Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 30
38Gr H3SNiaVÖW .8t HU0ACIUTMMI3 .GKlAJaVUJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 18 30 í, ---------------- Samtök eðlis- fræðinga gegn kjamorkuvá: Erindi og pall- borðs- umræður SAMTÖK íslenskra eðlis- fræðinga gegn kjamorkuvá efna til almenns fundar í húsi Verkfræði- og raunvís- indadeildar háskólans í kvöld. Framsöguerindi flytja Tómas Jóhannesson og Páll Einarsson. í fréttatilkynningu samtak- anna segir að þessa viku gangast friðarsamtök vísinda- manna um allan heim fyrir fundum og uppákomum til að vekja athygli á málstað sínum. Eftir framsöguerindi Tóm- asar og Páls verða pallborðs- umræður, þar sem þátt taka auk þeirraÁmi Bergmann, Guðmundur Magnússon, Gunnar Gunnarsson og Magn- ús Torfi Ólafsson. Hans Kr. Guðmundsson stjómar um- ræðum. Fundurinn hefst kl. 20.30 í stofu 158. Yfirmaður Rannsóknarlögreglunnar í Færeyjum: „Sendum allar upplýsing- ar imi mennina til Islands44 -segir rannsóknarlögreglan í Færeyjum MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um þá menn sem taldir eru standa að skemmdarverkunum á hvalstöðinni og á bátum Hvals hf. við Ægisgarð. Oftast er nefndur til sögunnar Rodney Coronado, sem er einn áhafnar- meðlima Sea Shepherd, skips samnefndra samtaka, en nafn félaga hans virðist á reiki. Er hann ýmist nefndur Nick Taylor eða David Howard. Þegar rannsókn málsins hófst kom í ljós að Coronado hafði búið á Hjálpræðishemum og þar var einnig skráður sem gestur David Howard. Efast menn um að sá hafi verið skráður á réttu nafni heldur sé um að ræða Nick Taylór, sem einnig er félagi í Sea Shepherd. Suni Vinther, yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar í Færeyjum, sagði í gær að allar þær upplýsing- ar sem færeysk yfirvöld hafi haft um Sea Shepherd hafi verið sendar íslenskum yfirvöldum, en ekki vildi hann gefa neitt nánar upp um upp- l’ysingar þessar. Hann sagði þó að íslensk yfirvöld hafi haft uppl’ys- ingar um bæði Coronado og Taylor áður en til skemmdarverkanna kom, en ekki kannaðist Suni við nafnið Howard. Hann sagði að þeir félag- amir Coronado og Taylor hafi látið mjög að sér kveða við Færeyjar, þegar skip Sea Shepherd var statt þar í sumar. „Við sendum rannsóknarlögreglu íslenska ríkisins bréf og töluðum við þá í síma“, sagði Suni. „Þá var sent telex til dómsmálaráðuneytis- ins, eða Interpol, það er víst það sama hjá ykkur." Suni vísaði hér til þess að telex-tækið sem tekur við upplýsingum frá Interpol er staðsett hjá dómsmálaráðuneytinu. Sagði Suni að íslensk og færeysk yfirvöld hefðu skipst á upplýsingum oft síðan árið 1985. „Þá fengum við upplýsingar frá útlendingaeftir- litinu, þegar skip Shepherd-manna var statt á íslandi. Eg man ekki hveijir voru um borð þá, en það var nokkum veginn sama áhöfn og var á skipinu við Færeyjar í sumar.“ Ámi Siguijónsson, hjá utlend- ingaeftirlitinu, sagðist efast um að það væri rétt hjá Suni að Færeying- ar hafí sent aljar upplýsingar um þessa menn til íslands. „Þeir sendu okkur skeyti þann 20. júní sl. þar sem hvergi var minnst á þetta. Ef skeyti hefðu komið til dómsmála- ráðuneytisins um þessa menn, þá hefði það komið til okkar. Það hef- ur aldrei verið öðmvísi. Ef nöfn þessara manna hefðu verið í þessum skeytum þá hefðu þeir verið á skrá hjá okkur.