Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.10.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1986 Nadéshda Krúpskaja var ekki bara eiginkona Leníns heldur var honum líka pólitísk stoð og stytta. Eftir dauða Lenins féll Krúpskaja í ónáð hjá Stalín, sem sendi henni þau orð að ef hún hegðaði sér ekki sómasam- lega að hans áliti „þá munurn við leita að annarri ekkju fyrir Vladimir Djitsj“. rétt, að kona hefur þó einu sinni gegnt embætti menntamálaráð- herra í landi okkar, og hún átti líka sæti í forsætisnefndinni: Þessi kona var Ékaterina Púrtseva. Öruggt merki Þegar Fúrtseva var á ferðalagi einhvers staðar erlendis og kom þar fram fyrir hönd sovétstjómarinnar, var vitanlega ætlunin að litið yrði á hana sem fulltrúa sovézkra kv'enna yfírleitt og þar með sýnt fram á þá möguleika, sem allar sovézkar konur hlytu að hafa til frama og áhrifa í Ráðstjómarríkj- unum. Fúrtseva var vissulega ekki verr til fara en Raissa Gorbatsjova — nema hvað tízkan í þá daga var eins og gefur að skilja svolítið öðm vísi heldur en hún er núna. Þegar Ékaterina Fúrtseva var í hópi nánustu vina og kunningja heima fyrir í Sovétríkjunum, klædd- ist hún stundum dragt frá Dior eða Coco Chanel. Þegar hún á hinn bóginn kom fram opinberlega ásamt öðmm æðstu ráðamönnum Sovétríkjanna og sat með þeim á öndvegispöllunum, þá klæddist hún jafnan karlmannsjakka. Það má segja, að skrýtla nokkur sem gekk um Fúrtsevu í hópi sovézkra menntamanna á sínum tíma, varpi nokkuð ským ljósi á það álit sem hún annars vegar skapaði sér almennt sem persóna og svo hins vegar sem menntamálaráð- herra Sovétríkjanna: Þegar Fúrtseva dvaldist eitt sinn í Frakklandi, buðu þarlendir leikar- ar og aðrir listamenn henni til sér- staks heiðursfagnaðar. Ékaterina Fúrtseva kemur til boðsins og er beðin um að sýna boðskortið sitt við innganginn. „Ég er menntamálaráðherra Sovétríkjanna, en ég gleymdi óvart boðskortinu mínu á gistihúsinu." „Madame, það er nú ekki svo alvarlegt. Fyrir skömmu birtist Salvador Dali hér og hafði þá líka gleymt aðgöngumiðanum sinum. Með tveimur krúsidúllum dró hann því upp þessa teikningu héma — og við hleyptum honum strax inn. Færið okkur einfaldlega sönnur á, að þér séuð menntamálaráðherra Sovétríkjanna, madame!" „Já, ég skal reyna að gera það. En verið svo vænn að segja mér fyrst, hver hann er þessi Salvador Dali?“ „0, madame! Þér eruð nú þegar búnar að færa rækilega sönnur á að þér eruð menntamálaráðherra Sovétríkjanna. Gjörið svo vel að ganga inn!“ Minning- Ninu Petrovnu í heiðri höfð Árin líða og hver mektarmaður- inn innan Flokksins leysir annan af hólmi, og engum verður svo mikið sem hugsað til þeirra lengur — allra sízt til þeirra kvenna, sem eitt sinn stóðu í hinu pólitíska sviðs- ljósi. Þó skal ein kona undanskilin: Nina Khrúsjtsjova. Hún lét ekki sauma á sig neina Parísarkjóla heldur ferðaðist um á Vesturlöndum ósköp látlaust klædd eins og hver önnur hlédræg miðstéttarkona. En hvorki Ékaterina Fúrtseva, sem nú er látin, né frú Raissa Gorbatsjova hafa haft það pólitíska áhrifavald sem þessari móðurlegu rússnesku konu var