stjórnar. d. „Stundadansinn", ballett- tónlist eftir Amilcare Ponc- hielli. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegið". Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Atvinnusaga frá kreppu- árunum. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræðir við Boga Jóns- son. Áður útvarpað 4. febrú- arsl. 21.05 Óperettutónlist. 21.35 „Lögregla og fólk" Steingrímur Sigurðsson les þátt úr bók sinni, Spegill samtíðar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.25 I hnotskurn — Rauða myllan. Umsjón: Valgaröur Stefánson. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri). 23.05 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. SJONVARP 16.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.20 Búrabyggö (Fraggle Rock) Fimmtándi þáttur. Brúöumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirog veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Dagbókin hans Dadda (The Secret Diary of Adrian MoleAged 133/«) Fimmti þáttur. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum, geröur eftir bók Sue Townsends. Leikstjóri Peter Sasdy. Aðalhlutverk: Gian San- marco, Julie Walters, Step- LAUGARDAGUR 26. apríl hen Moore og Beryl Reid. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Ævintýri í Austurlanda- hraðlestinni (Minder on the Orient Ex- press) Ný bresk sjónvarpsmynd um söguhetjur vinsælla sjónvarpsþátta. Leikstjóri Francis Megahy. Aöalhlutverk: DennisWater- man og George Cole. Söguhetjunum, Terry og Arthur, býðst óvænt tæki- færi til að feröast meö Austurlandahraölestinni. En böggull fylgir skammrifi. Þeir blandast i illdeilur glæpamanna og lögreglan er heldur ekki fjarri góðu gamni. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 22.50 Innrásin frá Mars (The War of the Worlds) Bandarisk bíómynd frá 1952, gerð eftir visinda- skáldsögu eftir H.G. Wells. Leikstjóri Byron Haskin. Aðalhlutverk: Gene Barry og • AnnRobinson. Marsbúar búnir fullkomnum vígvélum ætla að leggja undir sig jörðina. Svo virðist sem þá biti engin vopn en fámennur hópur vísinda- manna lætur ekki deigan siga. Þýðandi Baldur Hólmgeirs- son. 00.25 Dagskrárlok Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00 LAUGARDAGUR 26. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður Blön- dal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagurtillukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringborðið Erna Arnardóttir stjórnar umræöuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daniel Júlíusson kynna framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Umsjón: Vernharöur Linnet. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk í umsjá Siguröar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Þórarni Stefánssyni. 03.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.