Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Rætt við Margréti Gústafsdóttur Voríð 1917 birtist í Morgunblaðinu svohljóðandi auglýsing: „Kem í hús til að sauma, breyta og gera við fatnað, tek einnig í saum heim til mín.“ Sú sem setti þessayfirlætislausu auglýsingu í blaðið var nett og fínleg stúlka á átjánda ári sem þá var nýlega flutt til Reykjavíkur frá Sty kkishólmi. Tæpum 70 árum síðar er Margrét Gústafsdóttir hætt að taka í saum en hefur dregist á aðtalavið blaðamann Morgunblaðsins. Lítil og grannvaxin stendur hún að baki dóttur sinnar, Mónu Símonardóttur, í forstofunniábrúnu einbýlishúsi suður í Garði þegar blaðamaður knýr þar dyra. í myndarlegri stofu, vel búinni húsmunum og glæsilegum útsaumi, setjumst við niður til að spjalla. Rétt slapp inn í nítjándu öldina Margréti verður fyrst fyrir að segja frá hvemig drifu að henni atvinnutilboð eftir að auglýsingin góða birtist í Morgunblaðinu fyrir nær sjötíu árum. Hún lagði grunn- inn og mótaði stefnuna að lífsstarfi Margrétar. Saumavélin átti eftir að verða henni drjúg tekjulind. „Mamma lærði að sauma karl- mannafot og annan vandasaman saumaskap af dönskum manni sem kom hingað upp til að kenna að sauma. Hún kenndi mér það sem hún kunni," segir Margrét og bros- ir næstum feimnislegá þar sem hún situr svo dæmalaust smágerð í stór- um, brúnum, bólstruðum hæginda- stól. „Foreldrar mínir bjuggu á Stokkseyri þegar ég fæddist 10 nóvember 1899. Ég rétt slapp inn í nítjándu öldina. Þá þegar saumaði mamma fyrir þorpsbúa og fólkið í sveitunum í kring. Hún hafði svo mikið að gera að hún átti í erfiðleik- um með að sinna saumaskapnum jafnhliða því að annast böm sjn og heimili. Pabbi minn, Gústaf Ama- son, var trésmiður, ég man að hann var við smíðar hér og þar, m.a. í Reykjavík þar sem hann var við kirkjusmíði og einnig vann hann við smíðar á Næpunni. Pabbi gat gert við allt, meira að segja úr og klukkur. Hann fæddist í Artúnum nálægt Fljótshlíðinni. Mamma fæd- dist á Króki í Holtum, hún var komin af Hallgrími Péturssyni. Þegar ég var sjö ára fluttu foreldr- ar mínir til Stykkishólms þar sem þau voru ákaflega velkomin, þar var hörgull á trésmiðum og góðum saumakonum. Pabbi byggði þó nokkuð mörg hús þar, en hann missti því miður snemma sjónina. Mamma vann við saumaskap þar vestra alveg þar til hún dó. Ég saknaði Stykkishólms eftir að mér var komið fyrir á Vals- hamri á Skógarströnd. Þar höfðu verið svo margir krakkar til að leika sér við en(á Valshamri voru bara synir hjónanna sem voru miklu eldri en ég. Yngri systkini mín tvö fylgdu foreldrum okkar en tvö eldri systk- ini mín voru farin að heiman. Við vorum í allt tíu systkinin en fimm dóu ung. Ég man að það voru oft lítil efni hjá okkur á Stokkseyri, sums staðar vissi ég til að litlu bömin fengu vatn á pelann með lítilsháttar sykri í og svolitlum kaffilit. Mjólk var af skomum skammti hjá efnalitlu fólki þá. Ég man að mér var alltaf komið fyrir á Álfhóli í Lancieyjum þar til við fluttum að austan. Á Álfhóli var til nóg mjólk. . . . ogþaðgekk allt vel Sumarið sem ég var fjórtán ára tók ég við heimilinu á Breiðabólstað á Skógarströnd þegar séra Lárus Halldórs og kona hans vom veik. Ég bakaði seidd brauð og gerði allt sem þá varð að gera á heimilum. Mörgum þótti þetta mikið álag á fjórtán ára telpu en ég vildi þetta sjálf. Um haustið fór ég til foreldra minna í Stykkishólmi og þá lærði ég að sauma karlmannaföt og fleira hjá mömmu og það hefur bjargað mér gegnum lífið. Ég var einn vet- ur í skóla í Stykkishólmi, Ásmundur Guðmundsson, seinna biskup, kenndi mér, hann var mér mjög góður. Samtímis