Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.09.1986, Blaðsíða 47
f MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. SETPEMBER 1986 47 Af ungum herra; manni með gulrót Scanorma heitir skandinaviskt tímarit, sem dreift er ókeypis til farþega í öllum vélum SAS- flugfélagsins og hefur því, eins og gefur að skilja, töluverða út- breiðslu. í sumarhefti tímaritsins er m.a. fjallað um norræna mynd- listarsýningu í Málmey, undir fyrirsögninni „Masters From the North", „Meistarar frá norðinu". Eini íslendingurinn, sem getið er um í greininni er listmálarinn Helgi Þ. Friðjónsson og fylgir stór mynd af einu verka hans, kopar- stungu í lit, er ber heitið „Ungur herramaður með gulrót". Segir greinarhöfundur, Bo Nilsson, að þessi mynd Helga beri þess glöggt vitni, hvemig íslensk nútímalist hafi skotið rót- um á grunni gamallar menningar og vísar til frásagnarhefðar ís- lendingsagnanna til samanburðar. COSPER 1. verðlaun í samkeppninni er lokkur úr hári Rod Stéwarts og 2. verðlaun 100 þúsund krónur. ry sa ZZ keypti köttinn í sekknum Zsa Zsa Gabor ætti að vera farin að kunna fótum sínum forráð þar sem eiginmenn eru annars vegar, a.m.k. er konan búin að eiga nógu marga slíka um dagana. Eitthvað hefur hún þó séð athugavert við þá alla, því hún er nú komin með þann áttunda upp á arminn. Þar með er Zsa Zsa víst ekki komin á endastöð í leit sinni að hinum fullkomna eiginmanni, því fregnir herma að hún hafí keypt köttinn í sekknum og vel það, þar sem hinn vestur-þýski „fursti" Frederik von Anhalt er. Zsa Zsa hefur sumsé komist að því, sér til mikillar skelfingar, að furstatitill eiginmannsins er aðkeyptur, sjálfur hefur makinn setið í fangelsi fyrir fjársvik og furstahöllin reyndist, þegar til átti að taka, vera tveggja herbergja íbúðarkytra á annarri hæð í leiguhjalli í Miinchen. Það þarf víst enga forvitra til að segja til um það, að þetta hjónaband verður tæpast mjög langlíft, enda brúðurin vönd að virðingu sinni og sjórinn fullur af öðrum fískum. Er því ekki við öðru að búast en að Zsa Zsa losi sig við þennan ódrátt hið snarasta og fari að svipast um eftir alvöru fursta. REYKJANESKJORDÆMI Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Reykjaneskjördæmi Prófkjör um val frambjóöenda á lista Sjálfstæöisflokksins við næstu alþingiskosningar í Reykjaneskjördæmi fer fram laugar- daginn 1. nóvember 1986. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: 1) Framboð flokksbundins einstaklings, er kjörgengur mun verða við næstu alþingiskosningar og sem minnst 20 en mest 30 félagsmenn sjálfstæöisfélaganna í Reykja- neskjördæmi standa að. Enginn flokksmaður getur staðið að fleirum en sjö slíkum framboðum. 2) Kjörnefnd er heimilt að bæta við frambjóðendum til við- bótar þeim, sem bjóða sig fram samkvæmt 1. tl., enda séu þeir flokksbundnir. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs samkvæmt fyrsta töluliö hér að framan. Framboðum ásamt mynd og stuttu æviágripi viðkomanda skal skilað til kjörnefndar laugar- daginn 4. október 1986 milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1 (3. hæð), Kópavogi. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa: a) Allir fullgildir félagsmenn sjálfstæðisfélaganna í kjör- dæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri á prófkjörsdaginn. b) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga kosn- ingarétt í kjördæminu og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæöisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. c) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga kosn- ingarétt í kjördæminu og undirrita stuðningsyfirlýsingu' við Sjálfstæðisflokkinn samhliða þátttöku í prófkjörinu. KJðraefnd kj&rdwm Isráðs SJálfef ðleflokkeln* I Roykjanoskjðrdaeml. 1-2-3 Lotus 1-2-3 er sambyggt kerfi töflureiknis, graflk- forrits og gagnasafnskerfis. Það er fyrst og fremst ætlaö fyrir áætlanagerð og tölfræöi úr- vinnslu hvers konar. Lotus 1-2-3 er söluhæsti töflureiknirinn I Banda- ríkjunum, en takmarkanir kerfisins við með- höndiun annarra stafrófa en þess enska, hafa hamlaö vinsældum þess utan Bandarlkjanna. Nýjungar i þessari útgáfu eru m. a.: — Fullkomin meðhöndlun á Islenskum stöfum — Betri nýting á minni — Hraðvirkari — Nokkrar nýjar aðgerðir Efni námskeiðsins: — Kynning á Lotus 1-2-3 — Útreikningar — Uppsetning reiknillkana — Notkun llnurita, stöplarita og skífurita — Gagnavinnsla og fyrirspurnir — Forritun — Útprentun Leiðbemandi er — Tenging við önnur kerfi Magnús Ingi Óskarsson, skólastjóri Tölvuskóla Stjórnunarfélags íslands. Timi: 16 Klst. 29., 30. sept. 1. og 2. okt., kl. 13.30—17.30. Námskeiðið er einnig fyrir notendur eldri útgáfu kerfisins. —-rrriTír - Stjórnunarfélag Islands Ananaustum 15 - Simi: 6210 66 ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.