Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 23.11.1986, Blaðsíða 80
Ullariðnaður: Samninga- nefnd til Sov- étríkjanna ALLT útlit er fyrir að samn- inganefnd íslenska ullariðnað- arins haldi til Moskvu um næstu helgi til viðræðna við Sovétmenn um sölu á ullar- varningi til Sovétrikjanna á næsta ári. Að sögn Guðjóns Hjartarsonar verksmiðjustjóra Álafoss hf. standa vonir til þess að samninga- viðræður hefjist mánudaginn 1. desember. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að tafír á undirskrift um sölu á ullarvamingi tefðu fyrir samningi um oliukaup til landsins ffá Sovétríkjunum. Viðskiptaráð- herra hefði gefíð Ioforð um að skrifað yrði undir samninga um olíukaup jafnskjótt og tækist að semja um sölu á síld þangað. í samninganefndinni um sölu á ullarvöru til Sovétríkjanna eru þeir Ingjaldur Hannibalsson for- stjóri Alafoss hf. og Guðjón ,, Hjartarson verksmiðjustjóri, og ' Iðnaðardeild SÍS þeir Jón Sig- urðarson framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Friðriksson og Hjörtur Fjeldsted. Austurstrætí eins og eft- ir loftárás MIKILL fjðldi fólks safn- aðist saman í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. est voru þetta ungling- ar og var ölvun áberandi mikil, að sögn lögreglu- manns á miðborgarstöð. Ekki var mikið um rúðu- brot eða þess háttar, en að sögn lögreglunnar var Aust- urstræti eins og eftir loftárás að morgni laugardags. Líkti lögreglumaðurinn þessu við Hallærisplanstímann, en kvaðst þó vona að þeir tímar væru ekki að renna upp aft- ur. Morgunblaðið/bnom Snorrason. VETURINA GRENNIHOFUÐBORGARINNAR Launahækkanir meiri en gert var ráð fyrir - segir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, vegna beiðni um hækkun á gjaldskrám opinberra fyrirtækja „RÍKISVALDIÐ stefndi að þvi að halda gjaldskrám opinberra fyrirtækja óbreyttum út árið þegar samningur ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins var gerður í vor. Því miður hefur það ekki gengið í einu og öllu upp og Ijóst er að launahækkan- ir í landinu hafa orðið miklu meiri en ráð var gert fyrir,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. í frétt í Morgunblaðinu hefur komið fram, að hækkun á gjald- J ^Aukin þensla á vinnumarkaði: Liðlega 2.700 lausar stöður á öllu landinu LAUSAR stöður á vinnumark- •r.ði voru í októberbyrjun 2.700, eða um 3,3% af heildarmann- afla. Á sama tima i fyrra var áætlað, að lausar stöður hafi verið um 1.600 og um 1.900 síðastliðið vor. Þessar upplýs- ingar koma fram í niðurstöðum könnunar, sem Þjóðhagsstofn- un hefur gert i samvinnu við Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. f niðurstöðum könnunarinnar kemur ennfremur fram, að þensla á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast frá því í vor og raunar alveg frá því í fyrrahaust. Jafnframt er athyglisvert að þenslumerkin eru Ifkt og þá mun meiri úti á landi en á höfiiðborgar- svæðinu og lætur nærri að þrír íjórðu hlutar lausra starfa séu utan þess. Önnur teikn um aukna þenslu á vinnumarkaði eru þau að í október voru að jafnaði 360 manns á atvinnuleysisskrá, en það er aðeins helmingur þess, sem verið hefur í þessum mánuðum undanfarin ár. Nú eins og áður er mestur skortur á verkafólki og iðnaðar- mönnum og tengist hann einkum þremur atvinnugreinum: Málm- og skipasmíðaiðnaði, fískvinnslu og vefjar- og fataiðnaði. Skortur á verkafólki til fískvinnslu er nær eingöngu utan höfuðborgarsvæð- isins. skrám Pósts og síma þyrfti að nema milli 30 og 40% til að mæta 170 millj. kr. rekstrarhalla stofnunar- innar í árslok, auknum rekstrar- kostnaði á næsta ári og fyrirhuguðu 300 millj. kr. framlagi stofnunar- innar í ríkissjóð á næsta ári. „Sá arður, sem Pósti og síma er ætlað að greiða í ríkissjóð á næsta ári, er ekki nýr af nálinni. Arður er á fjárlögum þessa árs og er í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Staða Pósts og síma hefur að vísu breyst síðan stofnuninni var gert að greiða arð í ríkissjóð, en ^árlaga- frumvarpið. er nú til meðferðar í Qárveitinganefnd og hvorki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikil hækkun verði heimiiuð á gjaldskrám Pósts og síma eða hve- nær hún mun taka gildi. Verið er að ræða þetta í ríkisstjóminni, en menn vilja halda aftur af opinberum hækkunum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að hægt væri að mæta 170 millj. kr. rekstrarhalla Pósts og síma annaðhvort með hækkun á gjaldskrám eða hagræð- ingu í rekstri og minni fjárfestingu. Hann sagði að hækkun á gjald- skrám opinberra fyrirtækja hefði m.a. borið á góma á fundi fjár- mála- og forsætisráðherra við aðila vinnumarkaðarins í fyrradag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.