Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 45 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Mig langar að biðja þig að útbúa stjörnukort fyrir mig. Ég er fædd 21.11. 1958, kl. 10.30 að morgni. Þar sem ég er í lok sporðdrekamerkis- ins langar mig að vita hvort ég komi inn í Bogamanns- merkið, að einhverju leyti. Með fyrirfram þökk, Sporð- dreki?" Svar: Sólin átti eftir einn sólarhring í Sporðdrekamerkinu þegar þú fæddist. Þú telst því til Sporðdreka, hvað varðar sól- arorku. Auk sólarinnar voru Júpíter og Neptúnus á Mið- himni í Sporðdreka á fæðing- arstund þinni. í Bogmanni voru Venus, Merkúr og Sat- úmus saman og einnig Rísandi merki. Svarið við spumingu þinni er því að grunneðli þitt, vilji og lífsorka er Sporðdreki, en þú ert síðan Bogmaður í ást, vináttu og samskiptum (Venus), í hugs- un (Merkúr) og í fasi og framkomu (Rísandi). Auk þessa var Tungl (tilfmningar og dagleg hegðun) í Hrút og Mars (framkvæmdaorka) í Nauti. Opin framkoma Þú hefur sjálfsagt heyrt að Sporðdrekinn sé dult og tilfn- inngaríkt merki. Það á við þig. Þú ert tilfinningarík og dul á þinn innri mann, finnst t.d. gott að draga þig ein- staka sinnum í hlé og ein- angra frá umhverfinu. Bogmaðurinn táknar hins vegar að þetta snýr inn á við, að framkoma þín er opn- ari og að fólk getur átt erfitt með að átta sig á Sporðdrek- anum í þér, haldið að þú sért ekki eins dul og þú ert í raun og veru. Magna og bœla Sem Sporðdreki þarft þú að vara þig á tvennu. Þú þarft í fyrsta lagi að varast að láta ímyndunarafl þitt magna það upp sem gerist og gera smá- mál þannig að stórmáli. Þú þarft síðan að varast að bæla niður í þér reiði eða á annan hátt að loka á þig, tilfinning- ar þinar og skap. Bogmaður- inn og Tungl t Hrút hjálpar þér að vinna með það síðast- talda. Hreyfing Bogmannsþátturinn táknar annars að í þér býr töluvert eirðarleysi og þörf fyrir til- breytingu, hreyfingu og ferðalög. Þú þarft því að geta hreyft þig og þarft að hafa fjölbreytileika, líf og spennu í daglegu lífi þínu. Ef þú ert bundin í of fasta vanahegðun eða ert stöðugt á sama stað er hætt við að þú missir áhuga og lífsgleði. Einlœg Tungl í Hrút táknar að þú ert einlæg og hrein og bein í tilfinningum þínum. Þú ert ör og átt til að vera óþolin- móð, uppstökk og fljótfær. Sporðdreki og Hrútur saman tákna að þú ert skapstór og hefur að mörgu leyti eldfimt skap, ert viðkvæm en samt sem áður baráttuglöð og kappsfull. Þrjósk Mars í Nauti táknar að þú átt til í þér þijósku og ósveigjanleika. Ef þig langar i eitthvað gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að fá það. Þú ert því að mörgu leyti föst fyrir og ákveðin. Listoglíkn Neptúnus á Miðhimni er al- gengur í kortum þeirra sem annaðhvort fást við listræn málefni eða vinna að líknar- og mannúðarmálum. Það sem þó er fyrir mestu er að þú aflir þér góðrar menntun- ar, sem gefur kost á ijöl- breytileika í starfi. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Mikið var um fjörug spil í síðustu lotu undankeppni Reykjavíkurmótsins í tvímenn- ingi, sem fram fór á sunnudag- inn. Hér er eitt þar sem geim stóð í báðar áttir Vesturgefur, enginn á hættu. Vestur ♦ ÁKG ▼ K83 ♦ G8 ♦ D8542 Norður ♦ 98763 ♦ ÁG963 ♦ 9 ♦ G9 II Suður ♦ 52 ♦ D752 ♦ 10765 ♦ ÁK7 Austur ♦ D109 ♦ 10 ♦ ÁKD432 ♦ 1063 Algengasti samningurinn var þijú grönd í AV, sem ýmist unn- ust slétt eða með einum yfirslag, þar sem hjarta kom út frá ásn- um. Ekki nokkur norðurspilari fann þá vöm að spila út laufi, sem er eina útskotið sem banar samningnum. Suður myndi þá spila hjartadrottningunni ti! baka. Fáein pör í NS komust hins vegar í fjögur hjörtu yfir þremur gröndum andstæðinganna. Sú sögn hefur liklega alls staðar verið sögð til fómar, en þrátt fyrir að punktamir séu aðeins 15 á milli handanna er hjarta- geimið óhnekkjandi. Aðeins þarf að svína fyrir trompkónginn og trompa einn spaða. Það er ekki auðvelt að kom- ast i fjögur hjörtu eftir grand- opnun vesturs, en sé notuð< sérstök innákoma til að sýna hálitina, verður það auðveldara. Á einu borðinu gengu sagnir þannig: Veatur Norður Austur Suður 1 grand 2 lauf 3 grond 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Tvö lauf norðurs sýna hálit- ina, og því átti suður ekki f erfiðleikum með að finna „fóm- ina“. Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Dubai kom þessi staða upp í hinni sögu- legu viðureign Spánveija og Englendinga. Stórmeistarinn Chandler hafði hvítt, en Spán- veijinn Ochoa svart og átti leik. 28. - Hxd2!, 29. Dxd2 - Dxg3+, 80. Khl — f2 (Hvitur getur nú engan veginn forðað máti til lengdar), 31. Dd7 — fxel • = D og Chandler gafst upp. Sem kunnugt er unnu Spánveijar þessa viðureign óvænt 3 'h — ’/s og komu þar með í veg fyrir að Englending- amir yrðu Olympíumeistarar. Það sýnir bezt hversu óútreiknanleg úrslitgeta verið í skáklandskeppn- um að Engiendingar höfðu áður unnið fsland 4—0, en síðan unnum við Spánveija 3'/s — >/s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.