Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Sigi Held, landsliðsþjálfari: Knattspyrnan á íslandi olli mér vonbrigðum • Að sögn Slgi Held var Framliðið eina falenska félagsliðið sem reyndi að leika góða knattspyrnu f sumar. Á myndinni er Pótur Ormslev leikstjórnandi Fram. SIGI Held, iandsliðsþjálfari f knattspyrnu, er nú aftur sestur að í Vestur-Þýskalandi eftir að hafa verið búsettur á íslandi allt síðastliðið sumar. Hann var hór á landi til að kynna sór íslenska knattspymu og íslenska knattspyrnumenn en þekking á fslenskum aðstaaðum er að sjálfsögðu grundvöllur þess að geta valið besta lands- liðið á hverjum tfma. Morgun- blaðið spurði Sigi Held um hvað honum hafi fundist um knatt- spyrnuna hór á landi. „Mér þótti hún því miöur afar slök", sagði hann. „Ég sá fáa góða leiki á íslandi í sumar og satt að segja varð ég fyrir dálitl- um vonbrigðum. Bestu íslensku liðin kæmust líklega ekki í aðra deild í Vestur-Þýskalandi. Enda eru þau eingöngu skipuð áhuga- mönnum." „Aðalatriðin í fslensku knatt- spyrnunni virðast vera hraði og harka og hinn svokallaði „kick and run" fótbolti ræður ferðinni að mestu. Mér virtist Fram vera • Sigfrled Held eina félagsliðið sem reyndi virki- lega að leika góða knattspyrnu". - Hvað er hægt að gera til bæta úr þessu? „Lengja keppnistímabilið. Það er að mínu mati númer eitt, tvö og þrjú. Það er afskaplega erfitt, nánast útilokað, að ná upp góð- um knattspyrnuliðum þegar aðeins er leikið í nokkra mánuði á ári. Það verður að æfa meira og leika meira. Ég hef enga skoð- un á því hvernig best er að gera þaö - hvort það eigi að fjölga liö- um í 1. deild eða leika deildar- keppnina á einhvern annan hátt. En leikjunum verður að fjölga". - Sástu leikmenn í íslensku knattspyrnunni sem gætu skap- að sér nafn f atvinnumennsku? „Já, það eru margir strákar á fslandi með mikla hæfileika. En þá kem ég aftur að því sama - þeir verða að æfa og leika miklu meira en þeir gera nú. Ég sá svona 20 til 30 stráka í sumar sem gætu orðið góðir atvinnu- menn ef þeir gætu æft tvisvar á dag og leikið allt árið. Ef þeir þyrftu ekkert að hugsa um nema knattspyrnuna." - Hvar stendur landsliðið getuiega séð? „Ef allir leikmennirnir eru með og leika af 110% getu þá er íslenska landsliðið gott lið. Þá gætum við unnið mjög góð landslið í Evrópu, lið sem aldrei eru nefnd í sömu andrá og það íslenska. Ef okkur hinsvegar vantar einn eða tvo menn af þeim sterkustu þá hrapar það um gæðaflokk og á þá litla mögu- leika gegn atvinnumannaliðum." - Hve góðir eru landsliðs- menn okkar f samanburði við knattspyrnumenn almennt í Evrópu? „Þeir eru misgóðir eins og ís- lendingar vita. Ég tel t.d. Ásgeir, Arnór og Atla vera leikmenn af háum gæðaflokki og miða þá við knatspyrnuna í V/estur-Þýska- landi. Þetta eru leikmenn sem leikið hafa allt árið lengi og hafa haft knattspyrnuna fyrir atvinnu árum saman. Fyrir hina strákana, sem vinna fulla vinnu með þessu, er mjög erfitt að ná góðum ár- angri," sagði Sigi Held. Ljósmynd/Niels Hermannsson • Sigurvegarar á haustmóti JSÍ sem haldið var um helgina. Frá vinstri: Haukur Garðarsson, Auðjón Guðmundsson, Freyr Gauti Sigmundsson, Jóhannes Haraldsson, Halldór Guðbjörnsson,Omar Sigurðsson og Arnar Marteinsson. Mikil barátta á haustmóti í júdó HAUSTMÓT JSÍ var haldið f íþróttahúsi Kennaraháskólans laugardaginn 1. nóv. sl. Keppt var í 4 þyngdarflokkum karla og 3 þyngdarflokkum drengja, sam- tals 34 keppendur. Sérstaka athygli vakti harðfylgi þeirra Jóhannesar Haraldssonar UMFG og Halldórs Guðbjörnsson- ar JR, en þeir sigruðu báðir í sínum þyndgarflokkum eftir harða bar- áttu. 3. Eirikur I. Kristinsson Ármanni 3. Davíð Gunnarsson Ármanni + 86 kg flokkur 1. Ómar Sigurösson UMFK 2. Halldór Hafsteinsson Ármanni 3. Guðmundur Sm. Ólafsson Selfossi í fyrsta skipti voru nú keppendur frá Selfossi, en þar hafa verið stundaðar júdóæfingar