“ Það kom fram í sam- tali við Áma að nafn Coronado var í upplýsingum þeim sem útlend- ingaeftirlitið sendi til Færeyja, en þar sem hann hafi ekki brotið af sér hér hafi nafn hans ekki komist á skrá. Samkvæmt upplýsingum Teits Lámssonar, starfsmannastjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem Coronado starfaði, reyndist hann ekki hafa atvinnuleyfi og kom mál hans til kasta útlendingaeftirlitsins sem einnig ræddi við David Howard (Nick Taylor) vegna tíðra aðsetur- skipta hér á landi. Ámi Siguijóns- son hjá útlendingaeftirlitinu var inntur eftir því hvort ekki hefðu verið könnuð vegabréf mannanna og sagði hann þá: „Sá sem hafði með þetta að gera er nú ekki hér, en einhver skjöl hefur hann séð. Við könnum svona mál og sjáum farseðla og annað." Ámi sagði að ef Færeyingar hefðu staðið rétt að málum hefðu þeir auðvitað átt að vísa Coronado úr landi eftir átökin við Færeyjar. „Ef þeir hefðu gert það þá hefði nafn hans komist sjálfkrafa á skrá hjá okkur. Honum var hins vegar ekki vísað brott og nafn hans er ekki í brottvísunarbókinni hjá okk- ur“, sagði Ámi. Jón Thors, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu, sagði að í skeyti Færeyinga frá 20. júní í ár, hafi þeir sagt frá samskiptum sínum við Sea Shepherd og spurt um olíuvið- skipti skipsmanna hér fyrir ári. Ekki hafi verið minnst á nöfn ann- arra manna en Paul Watson. Helgi Daníelsson, yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði að það hlyti að vera einhver misskilningur sem fram kæmi hjá Suni Vinther um að fær- eyska lögreglan hafi haft samband við RLR vegna Sea Shepherd. „Ég hef aldrei heyrt á þetta minnst og veit ekki við hvem hann hefur talað hér um það,“ sagði Helgi. Piskmarkaðurinn í Hull: 71 króna fyrir kíló af þorski „ TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Þýzkalandi og Bretlandi á miðvikudag. Þau fengu bæði hátt verð fyrir aflann. Krossanes SU seldi 80,4 lestir, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 5.707.100 krónur, meðalverð 70,99. Barði NK seldi 138,6 lestir, mest karfa og ufsa í Bremerhaven. Heildar- verð var 7.099.500 krónur, meðalverð 51,23. Á þriðjudag voru seldar 188,4 lest- ir úr gámum í Bretlandi. Heildarverð var 12.730.900 krónur, meðalverð 67,59. 145,2 lestir voru af þorski á 68,19 krónur að meðaltali, 12,9 lestir af ýsu á 73,48, 9 lestir af kola á 64,43 og 6 lestir af karfa á 39,31 krónu hvert kíló. Dregið í happdrætti Sjálf stæðisf lokksins DREGIÐ var hjá borgarfógeta í hausthappdrætti Sjálfstæðis- flokksins í gærkvöldi. Upp komu eftirtalin vinnings- númen42745, 50135, 70487, 40049, 69725, 77440, 20680, 5325, 2037, 78589, 29356, 44009,15957, 85334, 9165, 20462, 34112. (Birt án ábyrgðar.) GENGIS- SKRANING Nr. 215 - 12. nóvember 1986 Kr. Kr. ToU- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,600 40,720 40,750 St.pund 58,192 58,364 57,633 Kan.doliari 29,315 29,402 29,381 Dönsk kr. 5,3037 5,3194 5,3320 Norskkr. 5,4318 5,4479 5,5004 Sænskkr. 5,8442 5,8615 5,8620 Fi.mark 8,2303 8,2546 8,2465 Fr.franki 6,1204 6,1385 6,1384 Belg.franki 0,9639 0,9667 0,9660 Sv.franki 24,1566 24,2280 24,3400 Holl.gyllini 17,7177 17,7700 17,7575 V-þ. mark 20,0232 20,0824 20,0689 Ítlíra 0,02894 0,02903 0,02902 Austurr.sch. 2,8461 2,8545 2,8516 Port escudo 0,2729 0,2737 0,2740 Sp. peseti 0,2986 0,2994 0,2999 Jap.yen 0,25139 0,25214 0,25613 Irsktpunr 54,627 54,789 54,817 SDR (Sérst; 48,7331 48,8770 48,8751 ECU, Evrópum. 41,7855 41,9090 41,8564 Þjóðmálakönnun Félagsví sindastofnunar: Alþýðuflokkurínn er nú annar stærsti flokkurínn HÉR FER á eftir í heild grein- argerð Félagsvísindastofnun- ar Háskóla íslands fyrir þjóðmálakönnun þeirri sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 31. október til 7. nóv- ember sl.: Þijár spumingar voru lagðar fyr- ir alla svarendur um hvað þeir myndu kjósa ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Fyrst voru menn spurðir: Ef alþingiskosning- ar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við þessari spum- ingu voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líklegast sé að þú myndir kjósa? Segðu menn enn „veit ekki“ voru þeir spurðir: En hvort heldurðu að það sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? Tafla 1 sýnir niðurstöðumar, sem fengust með fyrstu tveim spurning- unum. Til samanburðar eru tölur úr þjóðmálakönnun Félagsvísinda- stofnunar frá því í maí 1986. Eins og fyrr er getið vom þeir sem sögðu „veit ekki“ við fyrstu tveim spurningunum um alþingis- kosningar spurðir hvort þeir teldu líklegra að þeir kysu Sjálfstæðis- flokkinn eða einhvem annan flokk. Niðurstöðumar eru í töflu 2. Taflan sýnir, að Sjálfstæðisflokk- urinn virðist eiga minna fylgi hjá þeim óráðnustu en meðal annarra. Tafla 3 sýnir fylgi flokkanna þar sem tekið er tillit til þessa. í töfl- unni er þeim sem telja líklegra að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn (21) bætt við fylgi flokksins. Þeim sem segja líklegra að þeir kjósi annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn (122) er hins vegar skipt á milli annarra lista eftir hlutföllum þeirra í töflu 1. Hugsanlegt er að form 3. spurn- ingarinnar ýti heldur undir að menn segist ætla að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að með því móti komast þeir hjá því að nefna einn flokk. Auk þess getur skipting þeirra óráðnustu sem segj- ast ætla að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað ver- ið önnur en sú sem fram kemur í töflu 1. Það er því fróðlegt að skoða hvað þeir kjósendur, sem svöruðu síðustu spumingunni af eða á, segja að þeir hafi kosið í alþingiskosning- unum 1983. Af þeim 21, sem telja líklegra að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn nú, kusu 10 flokkinn 1983, 1 kaus Framsóknarflokkinn, 5 höfðu ekki kosningarétt, 1 skilaði auðu og 4 neituðu að segja hvað þeir kusu síðast. Af þeim 122, sem telja líklegra að þeir kjósi annan flokk en Sjálf- stæðisflokkinn nú, kusu 12 flokkinn síðast, 12 kusu Alþýðuflokkinn, 19 kusu Framsóknarflokkinn, 16 kusu Alþýðubandalagið, 7 kusu Kvenna- listann, 16 höfðu ekki kosningarétt, 11 kusu ekki, 9 skiluðu auðu, 15 neituðu að svara og 5 mundu ekki hvað þeir kusu síðast. Tafla 2. Ef veit ekki við spurningu 1 og 2: Sjálfstæðisflokk eða aðra? Nóvember 1986 Maí 1986 Fjöldi Allir Kjósa flokk Fjöldi Allir Kjósa flokk Líklegri til að kj. Sjálfst.fl. 21 10,6% 14,7% 15 9,3% 17,9% Líklegri til að kj. aðra 122 61,6% 85,3% 69 42,6% 82,1% Neita að svara 6 3,0% 4 2,5% Veit ekki 49 24,7% 74 45,7% Samtals 198 100% 100% 162 100% 100% Tafla 1. Hvað heldurðu að þú kjósir? (Ef veit ekki: Hvað er líklegast?) Nóvember 1986 Maí 1986 Fjöldi AlUr Kjósa Fjöldi Aliir Kjósa flokk flokk Alþýðuflokkur 177 15,7% 22,9% 109 9,8% 14,8% Framsóknarfl. 127 11,2% 16,4% 108 9,7% 14,7% Sjálfstæðisfl. 287 25,4% 37,1% 311 27,9% 42,3% Alþýðubandalag 113 10,0% 14,6% 112 10,0% 15,2% Bandal. jafnaðarm. 4 0,4% 0,5% 26 2,3% 3,5% Kvennalistinn 64 5,7% 8,3% 64 5,7% 8,7% Flokkur mannsins 2 0,2% 0,3% 5 0,4% 0,7% Aðrir — — — 4 0,4% Mun ekki kjósa 53 4,7% 70 6,3% Skila auðu/ógildu 34 3,0% 53 4,7% Neitar að svara 71 6,3% 92 8,2% Veit ekki 198 17,5% 162 14,5% Samtals 1130 100% 100% 1116 100% 100% Tafla 3. Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum? Samanlögð svör við þremur spurningum. Nóvember 1986 Maí 1986 Fjöldi AUir Kjósa Fjöldi Allir Kjósa flokk flokk Alþýðuflokkur 221 19,6% 24,1% 127 11,4% 15,5% Framsóknarfl. 159 14,1% 17,3% 126 11,3% 15,4% Sjálfstæðisfl. 308 27,3% 33,6% 326 29,2% 39,8% Alþýðubandalag 141 12,5% 15,4% 130 11,6% 15,9% Bandal. jafnaðarm. 5 0,4% 0,5% 30 2,7% 3,7% Kvennalistinn 80 7,1% 8,7% 74 6,6% 9,0% Flokkur mannsins 3 0,3% 0,3% 6 0,5% 0,7% Aðrir — — — 4 0,4% Mun ekki kjósa 53 4,7% 70 6,3% Skila auðu/ógildu 34 3,0% 53 4,7% Neitar að svara 77 6,8% 96 8,6% Veit ekki 49 4,3% 74 6,6% Samtals 1130 100% 100% 1116 100% 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.