Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986 25 engsl- ópu ar fyrir tilstyrk sameinaðrar Vest- ur-Evrópu, sem sé nægilega öflug til að sanna sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum. Þetta sé eina leiðin til að Vestur-Evrópa öðlist nauðsyn- lega tiltrú Sovétmanna. Verkamannaflokkurinn telur sem sé, að Noregur eigi að tengjast sterkri og sameinaðri Vestur- Evrópu. Flokkurinn vill stuðla að endurlífgun Vestur-Evrópusam- bandsins og ættu öll evrópsk NATO-ríki aðild að því. Einnig álít- ur flokkurinn, að ríki Vestur- Evrópu skuli axla meiri ábyrgð en nú á eigin vömum, þó helst ekki með of ögrandi hætti. En Verka- mannaflokkurinn fylgir engri upp- gjafarstefnu: Noregur er eitt fárra ríkja innan NATO, sem hefur staðið við þá skuldbindingu að auka fram- lög til vamarmála um 3% á ári. Þessari stefnu hyggst Verka- mannaflokkurinn fylgja áfram. Noregnr og EB Efnahags- og menningarleg rök hníga einnig að auknum samskipt- um Norðmanna og rílqa Vestur- Evrópu. I lok maímánaðar var stigið stórt skref í átt tii aukinnar efna- hagssamvinnu, þegar norska ríkis- fyrirtækið Statoil og vestur-þýska stórfyrirtækið Ruhrgas gerðu með sér samning til 20 ára um sölu á gasi úr Norðursjó, sem dreift verður um gasnetið á meginlandi Evrópu. Norðmenn hafa því skuldbundið sig til að selja ríkjum Evrópubanda- lagsins mikilvæga orku fram á næstu öld. Þetta hefur leitt til þess, að ríki EB hafa fengið mun meiri áhuga á Noregi en áður. Rökrétt væri, að þessi stefna leiddi til þess, að Norðmenn segðu sig úr Fríverslunarsamtökum Evr- ópu (EFTA) og gerðust aðilar að Evrópubandalaginu. Bandalagið ætti ekki að vera andvígt því. Andstaðan er meðal norsku þjóðar- innar. Árið 1972 gengu Norðmenn til þjóðaratkvæðagreiðslu um inn- göngu í EB. Ráðamenn í Noregi svo og flest öll blöðin mæltu með aðild. Þegar þjóðin lagðist hins vegar gegn henni, kom sá dómur stjóm- málamönnum óþægilega á óvart. Þangað til nýlega hafa stjómmála- menn forðast að nefna EB á nafn. Enn er málum þannig háttað, að enginn málsmetandi stjómmála- maður treystir sér til að hreyfa málinu í Stórþinginu. Þetta er mikill veikleiki í utanríkisstefnu V erkamannaflokksins. Innan Verkamannaflokksins ríkir nú meiri eining um þetta mál en þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram fyrir 14 ámm. Breytt afstaða er einkum áberandi meðal þeirra, sem em í vinstri armi flokksins. Því gagnrýnni sem vinstrisinnar em á Bandaríkjamenn því jákvæðari verða þeir gagnvart Evrópu. Þessi staðreynd veldur því aftur á móti, að efasemdir sælq'a á gamla tals- menn EB-aðildar meðal borgara- flokkanna. Síðasta árið, sem stjóm Káre Willoch sat að völdum, var oft tekist harkalega á um stefnuna í öryggismálum. í Stórþinginu hefði getað myndast „dönsk“ staða, ef ríkisstjómin hefði lent í minnihluta. Ríkisstjóm Gro Harlem Bmndtland stefnir að því að skapa þjóðarein- ingu um nýjan gmndvöll stefnunnar í öryggismálum. Margt bendir til að þetta takist. Róttækra breytinga er því ekki að vænta, en þegar til lengdar lætur kunna þær að reynast mikilvægar: Noregur hætti að vera „atlantískur" ogverði „evrópískur". Noregur er mikilvægt viðskipta- land Svía; öryggishagsmunir land- anna fara saman. Við verðum að reikna með því, að Noregur gerist aðildarríki EB. Norskir jafnaðar- menn vilja gjaman, að Svíar fylgi þeim inn í Evrópubandalagið. Höfundur er fyrrum forstfóri Sæasku utanríkisstofnunarinn- ar. Hann sinnir nú rannsóknum og ritstörfum. hefst handa um undirbúning. Með klækjum og prettum tekst honum að fyrirkoma kóngi. En þar með er mæða yfírforingjans ekki á enda, ýmsir gera tilkall til launa fyrir stuðninginn og ungur frændi drottningar kemur fram á sjónarsviðið og bijótast nú út hin harðvítugustu átök. Danski hópurinn flutti þetta af miklu fjöri og léttleika. Húm- orinn leyndi sér ekki og góð og einföld gervi, sniðugar brúður og ágæt leiktjöld gerðu þetta að skemmtilegri sýningu. Tónlist- arvalið var útreiknað og féll út af fyrir sig ágætlega að því sem var að gerast, en á hinn bóginn er ósköp snautlegt af Dönum að hafa nánast einvörðungu slagara með enskum texta. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Kristján Jónsson Eþíópískir flóttamenn milli tveggja elda EÞÍÓPÍSKIR flóttamenn í Sómalíu eru nú taldir vera meira en 700 þúsund. Flestir eru þeir náskyldir Sómalíumönnum, en síðan í nóvember á síðasta ári hafa streymt til landsins Oromo-menn, sem einnig nefnast Galla-menn, en þeir eru af öðrum stofni. Stjórnvöld reyna nú að sporna við flóttamannastraumnum, en fólkið segist flýja heimaland sitt vegna trúarbragðaofsókna stjórnarinnar í Eþíópíu og þvingunarráðstafana af ýmsu tagi. Ennfremur heyrast sögur af miklum hrottaskap stjómarher- manna i landinu. Eþíópíumenn eru ein fátæk- asta þjóð í heimi samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna og fátæktin fer enn vaxandi. Herfor- ingjar, hallir undir Sovétstjómina, sem stjómað hafa landinu undan- farinn áratug, hafa ekki verið færir um að betja niður uppreisnir ýmissa ættflokka í landinu, þrátt fyrir mikla sovéska hernaðarað- stoð. Keisarastjóm Haile Selassie arfleiddi þá einnig að uppreisn Eritreumanna, sem lengi hafa barist fyrir sjálfstæði sínu. Þurrkamir miklu í landinu 1984—1985 og hungursneyðin, sem fylgdi í kjölfarið, urðu til að beina sjónum heimsins að landinu. Stjómin var ásökuð um að bera að nokkm leyti sök á hungurs- neyðinni með fjáraustri í hemað- arbrölt, og þegar sannað þótti, að nauðungarflutningar stjóm- valda á 600 þúsund manns frá ofijóum þurrkasvæðum til skárri landsvæða hefðu kostað tugi þús- unda lífíð, harðnaði gagnrýnin mjög. Ekki bætti úr skák, að stjómin eyddi stórfé í viskíkaup í Englandi, meðan landslýður svalt. Herforingjastjómin, undir for- ystu Mengistu ofursta, svaraði gagnrýninni fullum hálsi og sagði ,að enginn hefði bent á betri úr- ræði en flutningana. Fólkið hefði vart getað fengið vestræna mat- vælaaðstoð til eilífðar og óhjá- kvæmilegt væri, að einhveijir misstu lífið við björgunina frá hungursvæðunum. Þrátt fyrir fjármagnsskort vinna stjómvöld nú að áætlun um að flytja meira en 30 milljónir bændafólks í landinu í ný þorp, sem stundum em marga kfló- metra frá fyrri heimkynnum þess. Þótt aðstæður séu að mörgu leyti betri í nýju þorpunum og yfirvöld segist aldrei þvinga fólk til að flytja, hefur áætlunin sætt harðri gagnrýni. Bandarískir og sænskir sér- fræðingar telja, að flaustur og óhjákvæmileg mannréttindabrot samfara áætluninni, geti leitt til nýrra hörmunga fyrir þjóðina, í þetta sinn af mannavöldum. Sumir þeirra telja, að áætlunin sé aðeins undanfari stórfellds samyrkjubúskapar að sovéskri fyrirmynd. Það hljóti að enda með skelfingu, að ætla að umbylta mörg hundmð ára bændasam- félagi á nokkmm ámm. Mannréttindabrot Frásagnir flóttamanna í búðúm í Sómalíu renna stoðum undir ásakanir um mannréttindabrot. Fréttamaður Associated Press- fréttastofunnar ræddi fyrir skömmu við nokkra Oromo-menn í Tug Wajale-búðunum, sem em um sjö kílómetra frá eþíópísku landamæmnum. Abdul Karim Numed sagði, að eþíópískir stjómarhermenn hefðu drepið frænda sinn, þegar hann reyndi að hindra þá í að rífa niður kofa fjölskyldunnar. Einnig hefðu hermennimir drepið tugi manna, þ. á m. þijú börn í heimaþorpi hans, Awaraja i Gursum-héraði, sem er í austurhluta landsins. í skýrslu óháðra, bandarískra samtaka sem fást við þróunarmál, segir, að í áróðri eþíópískra stjóm- valda fyrir nýju þorpunum sé lögð áhersla á, að allt sé sameign og undir forsjá ríkisins. Jafnvel böm- in teljist nú sameign þjóðarinnar og sum þeirra séu tekin með valdi frá foreldrum sínum. Einnig segir í skýrslunni, að byltingarliðar stjómarinnar taki stundum kvenfólk nauðugt og vitni þá til slagorðanna „allt er sameign". Eiginmaður Nafesu Mumed, sem nýkominn var til búðanna, hafði flúið heimili sitt í Komb- ulcha-héraði, eftir að yfirvöld höfðu tekið jörð hans eignamámi. Nafesa lýsti því, hvemig