gefíð. Fjöldi fólks í Sovét- ríkjunum minnist enn Ninu Petr- ovnu með virðingu og þakklátum huga. Menn muna henni það, að hún tók oft með leynd á móti sovézkum listamönnum og vísinda- mönnum á heimili sínu, þótt þeir hefðu áður fallið í ónáð hjá leið- toganum Khrúsjtsjov. Hún kunni á lagið á því að hafa góð og holl áhrif á eiginmann sinn í slíkum efnum og henni tókst vissulega að gera hlutskipti margra þeirra skap- andi listamanna léttbærara, sem sovézk stjómvöld höfðu hrakyrt og sýnt fyrirlitningu og andúð. Því miður get ég þó ekki nefnt hér nafn eins einasta manns af öllum þeim Qölda, sem með þakklátum huga minnast þessarar vitru og hjartahlýju konu — það var hún, sem veitti þessum mönnum þá hjálp, sem dugði til að þeir gætu þó lifað og starfað áfram í Sovét- ríkjunum. Ennþá er ekki vitað til að frú Raissa Gorbatsjova hafí í kyrrþey reynt að beita áhrifum sínum á þessa lund, og þess er raunar vart að vænta af konu með því hugar- fari, sem helzt einkennir hana, og hvergi virðist feimin við að láta sem mest á sér bera við hvert það tækifæri sem gefst. Árslaun fyrir kjól frá Saint Laurent Sé litið nánar á þær ljósmyndir, sem birzt hafa af frú Riassu Gor- batsjovu í vestrænum tímaritum, dylst manni ekki að þama er á ferðinni tápmikil kona, greinilega komin á þann aldur að hrukkumar eru famar að segja til sín. Hún brosir gjaman á báða bóga, getur ekki talizt vemlega fríð sýnum, ekki einu sinni reglulega hrífandi, en hún er samt gædd ótvíræðum þokka — þess háttar þokka, sem svo oft. einkennir sjálfsánægðar, fasmiklar konur. Hans-Ulrich Kempski, aðalfréttaritari Siiddeutsche Zeitungí Genf fylgdist alináið með ferðum leiðtogafrúnna meðan á fundum þeirra Gorbatsjovs og Reagans stóð, og hann lýsti Raissu Gorbatsjovu vel með eftir- farandi orðum: „Hún er lagleg og glaðvær, en hún er líka nokkuð hvatvís og kvenlega hégómagjöm. Hún hefur auðsýnilega ekki minnsta hugboð um, hve hnökrótt og lítt fáguð framkoma hennar á stundum er.“ Það blandast víst engum hugur um, að sá fatnaður sem félagi Gorbatsjova klæðist, er hvorki keyptur í Vömhúsi Ríkisins né í Aðalvömhúsinu í Moskvu og hefur heldur ekki verið saumaður á hana á einhveiju tízkufataverkstæðinu þar í borg — ekki einu sinni „hjá Slava" Saijtsév, hinum mjög svo dáða tízkufrömuði Moskvuborgar, sem saumar gjaman á eiginkonur og dætur æðstu sovézku valda- mannanna. Raissa Gorbasjova hef- ur önnur úrræði við að verða sér úti um prýðilegan tízkufatnað: Hún hefur undir höndum alþjóðlegt greiðslukort — en það er nokkuð, sem öðmm sovétþegnum er gjör- samlega framandi — og framvísar því í verzlunum á Vesturlöndum, þegar hún þarf að fata sig upp eða festa kaup á skartgripum og snyrti- vömm. Það má deila um, hve góðan smekk frú Gorbatsjova hefur; hinar skarpskyggnu, miskunnarlausu tízkudömur Parísar segja umbúða- laust: „Ekki ennþá alveg nógu góð- ur,“ jafnvel þótt flokksmeðlimurinn Raissa Gorbatsjova bregði fyrir sig vissum imperíalískum kæmleysis- brag, þegar hún er á ferð erlendis. Tízkufrömuðumir Pierre Cardin og Yves Saint Laurent, sem efndu til sýninga á nýjasta glæsifatnaði sín- um fyrir hana í París, þegar hún var þar á ferð, fengu líka allmargar pantanir frá sovézku leiðtogafrúnni. Kjólarnir hjá þeim kosta annars um og yfír 100.000 franka (590.000 ísl. kr.)