Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 33 Söngkonan Sinitta skemmtir í Evrópu DANS- og söngkonan Sinitta skemmtir í Veitingahúsinu Evr- ópu um þessar mundir. Hún er fædd í Washington í Banda- ríkjunum og er dóttir söngkon- unnar Miquel Brown, sem heimsótti Island fyrir tæpum þremur árum. Sinitta hefur dansað með dans- flokknum Hot Gossip og um þessar mundir syngur hún á móti David Essex í söngleiknum Uppreisnin á Bounty. Sinitta hefur meðal annars sungið lögin Cruising, So macho og Feels like the first time. Fyrsta skemmtun Sinittu í Evr- ópu verður í kvöld, fímmtudag og síðan skemmtir hún á föstudags- og laugardagskvöldið. Fréttatilkynning Villibráðakvöld í A. Hansen VEITINGAHÚSIÐ A. Hansen í Hafnarfirði tekur nú upp gamlan sið og býður upp á villibráða- kvöld í kvöld, föstudagskvöld og laugardagsk völd. Boðið verður upp á villibráð sem matreidd er á hlaðborð á 15 mis- munandi vegu og að sjálfsögðu allt sem tilheyrir. Má sem dæmi nefna hreindýr, gæsir, rjúpur, lunda, skarfa, svartfugla og fleira. Salur- inn verður skreyttur með laufi og lyngi. Þess má geta að hinn lands- kunni söngvari Haukur Morthens mun skemmta matargestum. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Jón Páll Beitir NK 123 frá Neskaupstað með 1.200 kast á síðunni, en mokveiði var á miðunum síðastliðinn fimmtudag 360.000 lestir loðnu á land STORMUR var á loðnumiðunum seinnihluta síðustu viku og um helgina og skipin komust ekki á miðin fyrr en í upphafi vikunnar eftir nokkra bið. Heildaraflinn frá upphafi vertiðar eru nú tæp- lega 360.000 lestir og er það svipað og á sama tima í fyrra. Loðnuverð er frjálst til áramóta, en verksmiðjumar þurfa að gefa út breytingar á verðinu með reglu- legu millibili, eigi þær sér stað. Nú er verðið nokkuð mismunandi eftir íjarlægð frá miðunum. Verksmiðjur austan Langaness greiða 1.900 krónur fyrir hveija lest. Við Faxa- flóa og í Vestmannaeyjum eru greiddar 1.800 krónur, 1.700 frá Bolungarvík að Langanesi nema á Ólafsfirði, 1.750 og á Krossanesi. Þar er verðið 1.700 með 10% álagi, sé loðnan nægilega fersk. Svo hefur undantekingarlaust verið og verið á Krossanesi þvi 1.870 í raun. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna HASKOLABIO SÍMI611212 Afgreiðsla — ræsting Háskólabíó óskar eftir að ráða starfsmenn í heilsdags- og hlutastörf til að vinna við af- greiðslu og ræstingu. Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „H — 556“ fyrir laugardaginn 15. nóv. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. Um er að ræða hálfs- dagsstarf eftir hádegi. Upplýsingar á skrifstofunni milli kl. 16.00- 18.00 í dag og á morgun, ekki í síma. EgillJacobsen, Austurstræti 9. Hjálp! Einstæður faðir óskar eftir aðstoð á heimili frá kl. 16.00-20.00 daglega. Almenn heimilis- störf. Tveir drengir 9 og 13 ára gamlir í heimili auk föður. Upplýsingar veittar í síma 688100 (Sverrir) á daginn. Atvinna Okkur vantar menn í eftirtalin störf: 1. Næturvörslu með ræstingu. 2. Lagervinnu. 3. Pappírsumbrot. Hafið samband við okkur milli kl. 16.00-18.00 næstu daga. ISDI Prentsmiöjan Oddi hf. Höföabakka 7 — Sími 83366 Blaðberar — Selfossi Blaðberar óskast. Þurfa að geta borið út fyrir hádegi. Ath. blaðið keyrt heim til blaðbera. Upplýsingar í síma 1966 eftir kl. 18.00. Röntgentæknar Röntgentæknir óskast að sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs frá 15. janúar 1987 til afleysinga. Upplýsingar um starfið veitir deildarrönt- gentæknir í síma 92-4000. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns. Sjúkrahús Kefla víkurlæknishéraðs. Söluaðili óskasttilað selja korkflisar Norræn verksmiðja, sem hefur korkflísar á gólf sem aðalfraleiðslu, óskar eftir söluaðila með eigin lageraðstöðu á Reykjavíkursvæðinu. Um er að ræða, annars vegar korkflísar sem þarf að lakka og hins vegar korkflísar með PVC-slitlagi. Miðað er við að selja flísarnar til nýbygginga og til viðgerða í gömlum húsum. Söluaðilar með góða sölumöguleika fyrir korkflísar, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til okkar, og við munum koma í heimsókn í nóvembermánuði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: “Korkflísar - 1057“. Teiknari Verkfræðistofa óskar eftir teiknara til starfa sem fyrst. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ö — 5003". Umbúða- framleiðsla — framtíðarstörf Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar eftir starfs- mönnum til stillingar og keyrslu á iðnaðarvél- um. Við leitum að traustum mönnum sem vilja ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og traustu fyrirtæki. Gott mötuneyti er á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi samband við Þóru Magnúsdóttur. Fyrir- $ spurnum ekki svarað í síma. Kassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVÍK - S. 383 83 PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera til starfa í Reykjavík. Um er að ræða hálfdagsstörf frá kl. 8.00- 12.00. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu póststofunnar Ármúla 25 og öllum póstútibú- unum. Þroskaþjálfar, uppeldisfulltrúar Svæðisstjórn Reykjanessvæðis málefna fatl- aðra óskar að ráða þroskaþjálfa og uppeldis- fulltrúa til, starfa við skammtímavist fyrir fatlaða í Kópavogi. Um er að ræða hluta- störf, aðallega á kvöldin og um helgar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 43862 virka daga kl. 9.00-11.30 eða fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 651692 virka daga kl. 8.00-12.00. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Lyngási 11,210 Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.