Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Afmæliskveðja: Hilmar Bjarna- son, Eskifirði Sjötugur er í dag, 5. nóvember, einn þeirra heiðursmanna sem ég met hvað mest: Hilmar Bjarnason, skipstjóri á Eskifirði. Foreldrar hans voru hjónin Gunnhildur Steins- dóttir og Bjami Marteinsson, bæði tvö af austfirskum og skaftfellskum ættum. Fundum þeirra bar saman á prestsetrinu Hólmum á fyrstu árum aldarinnar, en eftir að þau gengu í hjónaband bjuggu þau á Eskifirði til elliára, vænar mann- eskjur og vel látnar af öllum sem þeim kynntust. Þar fæddist Hilmar 5. nóvember 1916 og hefur aldrei átt annars staðar heima. Ég ætti að muna hann fyrst á leið í og úr skóla, því leið þeirra Hlíðarsystkina lá um hlaðið hjá okkur í Framkaupstað, en kem hon- um samt ekki fyrir mig nema sem fullvinnandi manni. Það merkir raunar þegar kynslóð hans á í hlut; frá því um fermingaraldur. Þá var hann farinn að róa á árabát með föður sínum, fara með byssu til rjúpna eða út með sjó að draga björg í bú, snúast við fé eða afla heyja handa kúm og kindum, róa út, draga fyrir ufsa, puða í kolum eða salti, taka til hendi við slátrun, beitningar, aðgerð eða annað sem vinnufúsum unglingum bauðst, ef hepjmin var með. Ég veit ekki hvort hugur hans stóð til langskólanáms á unglings- árum, þó mjög sé það líklegt og vel hefði hann skipað sinn sess í æðstu menntasetrum. Samt spyr ég mig stundum hvort nokkur væri að bættari, ef íslensk sjómannastétt hefði farið á mis við menn af gerð Hilmars Bjamasonar, en fjölgað hefði í staðinn um einn í hópi Iög- fræðinga, lækna eða presta. Ég er ekki viss um það. Hilmar fór snemma að róa á vélbátum eystra, og þegar sýnt var orðið að sjómennska yrði ævistarf hans aflaði hann sér skipstjómar- réttinda á fískiskipum, varð stýri- maður og síðar skipstjóri um langa hríð. Lengst var nafn hans tengt Björgu SU 9. Hilmar reyndist feng- sæll hvort sem hann var á síld fyrir Norðurlandi á sumrin eða stundaði þorskveiðar á vetrarvertíð austan- lands eða sunnan, og gilti nokkuð einu hvort veiðarfæri vom lína, net eða troll. Hann naut mannhylli, hafði því löngum valinn kappa í hveijum rúmi, oft þá sömu ár eftir ár. Slíkt eykur festu í starfí og verðúr öllum til farsældar: mann- skapnum, útgerðinni og þjóðarbú- inu. Þegar hann var kominn yfir miðj- an aldur fór hann í land og hætti útgerð, en rak í nokkur ár sfldar- söltunarstöð á Eskifirði í félagi við Bjöm Kristjánsson, vaskleikamann sem lést fyrir aldur fram. Þetta var ekkert stórfyrirtæki, en rekið af dugnaði og forsjálni og mun hafa skilað þeim félögum nokkmm arði. En síldin er brellin, og einn góð- an veðurdag var hún horfin af miðum eins og margoft hefur gerst, í þetta skipti líklega vegna þess að maðurinn kunni sér ekki hóf og reyndist henni valtastur vina. Hvað sem olli var til einskis að sýta. Þá gerðist Hilmar heilbrigðisfulltrúi á Eskifirði og erindreki Fiskifélags íslands á Austurlandi. Þeim störf- um gegnir hann enn. Eftir að Hilmar hætti á sjónum gafst honum betri tími og aðstaða til að sinna áhugamálum sínum og hefur mikið áunnist, því hann er bæði verksígjam, laginn og fylginn sér. Ég halla á engan þótt ég segi að hann hafi átt manna mestan þátt í endurreisn Gömlubúðar á Eskifirði og stofnun þess sjóminja- og byggðasafns sem hún geymir. Þessi virðulega aldna bygging var orðin svo illa til reika að ýmsum fannst ekki skaði skeður þótt hún færi í súginn. Um marga þá hluti sem þar em forvitnilegastir þyrfti ekki lengur að spyija, ef Hilmar hefði ekki verið vakinn og sofínn í að halda til haga öllu sem menning- arsögulegt gildi hefur og hvetja aðra til þess. Allt má níða og allt má prýða. Það hefur áþreifanlega sannast á Gömlubúð sem er risin úr öskustónni og orðin staðarstolt; hús sem vekur athygli ferðalanga og löngun til að skoða merkisgripi og myndir sem þar em innanstokks. Sagt er að köld sé mágaástin, en illur rógur væri það um okkur Hilmar Bjamason: með okkur hefur ávallt verið hin ágætasta vinátta frá því er við tengdumst, og við hann hef ég átt meira og nánara samstarf en flesta menn aðra. Ef allt er rakið til róta hygg ég þakka megi honum, að