Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 31

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 31 Filippseyjar; Ráðherra vikið úr stj órninni — situr áfram sem sérlegur ráðgjafi forsetans Manila; AP, Reuter. CORAZON AQUINO, forseti Filippseyja, tilkynnti f gær að nýr ráð- herra, Jaime Ferrer, tæki við embætti sveitastjómamálaráðherra af Aquilino Pimentel, er sæti þó áfram f ríkisstjóminni sem sérleg- ur ráðgjafi hennar í þjóðmálum. Búist er við að tilkynnt verði um frekari breytingar á stjórninni á næstunni. Pimentel, sem hefur lengi verið í vinfengi við Aquinofjölskylduna, sagði við fréttamenn f Manila í gær, að sterk öfl innan hersins hefðu haft hom í síðu hans og talið hann of vinstrisinnaðann. Hann er fjórði ráðherrann sem er látinn víkja úr embætti eftir að forsetinn fór fram á það að allir ráðherramir 25 segðu af sér 23. nóv. sl. Talið er líklegt að Augusto Sanchez, verka- lýðsmálaráðherra, verði næst settur af. Forsetinn hélt í gær fund með verkalýðsleiðtogum og sögðu nokkrir þeirra að Aquino hefði beð- ið þá um að benda sér á menn, er gegnt gætu embætti verkalýðs- málaráðherra. Að minnsta kosti 8 manns hafa fallið í átökum skæruliða og hers- ins, síðan vopnahléssamningur sem taka á gildi 10. des. var undirritað- ur, að því er hin ríkisrekna frétta- stofa sagði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá hemum féllu að meðaltali 10 á dag í slíkum átökum fyrir undirritun samningsins. Þeir aðilar er tóku þátt í samn- ingsviðræðunum fyrir hönd kommúnista komu fram í sjónvarpi á þriðjudag og sögðust m.a gjaman vilja ná fram breytingum á þjóð- félaginu, án þess að beita valdi. Ennfremur að þeir mjmdu ekki krefjast þess, að herstöðvum Bandaríkjamanna á eyjunum yrði lokað þegar í stað, enda þótt þeir teldu veru bandarískra hermanna í landinu vera til tjóns. Ekkja verkalýðsleiðtogans, Rol- ando Olalia, er ráðinn var af dögum í síðasta mánuði fór á fund Aquino forseta í forsetahöllinni í gær. Hún sagði að loknum þeim fundi, að lög- reglan væri komin á spor morðingja manns hennar, en vildi ekki segja hvort hermenn ættu þar hlut að máli. Hún sagði að forsetinn hefði lofað að aðstoða syni hennar við að fá atvinnu. Kennarar í Manila gerðu verkfall í gær og féll kennsla niður í öllum framhaldsskólum borgarinnar og tveimur gmnnskólum, þannig að 94.000 nemendur fengu frí. 1.500 kennarar söfnuðust saman við ráð- hús borgarinnar til að vekja athygli á kröfum sínum. Þeir segjast ekki he§a kennslu aftur fyrr en borgar- yfírvöld standi við gefin loforð um ýmsar aukagreiðslur þeim til handa. Banamenn Indiru Gandhi; Dauðadóm- amir vom staðfestir Nýju Delhi, AP, Reuter. D AUÐ ADÓM AR yfir þremur sik- hum, sem árið 1084 myrtu Indiru Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, voru staðfestir í gær fyrir dómstóli í Nýju Delhi. Verða mennirnir hengdir innan 90 daga nema máli þeirra verði áfrýjað til hæstaréttar. Sakbomingamir, Satwant Singh, sem réð Indiru Gandhi bana, og vitorðsmenn hans, Balbir Singh og Kehar Singh, voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna en Qórði samsærismaðurinn, Beant Singh, féll fyrir kúlum öryggisvarða Ind- iru. Málareksturinn gegn mönnunum hefur verið nokkuð umdeildur og Rajiv Gandhi, sonur Indira og eftir- maður í embætti, hefur krafist þess af þinginu, að skýrsla um rannsókn- ina verði ekki birt opinberlega. Stjómarandstæðingar á þingi krefl- ast þess hins vegar, að hún verði birt og segja, að stjómin sé að reyna að fela, að samsærið hafi verið miklu víðtækara en af er látið. Þá er það haft eftir ónafngriendum mönnum, að komið hafi í ljós við rannsóknina, að öryggisvörslunni um Indira hafi verið stórlega áfátt. Nígería: Gulusótt breiðist út - bólusetning hafin Lagos, Nigerfu; Reuter. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Nígeríu, Koye Ransome-Kuti, stað- festi á fréttamannafundi í höfuðborginni Lagos í gær, að gulusótt hefði borist til fjögurra fylkja landsins, en sagði enga ástæðu til ótta og að læknar ynnu nú að þvi að einangra sýkt svæði. Hann sagði að 10 milljónir skammta af bóluefni væra til í landinu eða á leið til þess. Ran- some-Kuti hélt því fram, að gulusóttin hefði ekki borist til borg- anna enn og sagðist ekki geta staðfest tölur, er Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, hefur birt þess efnis, að 470 þorpsbúar hafi þegar látist af völdum gulu. Talið er að gulan hafi komið upp í Benuefylki og breiðst út þaðan til nálægra fylkja. Ekki era menn sammála hvenær sóttin kom upp og sagði ráðherrann nú, að álitið væri að fyrstu tilfellin hefðu verið skráð í september, en ráðuneyti sitt hefði ekki fengið að vita um málið fyrr en 11. nóv. viku eftir að fréttastofufregnir um 100 látna höfðu borist til höfuðborgarinnar. Læknafélag Nigeríu hefur sakað stjómvöld um að bregðast ekki rétt við. Heilbrigðisráðherrann lagði áherslu á að fylkin bæra sjálf ábyrgð á aðgerðum gegn farsótt- inni, en lofaði stuðningi ríkisstjóm- arinnar. í dag er boðaður fundur fulltrúa fylkjanna fjögurra sem gulusóttin hefði breiðst út í og nágrannaríkjanna fimm, til þess að samræma aðgerðir. Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna, WHO og ríkisstjóm landsins hafa lagt fram fé til kaupa á bóluefni og verður þegar hafin bólusetningarherferð á sýktu svæðunum. Ransome-Kuti ráðlagði löndum sínum að ferðast ekki til þessara svæða og sagði að erlendum ferðamönnum er ferðast þyrftu þangað, yrði séð fyrir bólu- setningu á flugvöllum innanlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.