Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Svæðamótið í Gausdal: Jóhann varð í öðru sæti JÓHANN Hjartarson náði öðru sæti á svæðamótinu í Gausdal í Noregi með því að vinna Guð- mund Sigurjónsson í siðustu umferðinni á sunnudag en Sviinn Tomas Ernst vann mótið. Jón L. Árnason og Hellers frá Svíþjóð voru jafnir Jóhanni að vinning- um en Jóhanni var dæmt annað sætið, og Hellers það þriðja á stigum. Jóhann tapaði í næstsíðustu um- ferð fyrir Hellers meðan Jón L. Ámason vann Ögaard og því voru þeir jafnir að vinningum fyrir síðustu umferðina. í henni tefldi Jóhann eins og áður sagði við Guð- mund og vann, en Jón L. Ámason vann norska stórmeistarann Simen Agdestein eftir nokkrar sviptingar. Lokaröðin varð sú að Emst fékk 6,5 vinninga úr 9 umferðum og Jóhann, Hellers og Jón fengu 6 vinninga. Guðmundur Siguijónsson fékk 4 vinninga en hann vann Hans- en frá Færeyjum í næstsíðustu umferð, og Sævar Bjamason fékk 3 vinninga. Framkvæmdanefnd FIDE mun koma saman síðar í mánuðinum og ákveða hvað margir skákmenn frá Norðurlöndunum komast áfram á millisvæðamót. í upphafí undanrása síðasta heimsmeistaramóts í skák áttu Norðurlöndin rétt á einum og hálfum skákmanni á millisvæða- mót, þ.e. sá sem varð í öðru sæti á svæðamótinu varð að tefla einvígi við skákmann úr öðm svæðamóti í Evrópu um hvor kæmist á milli- svæðamótið. Síðan hefur tala stórmeistara á Norðurlöndum tvö- faldast og því gera menn sér vonir um að Norðurlöndin fá tvo eða jafn- vel þrjá fulltrúa á millisvæðamót nú. Kista séra Eiríks borin úr Selfosskirkju. Utf ör séra Eiríks J Eiríkssonar gerð frá Selfosskirkju Útför séra Eiriks J Eiríkssonar fyrrverandi skóla- sljóra og þjóðgarðsvarðar ar gerð frá Selfoss- kirkju laugardaginn 17. janúar. Séra Eiríkur var landsþekktur maður og kunnur fyr- ir störf sín að menningarmálum og framlag til þeirra í síu heimahéraði. Mikið fjölmenni var við útförina og Selfosskirkja þétt setin. Það var séra Sigurður Sigurðarson sóknarprestur á Selfossi sem jarðsöng. Úr kirkju báru kistu séra Eiríks Guðlaugur Óskars- son skólastjóri Kleppjámsreykjum, Andrés Valdimars- son sýslumaður Ámessýslu, Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, Steingrímur Ingv- ' arsSOn forseti bæjarstjórnar Selfoss, Óli Þ Guðbjarts- son skólastjóri Selfossi, Hafsteinn Þorvaldsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands, Þór Haga- lín skrifstofustjóri Eyrarbakka og Þór Vigfússon skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Séra Eirík- ur var jarðsettur á Eyrarbakka. Sig. Jóns. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Yfir Grænlandshafi er 980 millibara lægð sem grynnist og þokast noröaustur. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: í dag verður fremur hæg vestlæg átt, víðast skýjað og smáél á stöku stað á vestanverðu landinu en þurrt og vtða léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti víðast hvar rétt yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Suðaustan- og sunnanátt og hlýtt í veðri. Rigning eða súld um allt sunnanvert landið en úrkomulítið fyrir norðan. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað -ÚÆk. Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir — Þoka = Þokurróða ’, ’ Súld CO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hrtl veöur Akureyri 2 skýjað Reykjavfk 1 snjóél Bergen -3 léttskýjað Helsinki -10 snjókoma Jan Mayen 0 léttskýjað Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk -2 hálfskýjað vantar vantar Osló -9 alskýjað Stokkhólmur -7 Þokumóða Þórshöfn 5 rigning Algarve 14 skýjað Amsterdam -B kornsnjór Aþena 15 léttskýjað Barcelona 7 mistur Berlfn -9 þokumóða Chicago -3 alskýjað Glasgow 3 súld Feneyjar 6 léttskýjað Frankfurt -6 þokumóða Hamborg -9 snjókoma Las Palmas 20 rykmlstur London -2 mlstur Los Angeles 6 léttskýjað Lúxemborg -6 þokumóða Madrfd 8 þokumóða Malaga 2 heiðsklrt Mallorca 12 helðsklrt Miami 23 heiðskirt Montreal -16 skýjað NewYork 3 rigning Paris —6 snjókoma Róm 12 léttskýjað Vín -3 mistur Washington 3 rigning Winnipeg -14 snjókoma Samningar sam- þykktir á ísafirði FÉLAGSFUNDUR í Sjómannafé- lagi ísfirðinga samþykkti í gær nær einróma samninga við út- vegsmenn og hefur því verkfalli verið aflýst. Samningar tókust í fyrrinótt og voru bornir undir atkvæði í gær. 62 samþykktu samningana, 2 voru á móti og einn seðill var auður. Félagsfundur Sjómannafélags ísfírðinga felldi á föstudaginn var þá samninga sem gerðir voru við sjómenn. Samningaviðræður fóru í gang um helgina aftur og náðist samkomulag í fyrrinótt, eins og áður sagði. Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags Isfirð- inga, sagði að breytingar hefðu fengist fram á tveimur atriðum þeirra samninga, sem gerðir voru á fimmtudaginn í síðustu viku. Annars vegar hefðu fengist fram breytingar fyrir sjómenn á rækju- skipum, þar sem aflinn er frystur um borð, og hins vegar fyrir sjó- menn á netabátum, þar sem aflinn er slægður um borð. Lést af slysförum íTungudal KONAN, sem lést af slysförum í Tungudal inn af Skutulsfirði síðastliðinn föstudag, hét Cam- illa Valdimarsdóttir, til heimil- is að Aðalgötu 43 á Suðureyri. Kamilla var fædd 16. mars 1917. Hún lætur eftir sig eigin- mann og tvö uppkomin börn. Camilla Valdimarsdóttir. Rann veig Þorsteins- dóttir hrl látin RANNVEIG Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrver- andi alþingismaður, lést að Reykjalundi 18. janúar, 82ja ára að aldri Rannveig fæddist 6. júlí 1904 á Sléttu í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu. Foreldrar htnnar voru Þorsteinn Sig- urðsson sjómaður í Mjóafirði og kona hans Ragnhildur Hansdóttir. Rann- veig lauk Samvinnuskólaprófi árið 1920 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavik árið 1946. Hún lauk embættisprófí í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1949, héraðs- dómslögmaður varð hún árið 1952 og hæstaréttarlögmaður árið 1959. Rannveig rak lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1949 til 1974. Hún var alþingismaður Reykvíkinga frá 1949 til 1953. Hún sat í stjóm Kvenfélaga- sambands íslands og var formaður þess í nokkur ár. Hún varð einnig formaður Kvenstúdentafélags fslands og Félags íslenskra háskólakvenna á árunum 1949 til 1957. Þá hefur Rannveig setið í útvarps-ráði, verið Rannveig Þorsteinsdóttir fulltrúi íslands á þingi Evrópuráðsins í nokkur ár og verið í yfirskattanefnd Reykjavíkur frá 1957 og þar til hún var lögð niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.