Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 7

Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 7
MÓRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Enn einn stórlaxinn og stórg’anga STÓRVEIÐI er nú í Laxá í Aðal- dal og veldur mestu um, að stórganga hefur komið í ána með vaxandi straumi sem náði há- marki í fyrradag. Þá veiddust 29 laxar fyrir hádegi og yfir 30 stykki síðdegis á svæðum Laxár- félagsins og veiði var jafnframt góð á öðrum svæðum. I heild eru komnir um 1400 laxar á land úr ánni, þar af rúmlega 1100 af svæði Laxárfélagsins. Mikil fluguveiði hefur verið í uppánni síðustu daga, oft mokveiði á Laxárvísu og hefur Laxá Blue Þórðar Péturssonar stundum verið sú eina sem gefið hefur að ráði. Á hana veiddi Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri t.d. 23 punda hæng við Nyrðri Hagabakka á sunnudaginn. Var það löng og ströng viðureign, enda staðurinn sérstaklega erflður fluguveiðimönnum og tvívegis mun Jóhannes hafa orðið að vaða langar leiðir á erfiðum botni til að losa línuna úr festum sem laxinn hafði ratað með hana í. Að sögn kunnugra, hefur bæði stór og smár fískur verið að ganga að undanfömu og nokkrir verulegir boltar hafa sést en ekki gefíð sig enn sem komið er. í Stórafossi hef- ur einn til dæmis haldið sig og verið lýst á þá lund að hann „sé eins og maður! Leiðrétting-... Vegna þess að Jóhannes Nordal bar á góma er rétt að geta þess, að veiðisaga af honum frá Svart- höfða sem birtist í blaðinu fyrir SÁ stóri úr Langá, Bill Simmers heldur á 22 punda hæng sínum og honum tU aðstoðar er Rut Guðmundsdóttir, ráðskona i veiðihúsinu við Stangarhyl. nokkru undir yfirskriftinni „Eru þeir að fá’ann?" var heldur betur röng. Jóhannes var alls ekki að veiðum við Svarthöfða og tíðinda- maður Morgunblaðsins ruglaði saman Seðlabankastjórum... Er Jóhannes beðinn velvirðingar á mis- tökunum. Um þúsund úr Blöndu Stórgóð veiði hefur verið í Blöndu í sumar og hrein uppgripaveiði suma daga, jöfn og góð aðra. Hátt í þúsund laxar eru komnir á land og er það besta veiðin í Blöndu í þó nokkur ár miðað við tíma. Fyrir fáeinum dögum veiddi Ólafur Isleifsson þann stærsta úr ánni til þessa, enn einn stórlaxinn, 24 punda físk, en nokkrir fískar um ogyfír 20 pund hafa einnig veiðst. I Svartá er nú veiðin að verða spennandi, tölur höfum við ekki, hins vegar fréttir þess eðlis að lax- inn sé farinn að ganga í ána af krafti og veiðast í hlutfalli við það. Líflegt í Breiðdalsá Um 40 laxar hafa veiðst í Breið- dalsá það sem af er og telst afar gott miðað við heldur slappa ástundun og svo byijaði veiðin ekki fyrr en um síðustu mánaðamót. Eitt magra árið veiddust aðeins 4 laxar í ánni og segir það alla sög- una um að áin er að koma upp á ný. Talsvert er sagt af físki í Breið- dalsá og silungsveiði er einnig með betra móti. Glæðist aftur í Leirvogsá Um 80 laxar voru komnir á land úr Leirvogsá í fyrradag og þá veidd- ust 3 laxar í ánni. Ekki kannski mikið á Leirvogsárvísu, en veiði- menn lentu í slagviðri og veiddu fískana alla í Gijótunum og voru þeir allir lúsugir. Var að sjá nokkuð af göngulaxi á ferð, enda stærsti straumur þann daginn. Fyrir voru nokkrir fískar á víð og dreif, en með nýrri göngu ætti veiðin að glæðast á ný. 16 punda lax veidd- ist í Ketilhyl í síðustu viku og er ekki ólíklegt að þar hafi verið á ferðinni „20-pundarinn“ sem menn sáu í Birgishyl í upphafí veiðitím- ans. Nokkrir 10—14 punda fiskar hafa einnig veiðst, fleiri heldur en almennt gerist í Leirvogsá. í fyrra- dag voru svo 7 og 9 punda fískar í aflanum og fleiri í sama stærðar- flokki sáust á göngu. Norðurá góð Nú eru komnir yfír þúsund laxar á land úr Norðurá, reyndar um 1100 laxar og er það næstum jafn mikil veiði og allt síðasta sumar. 7 Hvert hollið af öðru hefur rofíð 100 laxa múrinn og fískur er um aila á. í „Norðurá 1“ höfðu veiðst um 1000 laxar, en „Norðurá 2“, sem er Munaðames, Stekkur og áin ofan Króksfoss hafði gefið 100 laxa. Lax er farinn að sjást og veiðast á síðastnefnda svæðinu. Enn er 20 punda hængur Sigmars Jónssonar stærsti lax sumarsins. Þessi glœsilegi vagn er til sölu Alfa Romeo GTV 2000. Ekinn 63000 km. aðallega erlendis. Upplýsingar í síma 22345 eftir kl. 19.00 í kvöld og næstu kvöld. Bifreiðin er til sýnis í Saab umboðinu Töggur hf. NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00 I FARARBRODDI MEÐ SKEMMTIKRAFTA A HEIMS MÆLIKVARÐA OG NU ERU ÞAÐ HINIR EINU OG SÖNNU sem var fyrsta bítlahljómsveitin frá Liverpool sem komst í efsta sæti breska vinsældalistans (á undan Bítlunum) og varð um leið geysivinsæl hér á landi líka. Eflaust muna flestir eftir lög- unum þeirra eins og How do you do it, I like it, You’ll nev- er walk alone, l’m the one, It’s gonna be alright o.fl. o.fl. Öll komust þessi lög á topp- inn í Bretlandi og á íslandi og víðar og víðar. Gerry and the Pacemakers eru í toppformi eins og þeir voru í byrjun tónlistarferils síns og munu svo sannar- lega skemmta gestum í veitingahúsinu Broadway dagana 25. og 26. júlí nk. föstudags- og laugardags- kvöld n.k. Vinsamlegast tryggið ykkur miða og borð tímanlega í síma 77500 nom Staðurinn sem hittir í mark QFSttisgðtu 13, slmi 14099.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.