Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 30.12.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 45 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Mig langar að biðja þig að útbúa stjörnukort fyrir mig. Ég er fædd 21.11. 1958, kl. 10.30 að morgni. Þar sem ég er í lok sporðdrekamerkis- ins langar mig að vita hvort ég komi inn í Bogamanns- merkið, að einhverju leyti. Með fyrirfram þökk, Sporð- dreki?" Svar: Sólin átti eftir einn sólarhring í Sporðdrekamerkinu þegar þú fæddist. Þú telst því til Sporðdreka, hvað varðar sól- arorku. Auk sólarinnar voru Júpíter og Neptúnus á Mið- himni í Sporðdreka á fæðing- arstund þinni. í Bogmanni voru Venus, Merkúr og Sat- úmus saman og einnig Rísandi merki. Svarið við spumingu þinni er því að grunneðli þitt, vilji og lífsorka er Sporðdreki, en þú ert síðan Bogmaður í ást, vináttu og samskiptum (Venus), í hugs- un (Merkúr) og í fasi og framkomu (Rísandi). Auk þessa var Tungl (tilfmningar og dagleg hegðun) í Hrút og Mars (framkvæmdaorka) í Nauti. Opin framkoma Þú hefur sjálfsagt heyrt að Sporðdrekinn sé dult og tilfn- inngaríkt merki. Það á við þig. Þú ert tilfinningarík og dul á þinn innri mann, finnst t.d. gott að draga þig ein- staka sinnum í hlé og ein- angra frá umhverfinu. Bogmaðurinn táknar hins vegar að þetta snýr inn á við, að framkoma þín er opn- ari og að fólk getur átt erfitt með að átta sig á Sporðdrek- anum í þér, haldið að þú sért ekki eins dul og þú ert í raun og veru. Magna og bœla Sem Sporðdreki þarft þú að vara þig á tvennu. Þú þarft í fyrsta lagi að varast að láta ímyndunarafl þitt magna það upp sem gerist og gera smá- mál þannig að stórmáli. Þú þarft síðan að varast að bæla niður í þér reiði eða á annan hátt að loka á þig, tilfinning- ar þinar og skap. Bogmaður- inn og Tungl t Hrút hjálpar þér að vinna með það síðast- talda. Hreyfing Bogmannsþátturinn táknar annars að í þér býr töluvert eirðarleysi og þörf fyrir til- breytingu, hreyfingu og ferðalög. Þú þarft því að geta hreyft þig og þarft að hafa fjölbreytileika, líf og spennu í daglegu lífi þínu. Ef þú ert bundin í of fasta vanahegðun eða ert stöðugt á sama stað er hætt við að þú missir áhuga og lífsgleði. Einlœg Tungl í Hrút táknar að þú ert einlæg og hrein og bein í tilfinningum þínum. Þú ert ör og átt til að vera óþolin- móð, uppstökk og fljótfær. Sporðdreki og Hrútur saman tákna að þú ert skapstór og hefur að mörgu leyti eldfimt skap, ert viðkvæm en samt sem áður baráttuglöð og kappsfull. Þrjósk Mars í Nauti táknar að þú átt til í þér þijósku og ósveigjanleika. Ef þig langar i eitthvað gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að fá það. Þú ert því að mörgu leyti föst fyrir og ákveðin. Listoglíkn Neptúnus á Miðhimni er al- gengur í kortum þeirra sem annaðhvort fást við listræn málefni eða vinna að líknar- og mannúðarmálum. Það sem þó er fyrir mestu er að þú aflir þér góðrar menntun- ar, sem gefur kost á ijöl- breytileika í starfi. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Mikið var um fjörug spil í síðustu lotu undankeppni Reykjavíkurmótsins í tvímenn- ingi, sem fram fór á sunnudag- inn. Hér er eitt þar sem geim stóð í báðar áttir Vesturgefur, enginn á hættu. Vestur ♦ ÁKG ▼ K83 ♦ G8 ♦ D8542 Norður ♦ 98763 ♦ ÁG963 ♦ 9 ♦ G9 II Suður ♦ 52 ♦ D752 ♦ 10765 ♦ ÁK7 Austur ♦ D109 ♦ 10 ♦ ÁKD432 ♦ 1063 Algengasti samningurinn var þijú grönd í AV, sem ýmist unn- ust slétt eða með einum yfirslag, þar sem hjarta kom út frá ásn- um. Ekki nokkur norðurspilari fann þá vöm að spila út laufi, sem er eina útskotið sem banar samningnum. Suður myndi þá spila hjartadrottningunni ti! baka. Fáein pör í NS komust hins vegar í fjögur hjörtu yfir þremur gröndum andstæðinganna. Sú sögn hefur liklega alls staðar verið sögð til fómar, en þrátt fyrir að punktamir séu aðeins 15 á milli handanna er hjarta- geimið óhnekkjandi. Aðeins þarf að svína fyrir trompkónginn og trompa einn spaða. Það er ekki auðvelt að kom- ast i fjögur hjörtu eftir grand- opnun vesturs, en sé notuð< sérstök innákoma til að sýna hálitina, verður það auðveldara. Á einu borðinu gengu sagnir þannig: Veatur Norður Austur Suður 1 grand 2 lauf 3 grond 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Tvö lauf norðurs sýna hálit- ina, og því átti suður ekki f erfiðleikum með að finna „fóm- ina“. Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíuskákmótinu í Dubai kom þessi staða upp í hinni sögu- legu viðureign Spánveija og Englendinga. Stórmeistarinn Chandler hafði hvítt, en Spán- veijinn Ochoa svart og átti leik. 28. - Hxd2!, 29. Dxd2 - Dxg3+, 80. Khl — f2 (Hvitur getur nú engan veginn forðað máti til lengdar), 31. Dd7 — fxel • = D og Chandler gafst upp. Sem kunnugt er unnu Spánveijar þessa viðureign óvænt 3 'h — ’/s og komu þar með í veg fyrir að Englending- amir yrðu Olympíumeistarar. Það sýnir bezt hversu óútreiknanleg úrslitgeta verið í skáklandskeppn- um að Engiendingar höfðu áður unnið fsland 4—0, en síðan unnum við Spánveija 3'/s — >/s.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.