Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ1986 Landsmót lúðrasveita Tónlist Jón Asgeirsson Tólfta landsmót lúðrasveita var haldið í Reykjavík um síðustu helgi og komu til mótsins tugur lúðra- sveita víðsvegar af landinu. Gest- gjafar mótsins voru Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins. Landsmótið hófst með því að lúðra- sveitir léku víðs vegar í bænum og síðan voru tónleikar í Langholts- kirkju. Flutt var meðal annars svíta nr. 2 eftir Gustav Holst auk annarra hefðbundinna lúðrasveitarverka. Einn íslenskur mars var fluttur á þessum tónleikum, eftir Arna Bjömsson, sem var einn af ármönn- um í gerð lúðrasveitartónlistar. Stjómendur á þessum tónleikum vom „gestgjafastjómendnimr" þeir Ellert Karlsson og Kjartan Óskars- son. Á seinni tónleikum landsmótsins léku tíu lúðrasveitir. Lúðrasveitin Syanurinn, undir stjóm Kjartans Óskarssonar, hóf tónleikana en síðan lék Lúðrasveit verkalýðsins undir stjóm Eilerts Karlssonar. Landsbyggðalúðrasveit- imar vom frá Akureyri, Akranesi, Selfossi og Vestmannaeyjum og svo gestir mótsins, eins og þeir em til- greindir í efnisskrá, frá Homafirði, Kópavogi, Lúðrasveit Reykjavíkur og önnur sveit frá Akureyri, þ.e. Lúðrasveit Tónlistarskóla Akur- eyrar. Stjómendur aðrir en þeir sem tilgreindir hafa verið, vom Atli Guðlaugsson, Láms Sighvatsson, Ásgeir Sigurðsson, Hjálmar Guðna- son, Gunnlaugur Þ. Höskuldsson, Bjöm Guðjónsson, Stefán Þ. Step- hensen og EMward J. Frederiksen. Undirritaður hefur frá 1953 verið þátttakandi í og fylgst með starfí lúðrasveita og er greinilegt að í starfsemi slíkra stofnana hefur á undanfömum ámm verið lögð mikil áhersla á menntun félaganna. Trú- lega hafa bamalúðrasveitimar, sem starfa víða úti á landi átt þátt í að byggja upp vandaðan gmnn kunn- áttu. Líklega er þetta mót jafnbetra en oft áður. Væri fróðlegt að fá vitneskju um hversu margir leggja stund á lúðrablástur í landinu. Margar af sveitunum em býsna góð- ar og hafa þegar unnið sé nafn fyrir ágætan leik, lúðrasveitir eins og Homaflokkur Kópavogs undir stjóm Bjöms Guðjónssonar, Svanurinn og Verkalýðurinn og Lúðrasveit Reykjavíkur, þó hún sé ekki skemmtileg áheymar, af hveiju svo sem það stafar. Lúðrasveit Akur- eyrar undir stjóm Atla Guðlaugsson- ar lék margt nokkuð fallega og sömuleiðis Lúðrasveit Tónlistarskól- ans á Akureyri undir stjóm Edward J. Frederiksen, sem kom á óvart fyrir fágaðan og hljómfagran leik. Oryggi kemur með aukinni þjálfun, sem stutt er við af góðum og kunn- áttusömum kennara. Ein sveit, Lúðrasveit Homafjarðar, hafði á sér nokkuð sérstakan svip og minnti í raun á gömlu djass-böndin, enda lék stjómandinn, Gunnlaugur Þ. Hösk- uldsson, sjálfur með á saxófón en af leik þeirra var ágæt tilbreytni. Það er athyglisvert að öll þau verk sem lúðrasveitimar léku einar sér vom erlend tónverk og það segir nokkuð til um það, að í starfsemi lúðrasveitanna er þama pottur brot- inn. Nokkuð er um það að stjómend- ur sveitanna raddsetji eða umriti (tvennt ólíkt) lög og tónverk fyrir lúðrasveitir, en það vantar frá þeirra hendi frumsamin verk. Þama er verk að vinna fyrir næsta landsmót og verk sem gæti orðið til góðs fyrir starfandi lúðrasveitir út um allt land. Hópur grænlensks íþróttafólks í heimsókn hjá Akurnesingum Akranesi. HÓPUR Grænlendinga heimsótti Akranes fyrr i þessum mánuði. Hér var á ferðinni 45 manna hópur íþróttafólks frá vinabæ Akra- ness á Grænlandi, Qaqortoq, eða Julianeháb eins og danskt nafn hans er. Alls komu um 130 Grænlendingar í þessari ferð og dvöldust þeir víðsvegar um landið. Fararstjóri hópsins var íslending- ur, Guðmundur Þorsteinsson, sem búið hefur á Grænlandi undanfarin ár ásamt grænlenskri eiginkonu sinni og bömum. Guðmundur hefur verið mjög ötull við að efla tengsl milli Islendinga og Grænlendinga og hefur um margra ára skeið haft milligöngu um ferðir Grænlendinga hingað til lands. Fréttaritari ræddi við Guðmund á dögunum og spurði hann fyrst hver væri aðdragandi að komu Grænlendinganna til Akraness. „Þetta kom þannig til í upphafí að ég athugaði möguleika á að fara með enn stærri hóp sem síðan gæti Alfa Romeo 33QV. Vél 105 DIN Hö. 0-100 km. 9,5 sek. Hámarkshraði 190 km/klst. DRAUMUR OkkarAllra N: ú getum viö loksins boöið þér upp á allar geröir Alfa Romeo Alfa 33 á ótrúlegu verði: Alfa 33 QV kr. Alfa 334x4 kr. 504.400.