Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1986 Afangastaður: Þórsmörk, landið helga eftir Sigurð Sigurðarson Mörgum er þannig farið, að þeim finnst sumarið ekki byijað nema að hafa komist inn í Þórsmörk. Og til eru þeir, sem eru ekki sáttir við tilveruna nema að komast að minnsta kosti tvisvar sinnum inn í Mörk að sumarlagi og helst einu sinni meðan vetur konungur ræður þar rílqum. SlRv'um tökum nær Þórsmörkin á hjörtum manna og þau tök eru eilff, því alltaf er eitt- hvað nýtt að sjá, landslagið er svo Ijölbreytt að mannsævin endist vart til að skoða hana alla. i hugum ferðafólks er Þórsmörk „landið helga". Þessi grein er ætluð fyrir alla, þá sem til þekkja og hina sem minna vita, jafnvel ekki neitt. Þórsmörkin er sem trúin, upphaf og endir alls í ferðalögum. Fjöl- margir hafa byrjað ferðalög um ísland á Þórsmerkurferð, þar hefur áhuginn vaknað, vegna þess að Þórsmörkin er öðru vísi, hún tekur vel á móti ferðalöngum, fagnar þeim og veitir þeim hlýju. Nú kann sá lesandinn að halda, sem ekki þekkir til staðhátta, að Mörkin sé eitthvað í líkingu við suðræna para- dís, þar sem alltaf er fagurt veður og landið skartar sínu fegursta, þar sem gróðurinn þekur landið allt frá Krossáraurum upp á fjallstinda. Svo er því miður ekki. Þórsmörkin er í raun ákaflega hijúf og ómótuð. Móbergsmyndanir setja mikinn svip á Mörkina, birkiskógurinn er sund- urlaus, þama er víða mikill upp- blástur og gróðureyðing, ekki síst vegna átroðnings ferðamanna. Annars er lífríkið þar ijölskrúð- ugt. Kuglalíf er fjölskrúðugt. Tófan sækir mikið í Þórsmörk. Fundist hafa um 170 tegundir háplantna á Þórsmerkursvæðinu auk Qölmargra annarra. Frægur er jurtasteinninn sem er nokkuð fyrir neðan Vala- hnúk. Á honum hafa fundist meira en 40 háplöntur og um 30 mosateg- undir og annað eins af fléttum og skófum. Þórsmörk hefur einna helst verið nýtt sem afréttur bænda í Fljóts- hlíð. Árið 1919 undirrituðu 40 bændur í Fljótshlíð áskorun til Skógræktar ríkisins þess efnis, að hún taki að sér vörslu Þórsmerkur og Almenninga, en gróður og skóg- ur í Mörkinni var þá í stórhættu vegna uppblásturs og ágangs sauð- fjár. Síðan. hefur Þórsmörk verið í umsjá skógræktarinnar. Mikið vantar þó upp á að skóg- ræktinni hafi tekist að halda sauðfé fyrir utan girðingamar. Fullyrða má að sauðfé valdi stórskemmdum á birkiskóginum á hveiju sumri. Varla er svo komið í Þórsmörk að ekki sjáist fleiri eða færri rollur á flandri um svæðið. hér hafa verið nefndar, eru erfiðar yfirferðar. Eðli þeirra vatna er falla frá jöklum að sumarlagi er þannig, að þau vaxa mikið gæti sólbráðar á jöklinum. Sólbráðin skilar sér yfir- leitt í ámar seinni part dags og á kvöldin. Þar af leiðir, að jökulár eru aðveldastar yfirferðar síðla nætur og fyrri hluta dags. Sólbráðin í jökulám getur verið svo mikil að ámar breyti farvegi sínum og verða þá ágætustu vöð að stórhættuleg- um gildrum. Þess vegna er brýnt að afla upplýsinga um vöð. Yfirleitt er flestum bílum fært inn á Jökullóni. Þangað er þó ekki greiður vegur, frekar er hann grýtt- ur og nokkrir smálækir og pollar te§a for. Inn að Jökullóni eru um 12 km og er þar leiðin inn I Mörk hálfnuð. Síðari hluta leiðarinnar er varhugavert að aka á öðrum bflum en með fjórhjóladrifi. Landslagið Einkenni landslagsins í Þórsmörk og Goðalandi eru hæðir og fjöll umhverfis Krossáraura. Líklegt er að landið hafi myndast við gos undir ísaldaijökli. Frá því að ísöld lauk hafa roföflin, vatn, frost, hiti og vindar, mótað landið í furðulegustu kynjamyndir. Hæstu fjöllin á þessum slóðum eru Rjúpnafell og Útigönguhöfði. Af öðmm Qöllum má nefna Vala- hnúk, Réttarfell, Tindfjöllin og fleiri. Á þessi flöll liggja meðal annars gönguleiðir. Helstu tjaldsvæðin em í Húsadal, Langadal og Básum í Goðalandi. Víðar er þó tjaldað, s.s. í Slyppu- gili. Nauðsynlegt er að gestir í Þórs- mörk hafi samband við umsjónar- fólk tjaldsvæðanna áður en að tjald- að er. í Langadal ræður Ferðafélag íslands ríkjum. Þar er stór og vist- Ár og akvegur Sú Þórsmörk sem ferðamenn þekkja í dag er í raun Þórsmörk