var ég að læra að sauma hjá mömmu, karlmannaföt og fleira sem vandasamt er í sauma- skap. Eftir að ég hafði verið við nám hjá henni í nokkra mánuði þurfti mamma að fara út í Breiða- fjarðarcyjar að sauma, en á meðan átti ég að ljúka við að sauma jakka- föt á mann í Helgafellssveitinni. Ég kveið svo mikið fyrir að máta á hann að ég skalf og titraði og þegar kom að buxunum hélt ég að ég gæti ekki meira en hann sá hvað mér leið og sagði: „Telpa mín, ég sé hvað þú ert kvíðin en þú skalt engu kvíða, þetta gengur allt vel,“ og það gekk allt vel. Sextíu ára kodak-vél Þegar hér var komið sögu var ljósmyndarinn tekinn að ókyrrast, degi tekið að halla og birta að dvína. Blaðamaður gerði því hlé á samtalinu og fór að reifa það við Margréti að hún sæti fyrir á mynd. Það var henni þvert um geð. „Til hvers?" spurði hún og taldi víst að allir stæðu jafnréttir þó ekki birtust af henni myndir í blöðunum. Það var ekki fyrr en dóttir hennar kom innan úr eldhúsi, til að leggja blaða- manni og ljósmyndara lið, að eitthvað tók að þokast í því máli. Þar kom að fyrir fortölur dóttur sinnar stillti hún sér upp fyrir fram- an gríðarstórt blómahengi sem hún hafði sjálf hnýtt fyrir ekki mörgum árum. Meðan ljósmyndari var að stilla tæki sín spurði Margrét hvaða tegund myndavélar hann notaði. Hann sagði henni það og spurði jafnframt hvers konar vél hún ætti. Þá varð Margrét ofurlítið sposk á svip og sagðist eiga sextíu ára gamla Kodak-vél og hún myndi Iíklega duga sér. Að aflokinni myndatökunni kom hún sér aftur vel fyrir í brúna hægindastólnum og hóf að segja frá vistaskiptum sínum, er hún flutti frá Stykkis- hólmi til Reykjavíkur. Missti kjarkinn — og þó Þegar ég kom til Reykjavíkur réði ég mig í vist yfir veturinn og lærði jafnframt hjá frænku minni, Torfhildi Dalhoff, að leika á orgel. Ég var nokkuð lengi við orgelnám. Mér leist alltaf vel á mig í Reykjavík, allt frá því ég kom þang- að 7 ára gömul á leið vestur á land. Mamma dó þennan fyrsta vetur minn í Reykjavík , í febrúar 1917. Þá var ég að reyna, jafnframt dag- legu amstri, að lesa undir að verða bamakennari. En þegar mamma dó hætti ég, missti allan kjark þeg- ar hún dó. Um vorið mannaði ég mig þó upp og setti fyrmefnda auglýsingu í Morgunblaðið og fékk jafnframt smá herbergiskompu og keypti mér saumavél. Mér var því ekkert að vanbúnaði að heíja saumaskapinn af fullum krafti og ekki skorti mig viðskiptavinina. Spánska veikin Veturinn á eftir kom spánska veikin. Það var hrein hörmung. Fólk dó í rúmunum og bömin klifr- uðu ofan á dánum foreldrum sínum, næstum hver einasta ófrísk kona dó, enginn var á ferli á götunum, fólk ýmist dáið, veikt eða miður sín. Sumarið á eftir var ég í kaupa- vinnu á Álfhóli í Landeyjum. Mamma hafði beðið mig þess áður en ég fór suður að heimsækja fólk- ið þar. Skömmu eftir að ég var komin þangað og lögst upp í rúm til að hvíla mig eftir ferðina, ein, meðan húsmóðirin sótti mér mjólk, sá ég mömmu. Ég lá upp við dogg og sá þegar hún kom inn og settist hjá mér á rúmið og lagði handlegg- inn yfír um mig. Ég sagði konunni frá þessu þegar hún kom aftur, hún var alltaf mikil vinkona mömmu. Hún sagði ekkert annað en ,jæja, kom hún, blessunin sú“. Ég hef alltaf séð ýmislegt yfir- náttúrulegt, en fór eftir fermingu að reyna að hrinda því frá mér. Seinna sagði Hafsteinn miðill mér að það hefði ég ekki átt að gera. Ég hef líka oft fundið eitt og annað Margrét hjá blómaherberginu sem hún hnýtti fvrir Lítið brot af Þeim hannyrðum sem Margrét hefur fáum árum. unnið síðan hún varð sjötug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.