Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDA'GtJR 28.‘ SEPTEMBER 1986 Texti/Vilborg Einarsdóttir Myndir/Bjarni Eiríksson Grímur og Búbbi í dyrum sportvöruverslunarinnar. F.v. Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guðmundsson. Hugmyndin að Skyttunum er leikstjórans, Friðriks Þórs, sem segir hana hafa fæðst fyrir allmörgum árum, breyst ogþróast þar til hann settist niður með Einari Kárasyni, rithöfundi við handritaskrif á liðnu ári. Friðrik Þór ákvað svo að ráðast í töku myndarinnar á þessu ári og hlaut til þess fimm milijón króna styrk frá Kvikmyndasjóði. Það er fyrsti styrkurinn sem sjóðurinn veitir honum til að gera kvikmynd, en ráðgerður kostnaður við Skyttumar eru 12 milljónir króna. Friðrik Þór á að baki sér nokkrar myndir, þeirra á meðal Eldsmiðinn, Rokk í Reykjavík, Hringinn og Kúreka norðursins, myndir sem flokkast í raðir heimildamynda. Skyttumar eru því fyrsta leikna mynd Friðriks, þó tengslin við heimildamyndagerðina séu ekki langt undan, a.m.k. á ofangreint atriði sér samsvörun í raunveruleikanum, þó langt sé um liðið. „Hann er bamssál í tröllslíkama." þannig lýsir Þórarinn Óskar Þórarinsson hlutverki mótleikara síns, Eggerts Guðmundssonar og sammála segja þeir að Grímur, sá sem Þórarinn Óskar túlkar sé í stuttu máli sagt ruddi, kvennhatari og glæpamaður. Sem sé ólíkir menn sem kannski eiga það eitt sameiginlegt að hafa verið saman á sjó - og að vera báðir mjög ánægðir með Grím, eins og Ámi Páll, tæknibrellumaður Ámi Páll bendir einnig á að við fyrsta lestur handritsins hafí hann ímyndað sér hvemig þessar tvær aðalpersónur myndarinnar litu út og sú ímynd hafi verið nákvæmlega eins og það sem við honum blasti í fyrsta sinn sem hann hitti þá Eggert og Óskar. Það er nú reyndar ekki af tilviljun, því Friðrik Þór hafði nákvæmlega þessa tvo menn sem nú spreyta sig á kvikmyndaleik í fyrsta sinn, í huga við handritasmíðina. Og hugmyndin var reyndar komin til ennþá fyrr, eins og Eggert bendir á: „Fyrir sautján ámm unnum við Friðrik saman og höfum hist af og til síðan þá. Hann spurði mig svo fyrir einum átta ámm hvort að ég væri ekki til í að leika í kvikmynd fyrir sig og ég sagði já. Sit svo uppi með það svar núna! En ég viðurkenni að ég varð mjög spenntur eftir að hafa lesið handritið og hef trú á að myndin verði góð.“ Svipaða sögu er að segja um Óskar, þó svo að Já-ið“ hans hafi ekki komið fyrir átta ámm, en hann segir það hafa heyrst um leið og hann lauk lestri handritsins. „Ég var viss um að ég gæti leikið hlutverkið og skilað mínu, sem auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en myndin verður sýnd, en það var ekkert mál að taka tilboðinu." Hvomgur hefur staðið fyrir framan kvikmyndavélamar áður, Óskar reyndar ekkert leikið sem talandi er um, að eigin sögn, en Eggert á að baki sér hlutverk hjá áhugaleikhópnum Hugleik, annars vegar í Skugga Björgu og hins vegar í Sálum Jónanna „þar sem ég lék sjórekið lík með miklum tilþrifum!“. Um reynsluna nú þegar kvikmyndatökum er nánast lokið segir Eggert það eins sem sér hafi fundist erfitt hafi verið að „rembast við að vera eðlilegur í byijun." En þó að það séu áhugamenn með litla leikreynslu að baki sér sem em máttarstólpar myndarinnar, Skyttumar sjálfar - og ber þó að bæta hér inn í hugrenningum leikstjórans um hvort ekki séu allir í raun jafn óreyndir - em aukahlutverkin í höndum faglærðra jafnt sem ófaglærðra leikara. í þeim hópi má nefna Baldvin Halldórsson, Guörún Pálsdóttir skrifta og Jón Karl Helgason. Það er víðar en úr Breiðhoitinu sem fréttir berast af skothvellum á g’ötum úti. Ibúar við Vesturgötu hafa ekki farið varhluta af slíkum hljóðum undanfarnar nætur, en hvellirnir í vesturbænum tilheyra kvikmyndagerðamönnum með Friðrik Þór Friðriksson í forsvari. Hann er nú að leggja síðustu hönd á plöginn við tökur á mynd sinni Skyttumar, sem svo er kölluð, sögunni af hvalveiðisjómönnunum tveimur sem nota landleguna til að bregða sér á bæjarrall með ýmsum ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það var einmitt eitt atvikið í ferðinni og „hápunktur“ hennar skv. handriti sem verið var að taka þegar Morgunblaðsmenn mættu á Vesturgötuna. A horai hennar og Garðarsstrætis voru þeir Búbbi og Grímur, aðalpersónur myndarinnar, sem leiknir eru af Eggerti Guðmundssyni og Þórarai Óskari Þórarinssyni, komnir kannski lengra en ráð var gert fyrir í upphafi ferðar, eðainn í sportvöruverslunina Spörtu um miðja nótt - með brotna glugga að baki sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.