Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 24. SETPEMBER 1986 43 Kaupmannahöfn: Islenzkt landslag í Gallerí Magstræti Jónshúsi, Kaupmannahöfn: í GALLERÍ Magstræde stendur nú yfir sýning á verkum Eriks Hjorth Nielsen, sem hann nefnir Norrænar myndir. Eru þær frá Grænlandi, íslandi og Dan- mörku, og eru grænlenzku myndirnar langflestar. Nær listamaðurinn mjög vel samspili og dýpt hafs og borgaríss við Grænland, en líka islenzkum hraunmyndum og andlitum í hrauni og skriðum. Hver er svo þessi Erik Hjorth? Hann er fyrst og fremst teiknari, myndskreytir bækur bæði af norð- urslóðum og frá Brasilíu, en hér sýnir hann einnig vatnslita- og olíukrítarmyndir. Erik Hjorth er kennaralærður og kenndi áður myndmennt við Kennaraháskólann, að afloknu námi við listaakademí- una. Teikningin varð æ stærri þáttur í starfi hans og þar kom, að hann varð að velja og valdi þá bækumar. í 13 ár hefúr hann ein- göngu unnið við að teikna og annar ekki eftirspuminni. Hann fer í vinnufrí og safnar myndefnum, bæði til sýningarhalds og bókagerð- ar. Erik Hjorth segist fyrst teikna landslagið og síðan setja persónum- ar inn á myndimar og sameina þannig fegurð náttúrunnar og sögu- þráðinn, og er útkoman sannarlega hrífandi. Tvisvar hefur listamaðurínn ferð- ast til íslands og sótt sér yrkisefni í íslenzka náttúru, en margar bæk- ur, sem hann hefur myndskreytt eru tengdar íslendingasögunum og norrænni goðafræði. Má nefna bækur úr bókaflokki eftir Keld Belert um Hænsna-Þóri, Laxdæli, Kjartan og Guðrúnu, Snorra goða og um Bandamenn. Þá prýða fínleg- ar teikningar Eriks Hjorth bókina Sagn og eventyr fra Island eftir Kirsten Gade. Einnig teiknaði hann myndimar í Völsungasögu eftir Lyfjanefnd og Lyfja eftirlit rikisins: Lyfjaaug- lýsingar ekki leyfðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Lyfjanefnd og Lyfjaeftirliti ríkisins: Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkis- ins taka fram eftifarandi í tilefni af nýlegri umfjöllun fjölmiðla um nýskráða getnaðarvamatöfluteg- und: Hér er um auglýsingu á téðu lyfí að ræða og því brot á 21. gr. lyfjalaga nr. 108/1984. Ljfyaaug- lýsingar eru samkvæmt lyfjalögum aðeins leyfðar í fagtímaritum lækna og nokkurra annarra heilbrigðis- stétta. Lögunum er ætlað að vemda almenning gegn villandi og hlut- drægum upplýsingum um lyf. Hér á landi em svipuð lyf ætluð til sömu nota og skal undirstrikað, að engin sérstök nýlunda er við nýja lyfið, sem gefur umfjöllun um það almennt fréttagildi. Hins vegar er líklegt, að þessi umræða Qöl- miðla hafí valdið óánægju og jafnvel ótta hjá konum, sem nota aðrar tegundir getnaðarvamataflna. Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkis- ins fagna öllu fmmkvæði, sem stefnir að því að fræða landsmenn um lyfjamál, en vara alvarlega við, að dregin sé upp hlutdræg mynd af einstökum lyfjum í fjölmiðlum. Því er beint til lyfjaframleiðenda, lyfjainnflytjenda og fjölmiðla að gæta sérstakrar varúðar í kynningu á lyfjum og kynna sér vel ákvæði lyfjalaga til að koma í veg fyrir frekari mistök af þessu tagi. Jörgen Liljensöe, sem í ráði mun að þýða á íslenzku. Erik Hjort.h hefur líka skrifað bækur sjálfur og myndskreytt og mun Gunnlaugs saga ormstungu koma út á næsta ári í barnabókarformi og fyrir 2 árum kom út barnabók hans, sem heitir Var það tröllið og hefur hún verið þýdd á sænsku, hollenzku og færeysku. Listamaðurinn dvaldi á Græn- landi í sumar og kemur barnabók þaðan út i vor. Þá komu nýlega á markaðinn indíánasögur frá Bras- ilíu, sem hann myndskreytti, en hann hefur dvalið rúm 2 ár þar í landi. Kom sú bók í sambandi við stóru sýninguna um Brasilíu, sem staðið hefur í Brede í allt sumar á vegum þjóðminjasafnsins hér. Flejri bækur frá Brasilíu eru væntanlegar frá hendi Eriks Hjorth, svo sem myndabókin Drengurinn og vatnið. Erik Hjorth Nielsen teiknar nú fyrir tímaritið Lyrik, en það er teiknurum hér nokkur heiður að fá það verkefni, og er það vegna mynda hans í þjóðsagnasafni fyrir fullorðna. Nú vinnur hann einnig að myndskreytingu í stórri ævin- týrabók Asbjömsen og Moe, sem þýdd er úr norsku. Vonar listamað- urinn, að hann geti unnið að sýningu á íslandi í náinni framtíð. G.L. Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.