Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986 Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband. Frábærhönnun, afloghraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Niöurstööur neytendablaöa á tölvumarkaði eru á einn veg: -A very good price for a complete system. tape recorder included, good graphics and sound A very good buy.“ Computar Choic*. september 1984. .Extremly good value for money“ Computmg Today, oktober 1984 Verð aðeins 26.980 kr. stgr. Umboðsmenn úti á landi: Akranes: Bókaskemman, Akureyri: Bókabóöin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetn- inga, Djúpavogl: Verslunin Djúpið, Grtndsvik: Bókabúð Grindavíkur, Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfirðinga, Bókaverslun Þörarins Stef., isafjörð- un Hljómborg, Keflavfk: Bðkabúð Keflavíkur, Vostmannaeyjar: Videó- leiga GS, Saftjamamas: Verzi. Hua- föng. Sðluumboð f Reykjavfk: [j^Braga Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122 Lækjargata 2, s: 621133 TÖLVULAND H/F YJazzballettskóli KRISTÍIMAR 12 vikna námskeið byrjar mánudaginn 15. september í Sigtúni 20 (íþróttahús Ár- manns) fyrir börn frá 7 ára aldri og unglinga Hressandi tímar fyrir konur einu sinni og tvisvar í viku Góð sturtu- og búningsaðstaða Innritun í síma 39160 eftir kiukkan 17.30 öll kvöld BrVndis AF ERLENDUM VETTVANGI eftir WILLIAM SCOBIE Otti veldur aðgerð- um gegn alnæmi SAMKVÆMT tillögu sem lögð verður fyrir kjósendur í Kali- forníu þegar þeir ganga að kjörborðinu nú í nóvember geta þúsundir alnæmissjúklinga í Bandaríkjunum átt á hættu að verða einangraðir, settir í sóttkví, útilokaðir frá skólum, veitingahúsum og öðrum opinberum stöðum, og þeir jafnvel merktir með húð- flúri tii að þekkjast betur úr fjöldanum. á fyrstu árum áttunda áratugar- ins var hann einn þekktasti leikmaður landsins. Frá því sjúk- dómurinn greindist í honum fyrir ári hefur hann létzt úr 95 í 63'/2 kíló. Nú er honum haldið við með Kynhvarfir Bandarikjamenn óttast algjöra útskúfun etta vekur upp ógnir fanga- búða fyrir alnæmissjúkl- inga,“ segir Bruce Decker, formaður sérstakrar nefndar Kali- forníuríkis, sem annast ráðgjöf varðandi þennan banvæna sjúk- dóm. „En það er einmitt þar sem flytjendur þessarar hörmulegu til- lögu vilja hafa þá.“ Tillagan gengur undir nafninu Prop 64 (Proposition 64) og hún hefur verið tekin með á kjörseðil- inn í Kalifomíu fyrir þing- og embættismannakosningamar í Bandaríkjunum í nóvember. Eru það öfgasinnuð samtök hægri- manna undir forystu Lyndons LaRouche sem hafa komið því til leiðar að kjósendur verða látnir ákveða hvort tillagan kemur til framkvæmda. Verður þetta víðtækasta könnun sem gerð hef- ur verið á skoðunum almennings varðandi þennan faraldur, og verði tillagan samþykkt má búast við að önnur ríki Bandaríkjanna grípi til svipaðra aðgerða. Og — þrátt fyrir að svo til allir fremstu stjómmálamenn og lækn- ar í Kalifomíu hafi fordæmt tillöguna — er það meira en hugs- anlegt að Prop 64 verði samþykkt. Aðdáendur LaRouche léku sér að því að safna 683.576 undirskrift- um undir áskomn um að setja tillöguna á kjörseðilinn — eða rúmlega 70% fleiri undirskriftum en til þurfti til að koma tillögunni að. Decker, sem er stjórnmálaráð- gjafl og hefur tekið að sér skipu- lagningu fjársöfnunar til að berjast gegn samþykkt tillögunn- ar, segir að í skoðanakönnun í ágústlok hafi komið fram að hefðu kosningar um tillöguna farið fram þá, hefðu tveir af hverjum þremur kjósendum samþykkt hana. Fjár- öflunamefnd hans, sem nefnir sig „No on 64 — Stop LaRouche“, ætlar að reyna að safna 5 milljón- um dollara til að nota í baráttunni gegn Prop 64. Sá sem samdi Prop 64 heitir Brian Lantz. Hann hefur lengi verið fylgismaður LaRouche og er formaður nefndar er kallar sig „Prevent Aids Now Initiative Committee", skammstafað PANIC. Lantz segir að Prop 64 muni aðeins „veita embættis- mönnum heilbrigðisþjónustunnar þau völd sem þeir þurfa til að ráða við þennan faraldur". Hann segir að menn geri sér ekki grein fyrir því hve auðvelt sé að smit- ast af alnæmi — „að þeir geta fengið smit með skordýrabiti, eða við snertingu . . . það ríkir sam- særi hjá stjórnmálamönnum um að þagga þetta niður.