Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 23.11.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1986 63 The Smiths-Ask Woodentops - Everyday Living Smiths traustir - Woodentops taka við PLÖTUDÓMUR Árni Matthíasson Ein athyglisverðasta hljómsveit síðari ára í Bret- landi er The Smiths. Þeir hafa haldið sínum sessi fyr- ir framlag Johnny Marr, sem er einn besti lagasmiður sem fram hefur komið í poppinu, og Jim Morrisey, einum besta textahöfundin- um. The Smiths verða seint sagðir fljótteknir, séð hefur maður menn kvarta yfir því á prenti að þeir skildu þá ekki, en veita þeim mun meiri ánægju þegar rofar til í skilningnum. The Smiths eru nú á leið frá sínu gamla útgáfufélagi Rough Trade til EMI (á næsta ári). Flestir bjuggust því við að samningurinn yrði kláraður með einhverju létt- meti, en svo er ekki. Nýjasta tólftomma The Smiths, Ask, er lítið síðri en þær sem þegar hafa komið, enn eru þeir í fararbroddi. Arftakar The Smiths hjá Rough Trade, Woodentops, standa þeim lítt að baki. Nýjasta tólftomma þeirra, Everyday Living, er að vísu ekki alveg nýtt efni, tvö lög sem út komu á undan breiðskífunni Giant, end- urblönduð í hálfgerðum rapstíl, en stórskemmtileg engu að síður (sérlega þó lagið Why). Einnig kom út tvöföld tveggjalagaplata með sömu lögum og á tólf- tommunni og tveimum betur. Allt endurblandað, en ekki eins rappað og á tólftommunni. Góð viðbót við Giant, sem aldeilis er orðið tímabært að fara að fjalla um í íslenskum blöð- um. Vonandi má búast við að meira fari að heyrast frá Woodentops eftir að þeir komast úr skugga Morrisey og Marr. THE SMI Talking Heads í vandræðum Myndbönd Talking Heads hafa alltaf þótt frumleg, en nú um daginn lentu Byrne og félagar í vandræðum vegna þess. Svo var mál með vexti að gert var myndband við nýjustu smáskífu þeirra fé- laga, en hún ber nafnið Love For Sale. Til þess að undirstrika sölumennskuna var myndbandið fullt af neysluvöru og auglýsing- um; fallháir hraukar af /WcDona/ds-hamborgurum, Coca-Cola og fleiri slíkri vöru. Þetta samrýmdist hins vegar ekki reglum breska útvarsráðsins, þar sem að ekki mega vera svo áber- andi auglýsingar í dagskrár- lið. Því mátti ekki sýna myndbandið hvað sem tautaði og raulaði, en þetta er í fyrsta skipti sem þessar reglur eiga við um tónlistar- myndbönd. Myndskeið þetta kemur líka fyrir í glænýrri kvikmynd hljómsveitarinnar, True Stories, en ekki verður við því hróflaö þar. Hins vegar vinnur hljóm- sveitin nú við tökur á sérstöku myndbandi fyrir Bretlandsmarkað. David Byrne Blackmore f sveiflu. Ný plata með Deep Purple Aðdáendur Deep Purple geta nú kæst, því von er á nýrri plötu með þeim skömmu eftir áramót. Plat- an, sem Polydor gefur út, mun heita The House of Blue Light Hermt er að Ritchie Blackmore hafi samið mestallt efni plötunnar, en Roger Glover, bassaleikari, útsetti og stýrði upptökum. Geimsteinn: Gammar II. PLÖTUDÓMUR Andréa Magnússon Út kom fyrir skömmu önnur hljómplata jazzhljómsveit- arinnar Gamma, en hún ber nafnið Gammar II. í hljóm- sveitinni eru alræmdir jazzgammar, eða þeir Björn Thoroddsen, gítarleikari, Skúli Steingrímsson, bassa- leikari, Stefán S. Stefáns- son, saxófónleikari, Steingrímur Óli Sigurðar- son, trumbuleikari, og Þórir Baldursson, hljómborðs- leikari. Þessir kappar hafa allir verið viðloðandi jazzinn í lengri eða skemmri tíma; Þórir lengst enda getur maðurinn spilað allt sem hann vill, rokk, jazz, eða hvað þetta nú heitir allt. Að vísu er nokkuð auðvelt að segja það um alla hljóm- sveitarmeðlimi Gamma að þeir geti leikið hvað sem er. Björn Thoroddsen er í 1 .