bylting- arliðar hefðu margsinnis svívirt að skipuleggja dreifingu þeirra. Forstöðumaður búðanna , Sómal- íumaðurinn Hussein Kassim , stöðvaði dreifinguna í síðasta mánuði og bar við ólátum flótta- manna , sem reyndu að hrifsa til sín af birgðunum. Hann sagðist vona, að búið yrði að sjá öllu fólk- inu fyrir tjöldum í næstu viku. David Jamieson ,stjómandi neyðarhjálpar á vegum Samein- uðu þjóðanna í héraðinu segir ljóst , að spilling af ýmsu tagi þrífist í tengslum við flóttamannabúðir. Til séu þeir , sem komist yfir mikið magn matarmiða úr búðum víða í landinu og hagnist vel á að selja þá nauðstöddum. Kassim neitar að kannast við nokkra spillingu, en segist ekki geta bannað fólkinu að selja matarmiðana sína. Fólkinu sé ekki látinn í té fatnaður og fleiri nauðsynjar og því sé eðlilegt, að það reyni að bjarga sér upp á eigin spýtur. Hann viðurkennir, að nokkuð hafi verið um þjófnaði á tjöldum, en þjófar og svikahrapp- ar séu alls staðar til. Læknar og hjúkrunarfræðing- Hermenn úr liði Eþíópíustjórnar eru oft illa búnir vopnum, enda þótt hernaðaraðstoð Sovétmanna við landið sé mikil. hana og aðrar konur í þorpinu. Tahir Ali frá Talal-héraði sagði stjórnarhermenn hafa handtekið prestinn (múllann) í þorpi hans og hótað fólki fangelsi, ef það færi með bænir, jafnvel í heima- húsum. Talsmenn Eþíópíustjómar neita öllum ásökunum um illvirki og segja slíkar frásagnir uppspuna. Mengistu ofursti segir áætlunina um nýju þorpin vera framkvæmda að ósk bændanna sjálfra. Reynt að stugga við flóttafólki Tug Wajale-búðimar vom uppmnalega byggðar til að hýsa til bráðabirgða tvö þúsund manns. Straumur Oromo-manna undan- fama sex mánuði til búðanna veldur því, að þar búa nú að minnsta kosti 40 þúsund manns við ömurlegar aðstæður. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í búðunum, Marion Roche, segir bamadauða mikinn í búðunum og fara vaxandi vegna næringar- skorts, sem sífellt verði algengari. Matarskammtur á einstakling hafí nýlega verið minnkaður í aðeins 1.300 kílókaloríur. Ástæð- an var seinkun tveggja skipa, sem fluttu matvæli. Næringarskortur veldur þvf, að böm deyja af völd- um tiltölulega saklausra sjúk- dóma eins og mislinga. Stór hluti flóttafólksins býr í kofaræksnum, stundum aðeins mittisháum. Sums staðar hefur verið reynt að þétta veggina með plastbútum og pokadruslum. Milli kofanna hrúgast upp dýra- og mannasaur. Til eru birgðir af tjöldum í búð- unum, en erfiðlega hefur gengið ar, sem starfa fyrir óhaðar hjálp- arstofnanir í búðunum, álíta, að togstreita milli annars vegar full- trúa Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna og flóttamanna- nefndar Sómalíustjórnar hins vegar eigi mikla sök á skipulags- leysinu og þar með að nokkru leyti þrengingum flóttafólksins. Sómalíustjóm hefur ekki amast við flóttamönnum fra' Eþíópíu fram til þessa, enda hafa þeir langflestir verið af sama kynstofni og þær fimm miljónir, sem landið byggja. Omoro-menn eru hins vegar óskyldir þeim, tala annað tungumál og hafa aðra búskapar- hætti. Hefur getum verið að því leitt, að stjómin vilji gera sem minnst til að hvetja fleiri Eþíópíu- menn til flótta, enda næg vanda- málin fyrir í þessu bláfátæka landi. Fyrir utan flóttamannamál- ið má nefna, að enn hafa ekki verið gerðir formlegir friðarsamn- ingar milli Sómalíu og Eþíópíu eftir landamærastríð, sem í reynd lauk 1978. Fréttamenn spurðu nýlega upplýsingamálaráðherra landsins, Omar Jess, hvort stefna ríkisins í málefnum flóttafólksins ætti sök á aukinni dánartíðni á meðal þess. Hann sagði stjómvöld vona, að þegar flóttamenn kynntust hinu skelfilega ástandi í búðunum, snem þeir aftur til heimaiands síns; þetta yrði til þess, að telja hugsanlegum flóttamönnum hug- hvarf. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu neita talsmenn ríkisstjórnarinnar, að stefnunni í þessum málum hafí verið breytt. (Heimildir: AP, Newsweek, Africa South of thc Sahara o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.