og Goðaland. Á milli skilur Krossá, jökulfljót, sem kemur úr Mýrdals- jökli. Krossáin er í raun miðja Þórs- merkur, lifandi Iandamæri sem tefja ferðir. Hvanná er lítil á sem kemur úr Eyjafjallajökli. Hún getur stund- um orðið að milu skaðræðisfljóti, rétt eins og Krossá. Þessar tvær ár loka af Goðaland. Aðrar ár, sem reynst geta erfiðar em Stakkáin og Jökulsáin úr Jökullóninu, við Falljökul. Að öðm jöfnu em það ekki nema Jökuláin og Krossáin sem em farartálmar. Það er ekki Myndin er tekin af Búðarhamrí og er horft inn að Jökli. Þama er nema í rigningartíð að aðrar ár, sem land sem er fáir hafa faríð um enda tveggja tíma gangurþangað. Horft í vestur frá Réttarfelli. Fyrír neðan er mynni Hvanngils. Staki kletturínn út á miðjum aurunum er Stakkur. Vinstra megin heitir einu nafni Stakksholt og hægra megin sér út Merkurranann. Myndin er tekin af Búðarharmrí og er horft í vestur niður eftir Krossáraurum. legur skáli, Skagfjörðsskáli. Ferða- félagið Útivist ræður ríkjum í Bás- um og eiga tjaldgestir að hafa samráð við skálaverði um tjaldstað. Gamlar sagnir í Landnámubók segir svo um Þórsmörk: „Ásbjöm Reyrketilsson ok Stein- fiður, bróðir hans, námu land yfir ofan Krossá fyrir austan Fljót. Steinfíður bjó á Steinfinnsstöðum, og er ekki manna frá honum komið. Asbjöm helgaði landnám sitt Þór og kallaði Þórsmörk." Talið er að Steinfíður hafi búið inni á Almenningum, en í Þórsmörk hafí verið þijú býli. Ámi Magnússon getur um það í Jarðarbók sinni frá því 1709 að bær í Þórsmörk hafí heitið Þuríðarstaðir. Það er mál manna að í Húsadal hafi fyrr á tímum staðið bær, enda líklegt að dalurinn hafi alla tíð verið búsældarlegur. Þá er þess að geta, að í Njálssögu er getið um þijá bæi inni í Þórsmörk og bjó þar m.a. Bjöm nokkur sem frægur er orðinn. í Njálssögu segir svo: „Kári reið nú vestur fyrir Selja- landsmúla og upp með Markarfijóti Kvöldsólin gyllir tjaldsvseðið i Langadal. og svo upp í ÞÍórsmörk. Þar eru þrír bæir, er í Mörk heita allir. Á miðbænum bjó sá maður, er Bjöm hét og var kallaður Bjöm hvíti. Hann var Kaðalsson Bjálfasonar. Bjálfi hafði verið leysingi Ásgerðar, móður Njáls, og Holta-Þóris. Bjöm átti þá konu, er Valgeiöur hét. Hún var Þorbrandsdóttir Ásbrandsson- ar. Móðir hennar hét Guðlaug. Hún var systir Hámundar, föður Gunn- ars aið Hlíðarenda. Hún var gefin til flár Bimi, og unni hún honum ekki mikið, en þó áttu þau böm saman. Þau áttu gnótt í búi. Bjöm var maður sjálfhælinn, en húsfreyju hans þótti það illt. Hann var skyggn og skjótur á fæti. Þangað kom Kári til gistingar, og tóku þau við honum báðum höndum. Hún er nokkuð fyndin frásögnin í Njálu af gorti Bjöms. Þó að það skipti ekki miklu máli fyrir þessa grein eru hér færð orðaskipti Bjöms og húsfreyju eftir að Kári hefur óskað eftir liðsinni hans. „Hvorki frý ég mér, — segir Bjöm, — skyggnleiks né áræðis eða nokkurrar karlmennsku. En því mun þú hingað kominn, að nú mun fokið í öll skjól, en við áskomn þína, Kári, — segir Bjöm, — þá skal ekki gera þig líkan hversdagsmönnum. Skal ég vfst verða þér að liði öllu, því sem þú beiðir. — Húsfreyja hans mælti: „Tröll hafi þitt hól, — sagði hún, — og skrum, og skyldir þú eigi mæla ykkur tál báðum og hégóma í þessu. En gjama vil ég veita Kára mat og aðra góða hluti, þá er ég veit, að honum má gagn að verða. En á harðræði Bjamar skalt þú ekki treysta, því að ég uggi, að þér verði að öðru en hann segir. — Bjöm mælti: „Oft hefur þú veitt mér ámæli, en ég treysti svo vel, að ég mun fyrir engum á hæl hopa. Er hér raun til, að því leita fáir á mig, að engir þora.“ Ymsir draga í efa sannleiksgildi Njálssögu um Þórsmörk. Bent er á að þar hafi landkostir verið frekar litlir fyrir þijá bæi. Hugsanlega eigi höfundur við þá bæi sem í dag nefnast Syðstamörk, Miðmörk og Stóramörk, en þeir eru skammt frá Markarfljótsbrú og jafnvel gætu þeir hafa verið þar allt frá tímum Njálssögu. Sæmundur Ögmundsson, faðir Fjölnismannsins Tómasar, bjó ásamt annarri fjölskyldu í Húsadal í eitt ár. Fæddist bam í Þórsmörk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.