saga Eskifjarðar er komin á þann rekspöl sem raun ber vitni. Á fiigmm sumardegi 1966 fór ég með honum út á fjörð að vitja um kolanet. Við fómm að engu óðslega: vomm að virða fyrir okkur bæinn, hvörfluðum sjónum frá húsi til húss, létum hugann reika og rifj- uðum upp atvik úr lífi fólks sem þar hafði búið í bemsku okkar og æsku. Talið barst að hver skaði væri að kunna ekki skil á því helsta sem hér hefði gerst fyrir okkar dag. Þegar ég kom suður lagði ég leið mína niður í Þjóðslq'alasafn; hafði aldrei komið þangað áður. Hinn 5. nóvember sendi ég Hilmari dálitla handskrifaða kompu með gloppóttu ágripi af sögu staðarins til að gleðja hann á fimmtugsaf- mælinu. Þetta var upphaf verks sem ég sleppti ekki hendi af í full tutt- ugu ár. Allan þann tíma unnum við markvisst saman að sögurituninni og ýmsu sem henni tengdist, því Hilmar hefur verið formaður Byggðarsögunefndar Eskifjarðar frá stofnun hennar til þessa dags. Þótt ég hafí ekki af ráðnum hug notað mér verkfysi hans til að auka leti mína, hefur sumt af því sem ég þóttist vera að gera til gagns orðið honum ómældur erfiðisauki. Svo er til dæmis um myndasafn Eskfírðinga; ég var þefvís á mark- verðar myndir heima og heiman, ósporlatur að leita þær uppi og lét ekki undir höfuð leggjast að skrifa aftan á þær og koma þeim í örugga vörslu heima í héraði. Fyrr en varði voru þær famar að skipta þúsund- um. En þá var eftir að skrá safnið og koma á það skipulagi: margra mánaða ef ekki ára eljustarf og krefst mikillar nákvæmni. Þama tók Hilmar við og hefur af iðni verið að bæta mynd við mynd, hundraði við hundrað, þúsundi við þúsund í stopulum tómstundum sínum — óbeðinn og án endur- gjalds, knúinn til verka af vitund- inni um að hann væri að leggja gull í lófa framtíðarinnar. Það em svona menn sem lyfta heilum byggðarlög- um á hærra menningarstig: heilla- karlar eins og Þórður í Skógum, Jóhann Rafnsson í Stykkishólmi, svo dæmi séu nefnd um hans líka í öðmm fjórðungum. Hilmar Bjamason hefur unnið að framgangi margra þjóðþrifamála og hvarvetna þótt tillögugóður er mér óhætt að fullyrða: átt sæti á Fiskiþingi í fjölda ára og verið kos- inn forseti þess hvað eftir annað, átt sæti í stjóm Safnastofnunar Austurlands, náttúmvemdarmenn eiga hauk í homi þar sem hann er, því gömlu veiðiklónni er það mestur unaður að fylgjast með lífinu í náttúmnni á landi og sjó og sjá það dafna. Ég læt hjá líða að rekja mikil og ánægjuleg samskipti fjölskyldna okkar, þó að þar væri vitanlega af mestu að taka. Slíkt er einkamál. Aftur á móti fæ ég ekki neitað mér um að nefna annað sem ég hef lengi dáðst að, en aldrei haft orð á fyrr. Á uppvaxtarámm okkar og miklu lengur var maður í þorpinu, Gunnar Gunnarsson frá Borgum, sem ólst upp með móður sinni og var undir vemdarvæng hennar uns hún lést í elli. Þau mæðgin áttu hvort annað að og engan annan. Eftir fráfall gömlu konunnar var Gunnar algjör einstæðingur. Hann var eitt þessara fullorðnu bama sem eiga allt undir því að náunginn taki tillit til þess sem þau vantar. Þau em næm á hvað að þeim snýr. Það gerðist eins og af sjálfu sér að Gunnar varð skjólstæðingur Hilmars í áratugi til æviloka, þótt hann væri honum ekki vandabundinn á nokkum hátt. Artarsemi Hilmars við þennan um- komulausa mann lýsir honum betur en ég fæ gert. Við í Suðurgötu 8 sendum Hilm- ari og fjölskyldu hans bestu hamingjuóskir. Einar Bragi NILFIS GS90 ara LETT. LIPUR OG VANDVIRK Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. HAGKVÆM OG HEILNÆM 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur rykmenga loftið, sumar hrikalega. Já, svona er NILFISK: Vönduð og fæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Ull CIQIC heimsins BESTA RYKSUGA 1^1 l^^lm Stór orð, sem reynslan réttlætir /FDniX HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 39 Kedjusagir 16 og 20 tommu sagir. þqr APMÚLA11 SIMI GBIDOtn HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJONUSTA Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá = HEÐINN = VELAVERSLUN. SIMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJONUSTA-LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.