“ Samsæriskenningin er jafnan ofarlega í huga LaRouche. I brölti sínu á villigötum stjómmálanna í Bandaríkjunum hefur hann sakað brezku krúnuna um að stjóma eiturlyfjaiðnaðinum, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um að hafa vald- ið alnæmisfaraldrinum, og Henry Kissinger fyrrum utanríkisráð- herra um njósnir í þágu Sovétríkj- anna. En þótt hugmyndir hans geti virzt spaugilegar, er ekkert til að hlæja að við Prop 64. „Við getum hreinlega ekki treyst því að óbeit almennings á LaRouche og félögum hans nægi til að stöðva þetta,“ segir Decker, sem er ráðunautur George Deuk- emjian ríkisstjóra Kaliforníu í öllu er varðar alnæmi. „Það ríkir gífurlegur ótti og þekkingarleysi í sambandi við þennan sjúkdóm.“ Andstæðingar Prop 64 segja að tillagan muni enn auka vand- ann samfara alnæmi með því að bæta við þá mikiu niðurlægingu sem fylgir þessum sjúkdómi sem þegar hefur valdið dauða rúmlega 12.000 sjúklinga í Bandaríkjun- um. Þeir álíta að þeir sem sýkjast — en það eru aðallega kynhvarfir karlar, hommar — muni frekar forðast, eða draga á langinn að leita sér læknishjálpar af ótta við að missa vinnuna, eða jafnvel frelsið. Tilraunir til að fylgjast með útbreiðslu sjúkdómsins yrðu þá allar þyngri í vöfum. Þrátt fyrir alla umfjöllunina í íjölmiðlum er alnæmi í Banda- ríkjunum enn að mestu felu-far- aldur, sérstaklega að því er varðar þekktari nöfn í viðskiptum, íþrótt- um og skemmtiiðnaðinum. „Ég held að mér sé óhætt að segja að 30% dánarfrétta sem við birtum núna eru um menn sem látizt hafa úr alnæmi, þótt það sé ekki viðurkennt, jafnvel að þeim látnum," segir Robert Peter- son hjá blaðinu Hollywood Reporter, sem er þekkt blað í skemmtiiðnaðinum. „I þeim er til- greint krabbamein, lungnabólga, eða engin dánarorsök gefin upp — en þetta eru allt karlar, ókvæntir, á aldrinum 25 til 50 ára. Menn geta lesið milli línanna." Það kemur sjaldan fyrir að þekktir menn segi sannleikann af fúsumn vilja, en það gerði Jerry Smith, ein af stjörnunum í úrvals- liðinu í bandarískum fótbolta, um síðustu mánaðamót. Smith er 43 ára og lék áður með Washington Redskins í höfuðborginni. Hann skýrði opinberlega frá því að hann væri í sjúkrahúsi í Maryland hald- inn alnæmi og þetta gerði hann kvöldið áður en skrá átti hann á heiðurslista, „Hall of Stars“, fót- boltaleikmanna Washingtonborg- ar. „Mig langaði til að sjá hvort þeir skiptu um skoðun þegar þeir kæmust að þessu,“ sagði Smith móður sinni að því er hermir í fregn blaðsins Washington Post. Þegar Smith var upp á sitt bezta næringargjöf í æð. Hann neitar að ræða það sem bandarískir fjölmiðlar eru svo til- litssamir að nefna „lífsstíl" hans; en móðir hans sagði við Wash- ington Post: „Af öllu sem á hann hefur verið lagt óttaðist hann mest að það fréttist að hann væri með alnæmi.“ Á undanförnu ári hafa tugir þekktra Bandaríkjamanna látizt úr sjúkdómnum. En í svo til öllum tilfellum — að leikaranum Rock Hudson frátöldum — var ekki skýrt frá sjúkdómnum fyrr en að þeim látnum. Meðal þeirra fómarlamba sjúk- dómsins sem hljótt hefur verið um má nefna fatahönnuðinn þekkta, Perry Ellis, sem var 43 ára og rak milljóna dollara fataviðskipti; Roy Cohn lögfræðing og fyrrum að- stoðarmann öldungadeildarþing- mannsins Joes McCarthy í herferð þess síðarnefnda gegn kommún- istum; David Hicks stjórnanda hjá Borgaróperu New York, sem varð 48 ára; Barry Lowen, 50 ára, sem var annar mesti ráðamaður hjá Aaron Spelling Productions; Paul Jacobs, 53 ára, einn virtasta píanóleikara Bandaríkjanna, sem þekktur var fyrir túlkun sína á verkum framúrstefnunnar (avant-garde) í tónlist. „Það er leitt til þess að vita að þekktir menn skuli ekki geta ver- ið opinskáir varðandi alnæmi," segir Jim Grahara, yfirmaður stærstu læknamiðstöðvar og ráð- gjafarstöðvar Washingtonborgar fyrir alnæmissjúklinga. „Upp- ljóstrun Jerrys Smith spillir þeirri stöðnuðu ímynd að þetta sé sjúk- dómur eiturlyfjaneytenda og hárskera. Þegar einhver sem allir virða og meta verður sjúkdómnum að bráð, breytast viðhorfin." Til þessa hefur bandaríska heil- brigðisþjónustan skráð rúmlega 25 þúsund tilfelli af alnæmi. En talið er að mun fleiri séu sýktir og í júlí birtu yfirvöld spá þess efnis að á næstu fimm árum muni fjöldi alnæmissjúklinga tífaldast í Bandaríkjunum, og þeir þá orðnir um fjórðungur milljónar. Höfundur er blaðamaður hjá The Observer / London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.