Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1986 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Guðmund Magnússon Á móti þessu vógu hinar miklu vinsældir, sem borgarstjóri hefur áunnið sér í starfi. Honum hefur tekist að skapa sér trúnað fólks langt út fyrir raðir Sjálfstæðis- flokksins. Stuðningsávarpið fyrr- nefnda kom t.d. frá mönnum, sem taldir hafa verið mjög vinstri sinn- aðir. „Þetta var ósköp einfaldlega yfirlýsing um stuðning við hæfan einstakling, sem við teljum rétt að gegni starfi borgarstjórans í Reykjavík næstu fjögur árin, og í hvaða stjómmálaflokki hann er, það skiptir miklu minna máli,“ sagði einn úr hópnum, Þórarinn Eldjám, í mjög áhugaverðu viðtali í útvarps- þættinum I loftinu í vikunni. Það er satt að segja álitamál, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði haldið meirihluta sínum í borgar- stjóm Reykjavíkur, ef hann hefði ekki getað teflt fram sterkum manni eins og Davíð. Allir „fram- reikningar“ kosningaúrslitanna í Reykjavík hljóta að taka mið af þessu. Ég er auðvitað ekki að segja, að Davíð Oddsson eigi að taka sæti á framboðlista flokksins við næstu þingkosningar í Reykjavík. Hins vegar er ljóst, að það verður að styrkja listann þar vemlega, ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda hlut sínum eða sækja á. Áfall fyrir Alþýðu- bandalagið Það er engum vafa undirorpið, að úrslitin f Reykjavík em mikið áfall fyrir Alþýðubandalagið. Flokk- urinn taldi sig eiga mikla möguleika á að fá fjóra menn kjöma í borgar- stjóm, en vantaði mörg þúsund atkvæði upp á það. í kosningunum 1978 fékk Alþýðubandalagið hins vegar tæp 30% atkvæða og fimm menn kjöma í borgarstjóm og vom borgarfiilltrúar þá 15 eins og nú. Ymsar skýringar á þessu and- streymi em fyrir hendi. Ein er sú, að stefna flokksins og baráttuað- ferð hafi að þessu sinni ekki höfðað nægilega vel til kjósenda, sem að öðm leyti kynnu að vera veikir fyrir málflutningi Álþýðubandalagsins. í því viðfangi er vert að íhuga, hversu kaldlyndir, ósveigjanlegir og óskammfeilnir Alþýðubandalags- menn vom í kosningabaráttunni að þessu sinni. Það var eins og þeir hefðu í rauninni engar hugsjónir til að beijast fyrir. Hins vegar vom þeir á móti öllum sköpuðum hlutum. Það er t.d. eftirtektarvert, að á síð- ustu vikum baráttunnar virtust áhyggjur Alþýðubandalagsmanna og Þjóðviljaliðsins af fátækt í Reykjavík, sem mikið veður hafði áður verið gert út af, að engu orðnar. Þessu held ég að hafi verið öðm vísi farið í kosningunum 1978. Áherslumar vom þá aðrar og þekki- legri og það átti ömgglega mestan þátt í kosningasigri flokksins. Innanflokksátökin í Aiþýðu- bandalaginu spilltu vafalaust mjög fyrir flokknum, og eftir á að hyggja er það með ólíkindum að flokks- menn skuli ekki hafa getað slíðrað sverðin síðustu vikur fyrir kosning- ar. Þvert á móti jukust átök and- stæðra fylkinga síðustu daga fyrir kjördag og birtust alþjóð einna gleggst á kosningafundinum í sjón- varpssal á föstudag í vikunni sem leið. Þar kom Össur Skarphéðinsson fram fyrir Alþýðubandalagið, eftir að hafa unnið sigur á Siguijóni Péturssyhi í kosningastjóm flokks- ins. En sá sigur var dýrkeyptur, því framganga hans í þættinum hefur sennilega eyðilagt pólitíska framtíð hans, auk þess sem staða hans, sem ritstjóra Þjóðviljans, er í hættu. Átökin á aðalfúndi blaðsins sl. þriðjudagskvöld benda til þess, að nú verði engin grið gefín. Um Össur verður ef til vill sagt: Hann var stjómmálamaður í einn sjón- varpsþátt. Samstarf „félags- hyggjuafla“ Ef litið er framhjá atburðunum innan Alþýðubandalagsins er það einkum tvennt, sem athygli vekur á vinstri væng stjómmálanna að Er sumar sljómmála- tíðinda í vændum? ÚRSLIT sveitarstjómarkosninganna hafa óhjákvæmilega áhrif á framvindu sijómmála hér á landi á næstu mánuðum. Líkur á alþingiskosn- ingum síðar á þessu ári hafa aukist, þótt ekki verði hér fullyrt að þær verði. Að réttu lagi ættu þær að fara fram á vori komanda. í þessari grein verður lauslega fjallað um afleiðingar kosninganna fyrir stjórnarsamstarfið, en sjónunum síðan beint að úrslitum borgar- stjórnarkosninganna í Reykjavík og hugmyndum um aukið samstarf svonefndra „félagshyggjuafla". Framsóknarmenn guldu í raun- inni afhroð í kosningunum og það kemur því ekki á óvart, að þeir lýsi yfir eindreginni andstöðu við þing- kosningar síðar á þessu ári. Þeir þurfa lengri tíma til að átta sig á úrslitunum