- kr. 514.500.' Innifaliö í veröi er m.a.: Rafdrifnar rúður, miöstýröar huröalæsingar (nema í Alfa 33 SL), veltistýri, litaö gler, fjarstilltir úti- speglar, upphituð framsæti, hreinsibún- aður á framljósum, bílbelti í fram- og aftur- sætum, 5 gíra gírkassi, „digital" klukka, snúningshraöamælir, niðurfellanlegt aftur- sæti (tvískipt), læst bensínlok, purrka og sprauta á afturrúöu (nema í Alfa 33 SL),og margt fleira. BILASYNING UM HELGINA. OPID KL. 13-17. JOFUR HF NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 dreifst á marga staði. Þegar lá fyrir að allt að 200 manns hefðu áhuga á íslandsferð, fór ég heim og samdi við Flugleiðir og ýmsa aðra, m.a. Akumesinga um móttöku á íþrótta- fólkinu. Nú erum við komin og krakkamir hafa svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þau vom nokkuð spennt áður en þau lögðu af stað og spurðu mikið um ísland, sum þekktu töluvert til landsins t.d. vissu þau mikið um íslenska knattspymu og þá sérstak- lega um Akranesliðið." Hvað kom þeim svo helst á óvart þegar þau vom komin til landsins? „Eg held þau séu öll sammála um það að mest hafí komið á óvart framkoma íslendinga í þeirra garð sem þeim fínnst mjög ólík því sem þau eiga að venjast hjá útlending- um. Hér þurfa þau ekki að koma sér í samband við fólk því fólkið kemur til þeirra. Eins fínnst þeim snyrtimennska almennings mikil. Þeim fínnst gaman að sjá fólk vinna í görðum sínum og eins að sjá að unglingar em allir að vinna. Já, þeim fmnst mikið til koma með móttökumar og þau em alltaf að tala um hve fólk sé vingjamlegt og þau dáðust af árangri íþróttafólks og aðstöðu þeirra." Guðmundur sagði að þau hjón hefðu búið á Grænlandi í þijú ár en bjuggu áður í Reykjavík. „Ég hef náttúmlega um langan tíma verið bundinn Grænlandi á ýmsan hátt. Meðan við hjónin bjuggum í Reykjavík tókum við á móti nær öllum Grænlendingum sem komu til íslands. Þegar við ákváðum að flytja til Grænlands, sögðu vinir og kunningjar að þetta væri ekki hægt en við ákváðum að slá til og eftir því sjáum við ekki. Vissulega sakn- ar maður fólks og eins íþróttanna á íslandi, sérstaklega landsleikja, en vinir mínir hjálpa mér við að fá úrslit leikjanna. A Grænlandi er gott að vera og mér hefur tekist vel að setja mig inn í líf þessa fólks. Launalega séð er einnig betra að vera á Grænlandi og við vinnum aldrei nema átta tíma á dag. Ég, sem verkamaður og mikill verka- lýðssinni og samningamaður hér á Islandi, skil ekki hvemig verkamað- ur hér fer að því að lifa af þeim launum sem í boði eru.“ Hvað um samstarf og samvinnu þessarra tveggja þjóða — hvað hafa Grænlendingar og íslendingar hvorir öðrum upp á að bjóða annað en vináttu? ,Grænlendingar geta sótt mikið til Islands, það ætti að gefa ungum Grænlendingum tækifæri á að kynnast og menntast á íslandi því þau geta lært mikið í uppbyggingu atvinnuveganna auk annars. Þessi hópur sem ég er með vill íþrótta- samstarf við Akranes og þessi fyrsta vinarbæjarheimsókn stað- festir það. Við teljum að Akumes- ingar gætu miðlað okkur af þekk- ingu sinni og frábærum árangri í íþróttum. Þá gætu íslendingar verið dug- legri að bjóða ýmislegt á Grænlandi, t.d. gætu íslensk fyrirtæki kynnt sig þar. Ég hef verið töluvert í því að kynna ýmsar vörur frá íslandi en til þess að það beri árangur verða menn að koma til Grænlands og kynna sér land og þjóð og hvað þeir hafa upp á að bjóða í stað þess að sitja inni á skrifstofu og hugsa málið. íslendingum er alltaf vel tekið í Grænlandi, en samböndin þarf að rækta," sagði Guðmundur að lokum. J.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.