Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 1
Á uppleið Jón Ólafsson byijaði sem framkvæmda- stjóri popphljómsveit- ar áður en hann sneri sér að hljómplötu- verslun og útgáfu og stofnaði Skífuna fyrir tíu árum síðan. Nú er hann einnig stjómar- formaður Bylgjunnar og hefur staðið í kvik- myndaframleiðslu. Við ræðum við Jón í blaðinu í dag. í harðri samkeppni SparisjóðurinníKeflavíkereinn i anna. Fram til þessa hefur sparisjóðn- þriggja stærstu sparisjóða landsins og um vegnað vel í þeirri keppni og er á í harðri samkeppni við viðskiptabank- | stærsta innlánsstofnunin í Keflavík. 12 • Tölvupistill B - 10 • Erlendfjár- festing B___0 • Krókódíll til íslands B - 8 • Hagkaup og IKEA tölvuvæðast B - 8 • Brunabót B - 12 VIÐSKIFTIAIVINNULIF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1986 BLAÐ JL> j>ufíT5lrJ eru ekki á samkeppnisfærum vöxtum Mismunurinn á því að eiga spariskírteini ríkissjóðs og banka- bréf getur orðið allt að 170 þúsund krónur á næstu fjórum árum FYRRI hluta næsta árs koma 13 flokkar spariskírteina ríkissjóðs til innlausnar, samtals að fjár- hæð 1442 milljónir króna og er þá miðað við verðmæti 1. október síðatliðinn. Aðeins 2. flokkur frá 1973, að fjárhæð 203 milljónir króna, eru með samkeppnis- hæfum vöxtum. Vi\ji eigendur annarra flokka geyma fé sitt ófram í jafnöruggum verðbréf- um næstu fjögur árin ættu þeir að innleysa sín bréf og kaupa önnur. Auk þessa er búist við að ávöxtun á spariskírteinum ríkis- sjóðs verði hækkuð á næsta ári. Haukur Þór Haraldsson, við- skiptafræðingur gerði að beiðni Morgunblaðsins samanburð á ávöxtun nokkurra flokka spariskír- teina sem koma til innlausnar fyrri hluta næsta árs annars vegar og hins vegar á ávöxtun á skiptibréfum ríkissjóðs, eldri flokkum^ spariskír- teina á Verðbréfaþingi íslands og bankabréfum. Yfirlit er birt í með- fylgjandi töflu. Það skal tekið fram að skiptibréf ríkissjóðs koma til inn- lausnar 10. janúar 1989. Saman- burðurinn er gerður miðað við fjögur ár og því rætt um skiptikjör, en á skiptibréfunum eru 6,5% vext- ir. Þar sem spariskírteini og bankabréf eru verðtryggð þarf ekki að gera ráð fyrir verðbólgu. Ef borin er saman hæsta og lægsta raunávöxtun og tekið dæmi um mann sem á 500 þúsund krónur Tegund verðbréfa Eign 1987 Eign eftir 4 ár (1991) Raun- ávöxtun Nýtt innlausnar- tímabil hefst: Sp 1975/1 100.00 kr. 118.21 kr. 4.27% lO.jan. 1987 Sp/1978/1 100.00 kr. 115.64 kr. 3.70% 25. mars. 1987 Sp 1981/1 100.00 kr. 112.33 kr. 2.95% 25.jan. 1987 Sp1984/lA 100.00 kr. 121.92 kr. 5.08% 1. feb. 1987 Skiptibréfakjör1 100.00 kr. 128.65 kr. 6.50% Lldri flokkar Sp á Verðbréfaþ. ísl. 100.00 kr. 134.04 kr. 7.60%2 Bankabréf 100.00 kr. 146.41 kr. 10.00% 1 Núverandi skiptibréf eru með lokainnlausn 10. ian. 1989 Meðalávöxtun á Verðbréfaþingi íslands í nóvember 1986 í spariskírteinum 1. flokki 1981 þá mun hann eiga eftir fjögur ár 562 þúsund krónur, auk verðtryggingar. Ef hann hins vegar innleysir bréfín og kaupir bankabréf fyrir 500 þús- und krónur mun hann eiga 732 þúsund krónur, auk verðtryggðing- ar, eða rúmlega 30% hærri fjárhæð en í fyrra dæminu. Mismunurinn á því að eiga spariskírteini ríkissjóðs og bankabréf getur með öðrum orð- um orðið allt að 170 þúsund krónur á næstu fjórum árum. Mismunurinn á því að innleysa 1. flokk 1981 og kaupa eldri flokka spariskírteina í gegnum aðila að Verðbréfaþingi Islands er nokkru minni, en engu að síður töluverður, miðað við með- alávöxtun í nóvember síðastliðnum. „Athygli vekur að 1. flokkur 1981 var með fyrsta innlausnardag 25. janúar 1986, en aðeins tæplega ' 2/3 af útistandandi spariskírteinum í þessum flokki höfðu verið innleyst í október síðastliðnum. Þetta vekur upp þá spumingu hvort eigendur þessara spariskírteina geri sér grein fyrir því að þeir njóta lakari kjara en þeir þurfa,“ sagði Haukur Þór. í nýjasta fréttabréfí Landsbank- ans um verðbréfaviðskipti fjallar Ólafur Öm Ingólfsson, forstöðu- maður hagfræðideildar bankans um framboð og kjör spariskírteina. Þar bendir hann á að í lánsfjáráætlun fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir sölu nýrra spariskírteina að fjárhæð 1.500 milljónir króna, en að inn- lausn verði um 1.000 milljónir. Miðað við núverandi aðstæður og áætlanir um lánsfjárþörf ríkisins, gefa þjóðhagsáætlun og lánsfjárá- ætlun til kynna að ávöxtun á spariskírteinum ríkissjóðs verði hækkuð á næsta ári. Ólafur Öm tekur fram að vaxta- kjör spariskírteina séu ekki einhlít: „í fyrsta lagi bjóðast eigendum spariskírteina sem em innleysanleg, skiptibréf sem bera 6,5% vexti. I öðm lagi er ávöxtun spariskfrteina sem seld hafa verið á Verðbréfa- þingi 7-8%. í þriðja lagi hafa lífeyr- issjóðir getað keypt spariskírteini „bakdyramegin" hjá ríkisféhirði með 9% vöxtum. Traustustu veð- skuldabréf á markaðinum önnur en spariskírteini em boðin með 10-11,5% ávöxtun. Líklegt er að þessi ávöxtunarkrafa haldist a.m.k. fram á næsta ár.“ V er ðbr éf amarkaður Keflavíkurbær með 20 milljón króna skuldabréfaútboð Sparisjóðurinn í Keflavík ábyrgist greiðslur KOMIN eru til sölu á verðbréfa- markaði skuldabréf Keflavíkur- kaupstaðar með greiðsluábyrgð Sparisjóðsins í Keflavík. Gefin eru út í þessum flokki skuldabréf samtals að nafnverði um 20 millj- ónir króna og eru þau seld f 100 þúsund króna einingum. Bréfin em kúlubréf og em þau Á FYRSTU níu mánuð- um þess árs sem er að líða, var verðmæti útflutnings til Danmerkur tæplega 106% meira en á sama tíma 1985 (fob-verð). Á sama tíma hækkaði meðalgengi dönsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku um 32,3%. Þájókst útflutningur til Frakklands um 79%. Bretland er að verðajafn mikil- vægur markaður fyrir íslenskar út- flutningsvömr og Banda- ríkin. Frá 1980 hefur hlutur út- flutnings til Bretlands af heildarút- flutningi aukistúr 16,6% í 20,3%. ÚTFLUTNINGUR1985 og 1986, helstu útflutningslönd og verðmæti Milj.kr. 1985 Hlutfall 1985 Milj.kr. 1986 Hlutfall 1986 Hlutfallsleg breyting LBandaríkin 6.996,9 28,6% 6.974,5 21,1% 2. Bretland 4.290,2 17,5% 6.707,8 20,3% 3. V-Þýskaland 1.815,4 7,4% 2.902,8 8,8% 4. Portúgal 1.731,0 7,1% 2.630,6 8,0% 5.Japan 1.301,6 5,3% 1.740,2 5,3% 6. Sovétríkin 1.953,7 8,0% 1.658,5 5,0% 7. Frakkland 817,7 3,3% 1.460,4 4,4% 8. Spánn 907,0 3,7% 1.291,7 3,9% 9. Danmörk 599,1 2,4% 1.232,6 3,7% 10. Sviss 837,6 3,4% 1.077,6 3,3% Önnur lönd 3.253,0 13.3% 5.365,7 16,2% -0,3% I 56,3% ■ 59,9% -15,1% 133,7% 152,0% 142,4% 178,6% 128,7% 164,9% Samtals 24.503,2 100,0% 33.040,4 100,0% Heimild: HAGSTOFAN og Hsgtölur mánaöarins 1105,7% Þróun meöalgengis isl.kr. ísl.kr. V-Þýskt mark 13,6232 18,6261 jan. - sept. 1985 1986% breyting 36,7% Á \ Bandarikjadollar Japanskt yen 0,1672 0,2432 45,5% i \ 41,5380 41,3290 -0,5% Franskur franki 4,4639 5,8757 31,6% 1 ú Sterlingspund 51,9650 61.1140 17,6% Dönsk króna 3,7902 5,0141 32,3% í E. ststu til eins árs en þau lengstu til fjögurra ára. Bréfin em verðtryggð og em seld á verði sem tryggir kaupendum þeirra 10,25% vexti umfram hækkun lánskjaravísitölu. Sparisjóðurinn í Keflvík tekst á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna þessara bréfa. Keflavíkurkaupstaður er annað bæjarfélagið sem gefur út skulda- bréf til sölu á almennum markaði en Kaupavogskaupstaður hefur áð- ur farið þessa leið. Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að tilgangur þessa útboðs væri fyrst og fremst að laga skuldastöðu bæjarfélagsins gagnvart Sparisjóðnum í Keflavík og ná fram skuldbreytingu með lengingu lána allt til Qögurra ára. „Þetta er því miður nauðvöm frem- ur en að verið sé að afla Qármagns til nýrra framkvæmda, eins og ég hefði kosið," sagði Vilhjálmur. í frétt frá Kaupþingi kemur fram að þetta sé fyrsta skuldabréfaút- boðið sem bankastofnun utan Reykjavíkur ábyrgist en mikil aukn- ing hafí orðið í útgáfu banka- tryggðra skuldabréfa síðustu misseri. Kaupþing hafí umsjón með útgáfu bréfanna og mun annast sölu þeirra. Sparisjóður Keflavikur eignaðist hluta í Kaupþingi fyrir skcmmu sí ðan ásamt þremur öðr- um sparisjóðum og segir í fréttinni að þetta sé fyrsta merkið um sam- vinnu þessara aðila á sviði skulda- bréfaútgáfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.