og undirbúa kosninga- starfið. Sjálfstæðismenn töpuðu líka fylgi á landsvísu, en svo virðist sem það sé mjög útbreidd skoðun innan flokksins, að staðbundnar ástæður hafi víðast hvar verið að verki. Flokkurinn eigi möguleika á ágætu fylgi í þingkosningum í haust, ekki síst i ljósi hins glæsilega sigurs í Reykjavík. Um það er þó ekkert unnt að fullyrða. Víða þarf flokkurinn vafalaust að taka veru- lega á til að treysta stöðu sína í þingkosningum. En það eru önnur atriði en framreikningur á kosn- ingatölunum frá því á laugardag- inn, sem hljóta að ráða því, hvenær skynsamlegast sé að ganga til þing- kosninga. Er líklegt, að í því efni staldri menn helst við framgang efnahagsmála, gerð fjárlaga og kjaramálin. Það þarf atbeina forsætisráð- herra, þ.e. formanns Framsóknar- flokksins, til að Alþingi verði rofið og efnt til kosninga. Hins vegar er ósennilegt, að framsóknarmenn kjósi að halda sjálfstæðismönnum sem gíslum í ríkissljóminni, ef þeir vilja á annað borð fara úr henni. Við slíkar aðstæður verður kosning- um naumast afstýrt, því trauðla verður unnt að mynda aðra þing- lega stjórn. Það á svo eftir að koma í ljós, hvort þetta gengur eftir, og með hvaða hætti það gerist þá. Ágreiningur milli flokkanna um ýmis mál er þegar fyrir hendi, svo í því efni þarf ekki að seilast langt. Hins vegar má ímynda sér, að ný deiluefni eða ný erfið úrlausnarefni komi upp í sumar, sem hrundið gætu skriðunni af stað. Ég hef þá t.d. f huga þær aðstæður, að nýir kjarasamningar bæjarfélaga, er lúta stjóm alþýðuflokks- og al- þýðubandalagsmanna, stofni árangrí heildarkjarasamninganna frá því í mars í voða. Um það má hins vegar deila, hvort túlkun sjálfstæðismanna á kosningaúrslitunum sé rétt. Ekki er laust við, að skýringar framsókn- armanna hljómi öllu raunsærri. Þeir virðast t.d. telja, að ósigur Framsóknarflokksins víða um land megi rekja til óánægju með fisk- veiðistefnuna og efnahagsráðstaf- anir stjómvalda. Vel má vera, að kjósendur í sjávarplássum tengi kvótakerfið við Framsóknarflokk- inn, vegna þess að Halldór Ás- grím8son er sjávarútvegsráðherra. En varla kenna kjósendur fram- sóknarmönnum einum um að kaup- máttur launa hefur ekki hækkað meir en raun ber vitni? Gæti ekki verið, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að súpa seyðið af óánægju launþega, ekki síst ef ekki er nægilega vandað til framboðslista flokksins? Davíð Oddsson: Össur Skarphéðinsson: Þórarinn Eldjárn: Hefur áunnið sér traust fólks Stjórnmálamaður í einn sjón- Kusum einstakling, sem við langt út fyrir raðir Sjálfstæðis- flokksins. varpsþátt? treystum. Jón Baldvin Hannibalsson: Verður samstarf við Alþýðu- bandalagið ofan á? Sigur Daviðs í Reykjavík Úrslit borgarstjómarkosning- anna í Reykjavík em auðvitað sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en fyrst og fremst em þau mikill persónu- legur sigur fyrir Davíð Öddsson, borgarstjóra. Heita má, að kosn- ingabaráttan hafí snúist um per- sónu hans, þótt ég efi, að hann hafi sjálfúr kosið að svo yrði. Þetta birtist á ýmsan hátt, ekki sfst í máiflutningi vinstri flokkanna. Einnig má nefna hina merkilegu áskorun nokkurra rithöfunda og Sigurjón Pétursson: Niðurlægður af andstæðingum sínum í Alþýðubandalaginu. listamanna hér í blaðinu á föstudag í vikunni sem leið: „Við kjósum menn en ekki flokka. Við kjósum menn að verðleikum. Við ætlum að kjósa Davíð Oddsson borgarstjóra í Reykjavík." Ifyrirrennarar Davíðs, menn eins og Geir Hallgrímsson og Birgir ísleifur Gunnarsson, nutu vissuiega mikilla persónulegra vinsælda í borgarstjóratíð sinni. En ég held samt, að þeir hafi ekki verið í „miðpunkti" kosningabaráttunnar með sama hætti og Davfð nú, ef undan er skilin kosningabaráttan 1966, sem byggðistsvo til eingöngu Steingrímur Hermannsson: Þarf tíma til að átta sig. á persónu Geirs Hallgrímssonar hjá sjálfstæðismönnum. Nú voru það fjölmiðlar og ekki síst andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem drógu athyglina mest að Davíð Oddssyni; hinir síðamefndu í því skyni að ófrægja hann. Þeir Geir og Birgir urðu líklega ekki heldur fyrir jafri ósvffnum árásum á borgarstjóra- árum sínum og Davíð nú. I því sambandi má rifja upp hið mikla hrós, sem Birgir ísleifur hlaut frá Alþýðubandalagskonunni Guðrúnu Helgadóttur í kosningunum 1978, en hún skipaði baráttusætið á lista flokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.