-2. sæti yfir hérlenda gítarleik- ara, Steingrímur Óli er alræmdur fyrir að geta skipt um takt eins og aðrir skipta um svip, Skúli er (einn) eftir- sóttasti „sessíon“-leikari landsins og færni Stefáns með saxinn þekkja allir. Er hægt að dæma svona plötu? Tilfellið er að það er hægt, þó svo að vægast sagt valinn maður sé í hverju rúmi. Um frammi- stöðu þeirra er ekkert að segja nema að hún er ger- samlega hnökralaus. Þó finnst mér stundum bera á þeirri gerilsneiðingu, sem fylgt getur því að semja sóló fyrirfram, nótu fyrir nótu og þær skrifaðar niður. Ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að Stefán „leiði" plötuna nokk- uð. Hins vegar er plötunni skipt óþarflega upp. Gagn- rýnandi var á leið til þess að setja plötuna á fóninn á ný til þess að leita að Birni Thoroddsen, þegar hann kom óvænt blússflaggandi á 180 km hraða niður gítar- hálsinn. Hann hefði mátt láta meira á sér kræla fyrr, því annars erspurning um hvort Gammar séu hljóm- sveit eða tómstundamið- stöð, sem hægt er að ganga inn og út úr. Hvað „sánd" varðar, hefði það gjarnan mátt vera betra og á stundum var næstum eins og að upptök- ur hefðu farið fram í kústa- skáp. Það er ekki nógu gott og spillir fyrir annars góðri vöru. Það villir kannske um fyr- ir fólki þegar talað er um Gammana sem jazzhljóm- sveit, því að sum lögin eru ansi rokkuð og reyndar und- arlegt að þau skuli ekki hafa heyrst að ráði í útvarpi. — í heild er platan áheyrileg, það er bæði hægt að setja hana á fóninn og hlusta með eyrun sperrt, og svo er líka hægt að lækka örlítið í græjunum og hafa hana í bakgrunni rauðvíns, osta og góðra vina. Gammarnir Vinsælda- listinn RAS 2 1. ( 3) 2. ( 1) 3. ( 2) 4. ( 6) 5. ( 4) 6. ( 8) 7. ( 7) 8. ( 9) 9. (23) 10. (29) 11. 12. 13. 14. (12) ( 5) (24) (27) Madonna ( 8) Europe ( 7) Billy Idol ( 2) Red Box ( 3) Strax ( 6) 'Til Tuesday ( 2) 15. (14) 16. (16) 17. (10) 18. (17) 19. (19) 20. (11) 1. ( 3) 2. ( 1) 3. ( 9) 4. ( 2) 5. ( 4) 6. ( 7) 7. ( 6) 8. (26) 9. (12) 10. (10) 11. ( 5) 12. ( 8) 13. (22) 14. (34) 15. (11) 16. (16) 17. (17) 18. (39) 19. (14) 20. (20) Serbinn Bubbi Morthens ( 2) IntheArmynow StatusQuo( 7) Walk Like an Egyptian Bangles ( 5) Don’t give up Peter Gabriel/Kate Bush ( 3) l’ve Been Losing You a-ha ( 7) Always in the Sun Stranglers ( 3) Heartbeat Don Johnson j 6) True Blue The final Countdown To be a Lover For America Moscow Moscow What about Love Rock'n'Roll Mercenaries Meat Loaf/John Parr ( 5) HiHiHi Sandra ( 4) Notorious Duran Duran ( 6) AMatterofTrust Biily Joel ( 4) (I just) died in your Arms Cutting Crew (10) YoucancallmeAI Paul Simon (10) Suburbia Pet Shob Boys ( 5) BYLGJAN Serbinn Bubbi Morthens ( 2) In the Army now Status Quo ( 5) The final Countdown Europe j 5) Walk Like an Egyptian Bangles ( 6) Suburbia Pet Shop Boys ( 4) Don’tgetmewrong Pretenders ( 4) Lovewillconquerall Lionel Richie ( 4) Youkeepmehangin’on KimWildej 2) Hipto besquare Huey Lewis & The News ( 3) l’ve been losing you a-ha ( 6) Moscow Moscow Strax ( 6) TrueBlue Madonna(lO) Don’t forget me (when l’m gone) Glass Tiger Showing out Mel & Kim ( 2) Hi Hi Hi Sandra ( 5) Notorious Duran Duran ( 5) (I just) died in your Arms Cutting Crew ( 8) Feels like the first time Sinitta ( 2) A Matterof Trust BillyJoel ( 3) Heartache all over the World Elton John ( 3) Bandaríkin 1. ( 1) Amanda Boston 2. ( 2) Human Human League 3. ( 3) True Blue Madonna 4. ( 4) You give Love a bad Name BonJovi 5. ( 8) ThenextTime Peter Cetera & Amy Grant 6. ( 5) Take me Home Tonight Eddie Money 7. (14) Wordup Comeo 8. (14) Hipto be square Huey Lewis and The News 9. (15) TheWayitis BruceHornsby 10. (11) The Rain Oran JuiceJones Bretland 1. ( D 2. (11) 3. ( 8 4. (23) 5. ( 3) 6. (14) 7. (26) 8. (11) 9. (17) 10. (18) And YouTake My Breath Away Berlin Showing out Mel and Kim Youkeepmehangingon KimWilde Breakout Swing out Sisters Walk like an Egyptian Bangles Don't give up Peter Gabriel/Kate Bush Through the Barricades Spandau Ballet Living on a Prayer Bon Jovi Final Countdown Europe ForAmerica Red Box

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.