Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi varnarliðsíns: Sömu viðbrag’ðskröf- ur gerðar og áður VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli hafði enga eldsneytisflugvél til staðar á flugvellinum þegar m/s Suðurland sökk og því var ekki mögulegt að það sendi þyrlu á slysstaðinn. Friðþór Eydal upplýsinga- fulltrúi varnarliðisins segir að i engu hafi verið slakað á, varðandi viðbragðskröfur varnarliðsins. „Nei, það hefur í engu verið slak- að á,“ sagði Friðþór í samtali við Morgunblaðið í gær, „sömu við- bragðskröfur eru gerðar og áður. björgunarsveit varnarliðsins sinnir öllum beiðnum sem henni berast um hjálp.“ Friðþór sagði um vandræði varn- arliðsins með flugvélarnar á jóla- * Isafjörður: Tveir græn- lenskir rækju- togarar leit- uðu hafnar fsafirði. TVEIR grænlenskir rækjutogar- ar urðu fyrir óhöppum á Dohrnbanka um jólin og leituðu hafnar á Isafirði til viðgerðar. Á jóladagskvöld var togarinn Erik Egede dreginn hér inn á Prestabuktina af togaranum Amerloq. Þar kafaði Hafsteinn Ing- ólfsson við togarann og ætlaði að freista þess að losa vír úr skrúfu skipsins. Kom þá í ljós að stór hluti af trollinu og tugir metra af togvír hafði vafist utan um skrúfuna og öxulinn. Var togarinn þá dreginn að bryggju og vann Hafsteinn ásamt þremur öðrum köfurum á vöktum í heilan sólarhring við að losa úr skrúfunni. Engar skemmdir voru á skipinu og hélt það úr höfn strax og aðgerð- um Iauk. Rækjutogarinn Killiit lenti í ís á öðrum degi jóla. Reif ísinn gat á byrðing skipsins svo að sjór flæddi inn í vélarrúmið og skemmdi þar rafala. Skipið komst þó fyrir eigin vélarafli inn til Isafjarðar þar sem bráðabirgðaviðgerð fór fram á byrðingnum en rafalarnir eru nú í viðgerð hér og verða settir aftur um borð þegar skipið kemur næst til hafnar, en það hélt aftur á miðin í gærkvöldi. Úlfar. dagsnótt að þær aðstæður sem skapast hefðu vegna veðurs og bil- ana hefðu verið algjörlega tilfall- andi. „Það er eðli málsins samkvæmt, ómögulegt að spá nokkru um endurtekningu á slíku,“ sagði Friðþór. „Viðhald á flugvélum björgunarsveitarinnar miðast við að þær séu ávallt til taks og öruggar eftir því sem nokkur kostur er. I sambandi við það að björgunarvélin var ekki til staðar á Keflavíkurflug- velli, þegar slysið átti sér stað, þá var ákveðið að láta Herculesbjörg- unarvélina og áhöfn hennar standa vaktina á heimvelli vélarinnar í Woodbridge í Englandi í tvo daga, þ.e. 24. og 25. desember, en vélin er nú staðsett á Keflavíkurflugvelli á ný, eins og áður.“ Friðþór sagði að engin breyting hefði orðið á fjölda útkalla frá síðasta ári hjá björgunarsveitinni, en þegar til lengri tíma væri litið hefði orðið fækkun á útköllum. „Þetta má rekja að nokkru leyti til þess, að íslenskir aðilar eru nú bet- ur í stakk búnir til þess að sinna björgunarstörfum af þessu tagi,“ sagði Friðþór. Hann sagði að flogn- ir hefðu verið 25 björgunarleiðangr- ar á síðastliðnu ári og fjöldi ferða í ár væri sá sami. Sjópróf á mánudag ÁKVEÐIÐ hefur verið að sjó- próf vegna Suðurlandsins, sem fórst á jóladagsnótt í hafinu milli Islands og Nor- egs, fari fram hjá bæjarfóg- etaembættinu í Hafnarfirði á mánudaginn kemur, þann fimmta janúar. Að sögn Guðjóns Ármanns Einarssonar útgerðarstjóra Nes- skips, stóð til að sjópróf yrðu í dag, en vegna anna hjá bæjar- fógetaembættinu í Hafnarfirði, hefði verið ákveðið að fresta þeim fram yfir helgi. Morgunblaðið/Júlíus Kviknaði í út frá kertaljósi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að íbúðarhúsi í Vestur- bergi laust fyrir miðnætti á laugardagskvöldið vegna elds sem komið hafði upp í barnaherbergi. Kviknað hafði í gluggatjöldum. út frá logandi kerti og þaðan komst eldurinn í sængurföt og varð af talsverður eldur og reykur í herberginu. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og engin slys urðu á fólki, en herbergið skemmdist nokkuð af eldi og reyk. Að sögn varð- stjóra hjá slökkviliðinu er full ástæða til að hvetja fólk til að fara sérstaklega varlega með kertaljós í heimahúsum, en þau eru jafnan á þessum árstíma algengasta orsök eldsvoða. Slökkviliðið í Grindavík seofir allt upp störfum Grindavík. Gríndavík. SLÖKKVILIÐSMENN í Grindavík munu segja upp störfum nú um áramótin og gæti því svo farið að bærinn verði slökkviliðslaus í marslok. Að sögn slökkviliðsmannanna er ástæða uppsagnanna sinnuleysi sem þeir segja að ríki hjá bæjaryfirvöldum á húsnæðisvandamálum slökkviliðsins, þrátt fyrir að bæjarsjóður hafi tekið lán fyrir byggingu nýrrar slökkvistöðvar fyrir þremur árum hjá Brunabótafé- lagi Islands. Forsaga málsins er sú að árið 1984 varð slökkviliðið fyrirvara- laust að rýma leiguhúsnæði við hliðina á slökkvistöðinni með þeim afleiðingum að það var með tvo bíla og önnur tæki á götunni um miðjan vetur í hörku frosti. Slökkviliðsmenn fengu inni fyrir bílana hjá Fiskimjöl og lýsi eftir mikla leit og hefur búnaður liðs- ins síðan verið á tveimur stöðum í bænum sem haft hefur í för með sér tafir í brunaútkalli. Strax sama ár var teiknuð ný slökkvi- stöð og um haustið fengu bæjarfulltrúar lán hjá Brunabóta- félagi Islands upp á 2 milljónir vegna fyrirhugaðrar byggingar hennar. Upp úr því voru settar 3,5 milljónir kr. á ijárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1985 til að byija á byggingunni. í febrúar 1985 var svo fyrsta skóflustung- an tekin, en árið leið án þess byijað væri að byggja. Pening- arnir fóru í aðrar framkvæmdir á vegum bæjarins. Tangóhlj ómsveitin Tangoneon held- ur tónleika á Hótel Borg í kvöld Koma einnig fram í áramótadansleik sjón- varpsins á gamlárskvöld HÉR á landi er nú stödd tangóhljómsveitin „Tangoneon" og mun hún halda tónleika á Hótel Borg í kvöld klukkan 22.00, í Sjallanum 1. og 2. janúar og loks í Broadway, ásamt hljómsveit Glenn Millers, 3. janúar nk. Tangoneon mun einnig koma fram í áramótadansleik sjónvarpsins á gamlárskvöld. Tangoneon skipa þeir Em- esto Rondo, söngvari, Enrique Pascual.píanóleikari, Leonardo Sanchez, gítarleikari, og Olivier Manoury, bandóneonleikari, en bandóneon er einskonar harm- onikka með mjög breitt hljóm- svið. Hljómsveitin er all þekkt í Frakklandi en hefur einnig komið fram í m.a. Þýskalandi, Belgíu og Ítalíu. Allir meðlimir Tangoneon eru búsettir í Frakklandi en einung- is bandóneonleikarinn er franskur. Söngvarinn og gítar- leikarinn eru frá Argentínu og píanóleikarinn frá Uruguay. Tangótónlistin, sem á sér svipaða sögu og uppruna og jazz- og bluestónlist, varð til í lok siðustu aldar í Argentínu þegar þangað komu innflylj- endur hvaðanæfa að úr heimin- um með mismunandi tónlistar- hefð. Þetta er mjög tjáningarrík tónlist og textamir oft átaka- miklir. Tangoneon á æfingu á Hótel Borg í gær Fulltrúar frá Brunamálastofn- un Islands komu í maí 1984 og febrúar 1985 til að kynna sér brunavarnir á staðnum. Eftir seinni heimsóknina sendi stofn- unin bréf til bæjarstjórans þar sem meðal annars segir að engar úrbætur hafi verið gerðar á að- stöðu slökkviliðsins og „liggur við neyðarástandi í þeim málum“. í lok bréfsins segir: „Með tilliti til öryggis staðarins er nauðsynlegt að nú þegar verði komið upp við- unandi húsnæði fyrir slökkviliðið þannig að það verði með allan sinn búnað á sama stað.“ Á þessu ári, 1986, var ekki gert ráð fyrir að hafin yrði bygg- ing slökkvistöðvar þrátt fyrir að slökkviliðsmenn hafi margoft ítrekað þýðingu þess og nú síðast í haust með bréfi þar sem þeir lýstu furðu sinni á því stórkost- lega áhuga- og ábyrgðarleysi sem bæjarstjómin hefði sýnt hús- næðisvanda slökkviliðsins þrátt fyrir að bæjarsjóður hefði fengið lán til byggingarinnar, eins og segir í bréfínu. Skoruðu þeir á bæjaryfírvöld að hefjast nú þegar handa við byggingu slökkvistöðv- ar. Að öðrum kosti sæu þeir sér ekki annað fært en að segja upp störfum frá og með 1. janúar 1987. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins fundaði bæjarfulltrúar nýlega um málið og gerðu slökkviliðsmönnum tilboð um að keypt yrði fokhelt hús hér í bæn- um og gerð úr því slökkvistöð til bráðabirgða. Slökkviliðsmenn telja sig ekki geta gengið að þessu tilboði og halda fast við að segja upp nú um áramótin. Þeir hafa þriggja mánaða upp- sagnarfrest þannig að bærinn verðum slökkviliðslaus í marslok ef ekki finnst viðunandi lausn á þessu máli fyrir þann tíma. Kr.Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.