Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐE), SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 25 Sólheimar í Grímsnesi Þroskahjálp ályktar um Sólheima í Grímsnesi Ályktun sagnfræðikennara: Fagna ákvörðun menntamálaráðherra ASI treystir Hjálpar- stofnuninni MIÐSTJÓRN ASÍ samþykkti ályktun varðandi málefni Hjálp- arstofnunnar kirkjunnar á fundi sínum 9. október, þar sem lögð er áhersla á að allri tortryggni á starf stofnunarinnar verði eytt. í heild er ályktunin svohljóðandi: „Miðstjóm Alþýðusambands ís- lands þakkar Hjálparstofnun kirkj- unnar það ómetanlega starf sem hún hefur unnið á liðnum árum í þágu nauðstaddra víða um heim. Sérstaklega þakkar miðstjóm það góða samstarf sem tókst um Pól- landssöfnunina haustið 1981, því það mikla átak snerist ekki aðeins um að tryggja soltnum mat, heldur gafst tækifæri til að sýna siðferði- legan samstöðu íslensku þjóðarinn- ar með kúguðu fólki. Miðstjóm leggur áherslu á að allri tortryggni á starf stofnunar- innar verði eytt og lýsir því yfír að hún treystir kirkjunni til að gera þær ráðstafanir sem til þarf. Það er mikilvægt að ekki verði truflun á starfsemi Hjálparstofnun- arinnar og að Hjálparstofnunin geti eftir sem áður haldið uppi þróttm- iklu starfi og treyst á víðtækan stuðning almennings í landinu". Á stjórnarfundi Landssamtak- anna Þroskahjálp 3. október sl. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt. „Landssamtökin Þroskahjálp beina því til Félagsmálaráðherra að vegna þeirrar miklu umræðu sem fram hefur farið undanfarið um Sólheima í Grímsnesi og alvarlegrar gagmýni á stjómun stofnunarinnar hlutist ráðherra til um að gerð verði ítarleg úttekt á allri starfsemi Sol- heima. Jafnframt telja samtökin brýnt að fyrir liggi skýr stefna um upp- byggingu og rekstur Solheima til frambúðar og að tryggt sé að sú stefna sé í samræmi við almenna stefnumörkun í málefnum fatlaðra í landinu. MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun kennara í sagnfræði við Háskóla íslands sem samþykkt var á fundi við heimspekideild þann 19. september s.l.. Þar er ákvörðun menntamálaráðherra um að láta endurreisa stöðu rannsóknarlektors í sagnfræði m.a. fagnað. Ályktunin er svöhljóðandi: Fundur kennara í sagnfræði við Háskóla íslands, 19. september 1986, fagnar þeirri ákvörðun menntamálaráðherra, Sverris Her- mannssonar, að láta endurreisa stöðu rannsóknarlektors í sagn- fræði. Það er mikilvægt fyrir sagnfræðirannsóknir að til séu stöð- ur rannsóknarlektora í tengslum við Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, og þá helst fleiri en ein. Arið 1981 ákvað þáverandi menntamálaráðherra að neita að auglýsa lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlektors í sagnfræði, sem þá var ekki skipuð, og hefur þess- ari óheppilegu ákvörðun ekki verið haggað ennþá, þótt ákveðið skref hafi nú verið stigið til að endurreisa stöðuna. Fundurinn harmar að ráð- ið skuli hafa verið í stöðuna án þess að hún hafí verið auglýst eins og lög mæla fyrir. Aðstæður geta varla réttlætt undantekninguna, sem hér var gerð. Eins og málum var háttað fengu hvorki dómnefnd né heimspekideild tækifæri til að meta hæfí manna til að gegna stöð- unni líkt og lög og reglugerð háskólans segja til um. Það er sérstaklega mikilvægt að ákvæðum laga um auglýsingu stöðu sé fylgt við háskóla til að standa vörð um reisn fræðigreinar og frelsi hennar til að þróast eðliega. Jafnframt bendir fundurinn á að staða kennslumála í sagnfræði við Háskóla íslands breytist á engan hátt við stofnun eða endurreisn rannsóknarlektorsstöðu í greininni. Eftir sem áður er meir en helming- ur allrar kennslu í sagnfræði í höndum stundakennara. Þörfín á fleiri kennarastöðum í sagnfræði er þannig brýn. KJðRBÓKIN: VÍSASTA LEIÐIN AÐSETTUMARKI Ef þú setur markið hátt og hyggur á góða fjárfestingu í framtíðinni er Kjörbók Landsbanka íslands einmitt fyrirþig. Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti sem leggjast við höfuðstólinn á sex mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er kjohbók ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna sex mánaða vísitölu- tryggðra reikninga og hag- stæðari leiðin valin. Settu þér markmið og byrjaðu strax að leggja inn á Kjörbók. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 1100 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.