á vegum Ungmennafélags Selfoss undan- farin 2 til 3 ár. Stóðu þeir sig með mikilli prýði og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir _'*stystu glímu mótsins sem lands- liðsþjálfari JSÍ, Finninn Reino Fagerlund, gaf. Halldór Hafsteins- son, Ármanni hlaut þau fyrir eina af glímum sínum, sem lauk með fallegu kasti, „uchi-mata", á að- eins 6 sekúndum. í drengjaflokki var framganga þeirra Gauta Sigmundssonar og Auöjóns Guðmundssonar úr KA sérlega glæsileg og er enginn vafi á að þeir geta náð langt með sama áframhaldi. Úrslit einstakra flokka urðu sem hér segir: KARLAR: + 65 kg flokkur 1. Jóhannes Haraldsson UMFG 2. Magnús Kristinsson Ármanni 3. Helgi Júlíusson Ármanni 3. Stefán Gunnarsson Selfossi + 71 kg flokkur 1. Halldór Guðbjörnsson JR 2. Karl Eriingsson Ármanni + 86 kg flokkur 1. Arnar Marteinsson Ármanni 2. Jón Atli Eövarösson Ármanni 3. Ófeigur Grétarsson Ármanni DRENGIR: 11—12 ára 1. Haukur Garöarsson Ármanni 2. ólafur Helgi Þorgrímsson Ármanni 3. Jón Gunnar Björgvinsson Ármanni 13-14 ára: + 65 kg fl. 1. Auöjón Guömundsson KA 2. Biörn Helgi Björgvinsson Ármanni 3. Ólafur Ólafsson Ármanni 13-14 ára: + 55 kg fl. 1. Freyr Gauti Sigmundsson KA 2. AÖalsteinn Jóhannesson KA 3. Elías Bjarnason Ármanni Evrópukeppnin íknattspyrnu: Risarnir mætast íTorinó íkvöld ÍTÖLSKU meistararnir Juventus leika gegn spönsku meisturunum Real Madrid í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu ■' kvöld. Real Madrid vann fyrri leik- inn sem fram fór í Madrid með einu marki gegn engu. Uppselt er á leikinn í kvöld, eða um 64 þúsund manns. Seinni leikirnir í 2. umferð Evrópukeppninnar fara fram í kvöld. Margir telja að Juventus og Real Madrid séu með bestu félags- lið Evrópu í dag og súrt að annað þeirra falli úr keppninni í kvöld. En svona er knattspyrnan. Juventus getur nú stillt upp sinu sterkasta liði í langan tíma. Michael Laudrup og Aldo Serena verða með í kvöld, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. Rino Marchesi, þjálf- ari Juventus, sagði að endurkoma Laudrups og Serena í liðið kæmi til með að breyta liðinu til hins betra. „Ég hugsa að Real Madrid leiki með svipuðu sniði og þeir gerðu á Spáni. Þeir reyna að sækja og freysta þess að skora annað mark. Við verðum að vera varkárir og sækja án þess að það komi niður á varnarleiknum, “ sagði Marchesi. ,, 1—0 sigur Juventus mundi þýða framlengingu og þá hugsan- lega vítaspyrnukeppni. En einmitt í vítaspyrnukeppni hafa mörg ítölsk lið farið flatt að undanförnu. Roma og Napoli voru bæði slegin út úr Evrópukeppninni í fyrstu umferð eftir vítaspyrnukeppni og svo tapaði ítalska landsliðið, sklp- ðað leikmönnum undir 21 árs, Evrópumeistaratitlinum til Spán- verja eftir vítaspyrnukeppni. „Ég held aö þessi leikur verði ekki framlengdur og að til víta- spyrnukeppni þurfi ekki að koma. Ég er sannfærður um að Juventus vinnur með tveimur mörkum gegn engu og kemst þar með áfram, “ sagði Michel Platini. • Michael Laudrup leikur með Juventus í kvöld. Forseti Juventus, Giampiero Boniperti, sagöi að öll ítalska þjóð- in stæði með Juventus í kvöld. „Það er þó grátlegt að annað af tveimur bestu félagsliðum Evrópu þurfi að falla úr keppninni eftir leik- inn í kvöld, “ sagði Boniperti. Emilio Butragueno, sem leikur í fremstu víglínu hjá Real Madrid ásamt Hugo Sanchez og Jorge Alberto Valdano, sagði að Real Madrid gæti alveg eins unnið leik- inn í Torinó í kvöld. „Real Madrid er lið sem skorar jafnan mikið af mörkum. Fyrstu 30 mínúturnar í leiknum gætu ráðið úrslitum, “ sagði Butragueno. Liðin verða þannig skipuð: Juventus: Tocconi, Favero, Cabrini, Bonini, Brio, Caricola, Mauro, Manfredon- ia, Serena, Platini og Laudrup. Real Madrid: Buyo, Chendo, Camacho, Salguero, Sanchis, Gordillo, Butragueno, Michel, Hugo Sanchez, Gallego og Valdano.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.