= — einn slíkur kjóll kostar þvi sem nemur árslaunum félaga Gorbatsjovu en hún er kennari í marxísk-lenínískum fræðum í Moskvu. Mér hefur aldrei verið um það gefið að velta þvi fyrir mér hvað annað fólk kunni að hafa i kaup eða aðrar tekjur yfírleitt; en núna þegar í gangi er um gjörvöll Sovét- ríkin þmmandi áróðursherferð fyrir sparsemi, nýtni og fyllstu aðgát í ijárútlátum, þá hefði ég þó gjaman viljað spyija Raissu Gorbatsjovu: „Hver borgar allt þetta? Það skyldi þó ekki vera sú hin sama sovézka alþýða, sem þér emð einmitt að uppfræða í pólitískri hagfræði, og þér hvetjið eindregið til að velta þrisvar í hendi sér hveijum kópeka í ríkiseign. Því miður er enginn þess umkom- inn í Sovétríkjunum að leggja slíka spumingu fyrir Raissu Gorbatsjovu. 57 Handavinnupokinn Bangsastelpa með svuntu Um 36 sentimetrar. Hér kemur október-leikfangið sem ég hafði lofað ykkur. Þið getið notað allskonar afganga. Þessi er úr jersey-velúr, en trýnið og innanverð eymn úr satínfóðri. í bangsastelpuna þarf um 40 sm efnisbút og í svuntuna fara um 30 sm. Þá þarf einlitan bút í trýni og innanverð eym, og ísaumsgam til að sauma með kringum augun. Smá fílt-bút þarf í augu, nef og tungu. Það má fá litla búta af fílti á sanngjömu verði í Litum og föndri á Skóla- vörðustíg. Svo þarf silkiborða í slaufur, og að sjálfsögðu fylling- arefni. Leiðarvisir: Klippið búk (108) tvisvar á samanbrotið efni. Klippið höfuðið (109) tvisvar, fram og aftur- stykki. Klippið út trýnið og augun. Eymn (110) klippast tvisvar úr sama efíii og búkurinn og tvisvar úr sama efni og trýnið (að inn- an). Munið að bæta við sniðið 1 sm fyrir saumfar. Saumið búkinn saman rétt móti réttu, en skiljið eftir op á hálsi. Snúið við og troðið í. Saumið trýnið á framhlið höf- uðs með fínu sig-sag spori. Klippið út augu, nef og tungu úr filti eða öðm heppilegu efni og límið á með taulími. Saumið kringum augun með ísaumsgami. Auðvitað getið þið sem emð flinkar að sauma saumað út bæði auga- steina, tungu og nef. Saumið saman eymn á röng- unni, og gerið smá lek — x leggst á o — látið smávegis af tróði í eyrun. Þræðið síðan eymn á bak- stykki höfuðsins þar sem merkt er fyrir þeim og saumið svo sam- an höfuðið og eymn um leið. Snúið við og fyllið. Höfuðið saumað á búkinn í höndunum með sterkum tvinna. • Setjið slaufu um hálsinn. Það er sennilega óþarfí að gefa einhveija uppskrift af svuntunni, hana geta svo til allir saumað eftir eigin smekk, en ég læt hér. fylgja til gamans þessi mál. Málin em án saumfars. Svunta: Lengd 42 sm, breidd 8 sm. Pífa að neðan 55 sm og 4 sm breið. Mittislíning 30 sm, smekkur 9x4 sm. Hlírar um 16 sm langir. Pífan á þá 20x3 sm. Ein smella að aftan. Bindið svo slaufur um ökla og arma, og bangsastelpan er tilbúin. Góða skemmtun, Jórunn. Snið getið þið fengið með því að skrifa eftir þeim. Utanáskriftin en Dyngjan, c/o Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.