Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 39

Morgunblaðið - 23.11.1986, Side 39
og kváðust þurfa leyfí frá viðskipta- ráðuneyti Bandaríkjanna. Sam- þykki frá ráðuneytinu kom innan viku okkur til mikillar undrunar. Vélamar voru fluttar til Lúxem- borgar og skrásettar hér. Þá var gengið til samninga við Iran Air, sem tókust þrátt fyrir ýmsa erfíð- leika við samningsgerðina. Iran Air er ríkisrekið fyrirtæki og ríkið rekur einnig stríð. Öllum yfírfærslum á gjaldeyri fylgja miklir annmarkar. Eins drógst á langinn hjá þeim að taka endanlega ákvörðun, því fleiri höfðu áhuga á þessu verkefni. En þeir höfðu ekki sama vélakost og við og heldur ekki flugfélag á bak við sig eins og við. Við enduðum með að fljúga þremur vélum í fyrri hluta pílagrímaflugsins, af gerðinni 747-100 með 505 sætum, eða með 43.000 pílagríma, en í seinni hlutan- um flugum við þremur vélum og fluttum 53.000 manns, eða allt í allt 95.000 pflagríma til og frá Jedda. Einnig flugum við áætlunar-1 flug fyrir Iran Air til Evrópu og Istanbul og fleiri staða í Austur- löndum nær. Um 30 manns störf- uðu við fyrri hluta flugsins en 40 í þeim seinni. Endanlegt uppgjör hefur farið fram og eru að sjálf- sögðu allar greiðslur til okkar komnar. — Voru gerðar sérstakar kröf- ur til starfsfólks ykkar? Pyrst og fremst urðu allir að vera starfsmenn Cargolux, en ekki ráðnir fyrir þetta verkefni ein- göngu. Þeir settu ekki neinar aðrar sérstakar reglur, nema að farið yrði að þeirra lögum við flugrekst- urinn. — Eru þeirra reglur frá- brugðnar reglum á Vesturlönd- um? Þær eru frábrugðnar að því leyti að flugmenn mega ekki fljúga í stuttermaskyrtum og svo urðum við að hafa um borð trúarbragðaverði, sem einnig gegna starfí öryggis- varða, fjóra í pflagrímaflugi en sex í áætlunarflugi. — Hvers áttu trúarbragða- verðir að gæta í flugi? Fyrst og fremst öiyggis, en síðan er tilkynnt í upphafí hvers flugs að konur séu skyldugar til að bera höfuðblæjur sínar á meðan á flug- inu stendur. — Er mikill hagnaður af svona flugi? Já, mjög svo. Iran Air er mjög vel skipulagt flugfélag, betur en nokkurt annað sem við höfum flog- ið fyrir. Til dæmis tók ekki nema hálftíma að afhlaða vélamar í Jedda og ekki nema klukkutíma að hlaða þær aftur 505 farþegum auk far- angurs. Þetta er mjög óvenjulegt og sýnir best hversu vel skipulagðir þeir eru. Samtals flugum við fyrir þá í 1560 klukkutíma. Okkar starfs- fólk vann einnig mjög vel í þessu flugi sem endranær. — Hvað er nýtt á döfinni hjá Cargolux? Við erum að athuga með far- þegaflug til Karabíska hafsins, það gæti orðið um eina til tvær vélar að ræða á viku, ef úr verður. — Hvert flýgur Cargolux mest? Austurlönd fjær eru ennþá aðal- viðskiptastaðir okkar og aðalmið- stöðin er í Taipei. Við fljúgum fjórum sinnum í viku til Austur- landa fjær og bætum einni ferð við nú í jólaönninni, til Singapore, Tai- pei og Hong Kong, og þar að auki fljúgum við tvisvar í viku til Fuku- oka í Japan. Til Bandarílq'anna fljúgum við einu sinni í viku, til Houston og Miami. Áður flugum við til New York en erum hættir því, en við höfum farið fram á leyfí til þess að fljúga til Louisville í Kentucky, en þar eru aðalstöðvar United Parcel Service. Við flugum fyrir þá í 6 daga fyrir jólin í fyrra og vonumst til að fljúga í níu daga fyrir þá í ár. Svo fljúgum við tvisv- ar í viku til San Francisco og Seattle. Einnig fljúgum við talsvert fyrir önnur flugfélög, svo sem Luft- hansa og UTA, svo eitthvað sé nefnt. — Er mikil fjölbreytni í starfi ykkar hjá Cargolux? Það er óhætt að segja það, því til dæmis núna er nýjasta vélin sem við höfum tekið á leigu enn ekki komin til Lúxemborgar, hún hefur verið að fljúga yfír Kyrrahafíð til Bandaríkjanna, síðan tvær ferðir til Hong Kong og Mexíkó, þar sem hún náði í Formulu 1-kappaksturs- bflana og flutti þá til Adelaide í Ástralíu. Jóhannes iítur á klukkuna og mál er fyrir okkur að setja enda- punktinn á samtalið. Jóhannes á trúlega langan vinnudag fyrir hönd- um þó degi sé tekið að halla. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins í Lúxemborg. SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 mterpq! Sprin? 2«*rdwai* Show ínforniofi^ W '"ternational „„ E*h'bition of ur P^stðn and ^fýPPlical/on Balional Decorators. JMnters c<>nventlon f aPwsV VORU- SÝNINGAR BYGGINGAVORUR BUILDING FOR BILLIONS KAUPMANNAHÖFN 10.-18. janúar Hópferö 9. janúar HUSGOGN INTERNATIONAL FURNITURE FAIR KÖLN 13.-18. janúar Hópferó 12. janúar VEFNAÐARVORUR HEIMTEXTIL FRANKFURT 14.-17. janúar Hópferó 13. janúar I.S.M. KÖLN 25.-29. janúar Hópferð 24, janúar GJAFAVORUR OG BÚSÁHÖLD INTERNATIONAL SPRING FAIR BIRMINGHAM 1.-5. febrúar Hópferð 30. janúar HEIMILISTÆKI OG ELDHÚSÁHÖLD DOMOTECHNICA KÖLN 10.-13. febrúar Hópferð 9. febrúar GJAFAVORUR 1 FRANKFURT INTERNATIONAL FRANKFURT 21.-25. febrúar Hópferð 19. febrúar VERSLANAINNRETTINGAR EUROSHOP DUSSELDORF 21.-25. febrúar Hópferð 21. febrúar TISKUFATNAÐUR FUTURE FASHIONS - SKANDINAVIA \ KAUPMANNAHÖFN 19.-22. febrúar Hópferð 19. febrúar SPORTVORUR ISPO MUNCHEN 26. feb.-1. mars Hópferð 25. febrúar SKRIFSTOFUBUNAÐUR OG TÖLVUR CEBIT HANNOVER 4.-11. mars Hópferð JARNVORUR INTERNATIONAL HARDWARE FAIR KÖLN 8.-11. mars Hópferð 7. mars GLERIÐNAÐUR GLASSEX BIRMINGHAM 15.-18. mars Hópferð 13. mars =J FERÐA C&wbcal m MIÐSTDÐIN Jcaud

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.