Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 80

Morgunblaðið - 23.11.1986, Page 80
Ullariðnaður: Samninga- nefnd til Sov- étríkjanna ALLT útlit er fyrir að samn- inganefnd íslenska ullariðnað- arins haldi til Moskvu um næstu helgi til viðræðna við Sovétmenn um sölu á ullar- varningi til Sovétrikjanna á næsta ári. Að sögn Guðjóns Hjartarsonar verksmiðjustjóra Álafoss hf. standa vonir til þess að samninga- viðræður hefjist mánudaginn 1. desember. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að tafír á undirskrift um sölu á ullarvamingi tefðu fyrir samningi um oliukaup til landsins ffá Sovétríkjunum. Viðskiptaráð- herra hefði gefíð Ioforð um að skrifað yrði undir samninga um olíukaup jafnskjótt og tækist að semja um sölu á síld þangað. í samninganefndinni um sölu á ullarvöru til Sovétríkjanna eru þeir Ingjaldur Hannibalsson for- stjóri Alafoss hf. og Guðjón ,, Hjartarson verksmiðjustjóri, og ' Iðnaðardeild SÍS þeir Jón Sig- urðarson framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Friðriksson og Hjörtur Fjeldsted. Austurstrætí eins og eft- ir loftárás MIKILL fjðldi fólks safn- aðist saman í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. est voru þetta ungling- ar og var ölvun áberandi mikil, að sögn lögreglu- manns á miðborgarstöð. Ekki var mikið um rúðu- brot eða þess háttar, en að sögn lögreglunnar var Aust- urstræti eins og eftir loftárás að morgni laugardags. Líkti lögreglumaðurinn þessu við Hallærisplanstímann, en kvaðst þó vona að þeir tímar væru ekki að renna upp aft- ur. Morgunblaðið/bnom Snorrason. VETURINA GRENNIHOFUÐBORGARINNAR Launahækkanir meiri en gert var ráð fyrir - segir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, vegna beiðni um hækkun á gjaldskrám opinberra fyrirtækja „RÍKISVALDIÐ stefndi að þvi að halda gjaldskrám opinberra fyrirtækja óbreyttum út árið þegar samningur ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins var gerður í vor. Því miður hefur það ekki gengið í einu og öllu upp og Ijóst er að launahækkan- ir í landinu hafa orðið miklu meiri en ráð var gert fyrir,“ sagði Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. í frétt í Morgunblaðinu hefur komið fram, að hækkun á gjald- J ^Aukin þensla á vinnumarkaði: Liðlega 2.700 lausar stöður á öllu landinu LAUSAR stöður á vinnumark- •r.ði voru í októberbyrjun 2.700, eða um 3,3% af heildarmann- afla. Á sama tima i fyrra var áætlað, að lausar stöður hafi verið um 1.600 og um 1.900 síðastliðið vor. Þessar upplýs- ingar koma fram í niðurstöðum könnunar, sem Þjóðhagsstofn- un hefur gert i samvinnu við Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. f niðurstöðum könnunarinnar kemur ennfremur fram, að þensla á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast frá því í vor og raunar alveg frá því í fyrrahaust. Jafnframt er athyglisvert að þenslumerkin eru Ifkt og þá mun meiri úti á landi en á höfiiðborgar- svæðinu og lætur nærri að þrír íjórðu hlutar lausra starfa séu utan þess. Önnur teikn um aukna þenslu á vinnumarkaði eru þau að í október voru að jafnaði 360 manns á atvinnuleysisskrá, en það er aðeins helmingur þess, sem verið hefur í þessum mánuðum undanfarin ár. Nú eins og áður er mestur skortur á verkafólki og iðnaðar- mönnum og tengist hann einkum þremur atvinnugreinum: Málm- og skipasmíðaiðnaði, fískvinnslu og vefjar- og fataiðnaði. Skortur á verkafólki til fískvinnslu er nær eingöngu utan höfuðborgarsvæð- isins. skrám Pósts og síma þyrfti að nema milli 30 og 40% til að mæta 170 millj. kr. rekstrarhalla stofnunar- innar í árslok, auknum rekstrar- kostnaði á næsta ári og fyrirhuguðu 300 millj. kr. framlagi stofnunar- innar í ríkissjóð á næsta ári. „Sá arður, sem Pósti og síma er ætlað að greiða í ríkissjóð á næsta ári, er ekki nýr af nálinni. Arður er á fjárlögum þessa árs og er í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Staða Pósts og síma hefur að vísu breyst síðan stofnuninni var gert að greiða arð í ríkissjóð, en ^árlaga- frumvarpið. er nú til meðferðar í Qárveitinganefnd og hvorki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikil hækkun verði heimiiuð á gjaldskrám Pósts og síma eða hve- nær hún mun taka gildi. Verið er að ræða þetta í ríkisstjóminni, en menn vilja halda aftur af opinberum hækkunum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að hægt væri að mæta 170 millj. kr. rekstrarhalla Pósts og síma annaðhvort með hækkun á gjaldskrám eða hagræð- ingu í rekstri og minni fjárfestingu. Hann sagði að hækkun á gjald- skrám opinberra fyrirtækja hefði m.a. borið á góma á fundi fjár- mála- og forsætisráðherra við aðila vinnumarkaðarins í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.