Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 21
r ir, sem þá var menntamálaráðherra, neftid til að kanna kjör og aðstæður kennara. Nefndin skilaði skýrslu sem við köllum gjama „Endurmats- skýrsluna" og ég þykist vita að þú þekkir mætavel. Það var rauður þráður í gegn um alla þessa skýrslu og gjallandi viðvörun: Skólakerfið er að liðast i sundur vegna þess að kennurum er alls ekki gert kleift að sinna störfum sfnum eins og þörf er á. Þeir eru útpískaðir með yfir- vinnu á yfírvinnu ofan, laun þeirra svo lág að þeir geta ekki leyst af hendi þau ábyrgðarstörf sem af þeim þarf að krefjast. Þessari skýrslu svaraði formaður samninganefiidar ríkisins á þann veg að hún væri marklaus því það hefði ekki setið neinn fulltrúi fjármálaráðuneytisins í nefndinni! Og nú er komin önnur skýrsla. Því miður sat ekki heldur neinn full- trúi fjármálaráðuneytisins í nefnd- inni sem samdi hana. Þess vegna óttast ég að ráðgjafar þfnir muni ekki heldur skilja skriftina á veggn- um að þessu sinni. Auðvitað er ég að tala um OECD-skýrsluna sem sum blöð hafa þegar sagt rækilega frá. Hún kemur okkur, kennurum, ekki á óvart. Það sem í henni stend- ur er einföld staðfesting á því sem „Endurmatsskýrslan" sagði: Menntakerfið á íslandi er í flár- svelti, kennarastéttin er að bugast undan yfirvinnu. Mér finnst hins vegar (eins og þér?) svolítið nötur- legt að heyra útlendinga segja þetta! Eitt af því sem höfundar skýrslunn- ar benda á er það að í sjálfu sér gæti verið í lagi að menn vinni yfír- vinnu við venjuleg störf. Með þreytunni dragi einfaldlega úr af- köstum. En svo spyija þessir ágætu herrar: „Hefur þjóðin efni á að hafa kennara sem ekki skila fullum af- köstum?" Af samhenginu er ljóst að svarið er nei! Framtíð þjóðarinnar Ég get ekki ætlast til að þú hafir tíma til að lesa öllu lengra tilskrif að þessu sinni. Samt væri ástæða til að ræða miklu fleira. Ert þú t.d. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 21 ánægður með skólakerfíð eins og það er? Er ekki grunnurinn að skóla- göngunni lagður í fyrstu bekkjum grunnskólans? Hvemig ætli launin séu þar? Það skyldi þó ekki vera að við mætum kennara bama okkar til lægri launa en samviska okkar getur varið? — Og reyndar snýst þetta alls ekki um bömin okkar. Þetta snýst um framtfð þjóðarinnar. Því hvemig ætlum við að standa frammi fyrir flókinni tækniframtíð ef menntakerfið hrynur í rúst? Öll verða þessi efni að bíða betri tíma. En ég vona sannarlega að þú getir gripið stund til að svara bréf- komi þessu. Mér fínnst þú eigir skilið að fá leiðrétta hegðun starfs- manna þinna. Þótt þeir viti kannski ekki hvað þeir em að gera og eigi skilið fyrirgefningu hljóta ráðherrar að vita hvað þeir em að gera. Með bestu kveðju. Höfundur erfmmhaldsskólakenn- ari. Hrólfur Sveinsson: Hverium sitt Engan veit ég þann, sem tæki frænda mfnum Helga Hálfdanar- syni fram í þeirri íþrótt að berja höfðinu við stein. Ámm saman hefur hann klifað á þeirri kenn- ingu, að orðið stig sé rangnotað, þegar samsetningin hitastig er höfð um hitahæð. Og enda þótt enginn vilji á hann hlusta, færir hann sig þeim mun fremur upp á skaftið og bætir á fordæmingar- skrána orðunum prósentustig og sýrustig. Og þótt hann segi sjálf- ur (í Morgunblaðinu 5. febr.), að engar bölbænir hríni á því sem fjandinn hafi ungað út, herðir hann yfirsönginn því meir. Nú þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá, hvað fyrir H.H. vakir í raun og vem. Á bak við raus hans um sýrustig laumaðist einungis hvöt hans til að koma á framfáeri nýyrðinu lógrími um lógariþma. Og auðvitað reynir hann að láta líta svo út, að það orð hafi hann sjálfur búíð til. En þar veit ég betur. Orðið lógrími er komið beint af steðja forstöðu- manns íslenskrar málstöðvar, Baldurs Jónssonar prófessors. Nýlega ræddi H.H. um nýyrðið eyðni og varð þar að ósk sinni, því skömmu síðar var honum eign- að það orð í blaðagrein, enda þótt höfundur þess sé enginn annar en Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur. Loks má f leiðinni geta þess, að H.H. hefur látið sér vel líka, að fáfróðir hafa eignað honum sæg af sálmum alnafna hans, sfra Helga Hálfdanarsonar lektors, skólastjóra prestaskólans, sem uppi var á öldinni sem leið. Er mér kunnugt um að Helga sveit- unga mínum hafa verið sendar ávfsanir á höfundarlaun fyrir söng á sálmum hins látna skálds f út- varpi. Enn fremur hef ég hlustað á útvarps-fyrirlesara vitna í blaða- grein eftir þennan fyrrverandi lyfjabyrlara og hann þá kallaður Helgi lektor Hálfdanarson, án þess honum dytti í hug að leið- rétta eða mótmæla. En skyldi ekki betur hlýða, að hið góðkunna sálmaskáld sé titlað svo sem því ber, og nefnt síra Helgi, svo ekki séu verk þess mæta manns eignuð óverðugum. Séð yfir geymana sex sem Hitaveita Reykjavíkur er að reisa í öskjuhlið. Lokið er við undirstöður undir geymana og búið er að reisa þak og hluta ytra byrðis á þremur þeirra. • • Morgunblaðið/Júlíus Nýir hitaveitugeymar að rísa i LOKIÐ verður við gerð sex nýrra hitaveitugeyma i Öskjuhlfð á árinu þak á alla geymana," sagði Jóhann- og eru áætlaðar til þess um 50 miiyónir króna. Heildarkostnaður við gerð geymanna verður þá um 140 milljónir kr. Að sögn Jóhannesar Zoega hita- framkvæmd við þijá geyma. Kostn- veitusijóra var gengið frá undirstöð- aður við þær framkvæmdir var um um, brunnum og neðanjarðargöngum 90 milljónir króna. „Á þessu ári verð- milli geymanna á sfðasta ári og hafin ur lokið við að reisa ytra byrðið og es. „Geymunum er lyft upp í fimm áföngum og verða þeir f fullri hæð 10 metrar, en okkur hefur reynst vel að vinna þá svona neðanfrá. Það er fljótlegt, ódýrt og öruggt f vondum veðrum." Oskjuhlíð Sfðar á árinu verður hafist handa við veitingastaðinn með útsýni f allar áttir sem rfsa á efst á geymunum. Reistar verða undirstöður, kjallari og stoðveggir undir útsýnispall. Til þeirra framkvæmda hefur verið veitt um 30 milljónum króna á árinu. ASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BlLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING 1 . • —. •—. •. • _ • _._• — • -I • — • — • — * — * —/ % --------- -----—uj' 4V X \r j hn C' S fl / S. A J ^ /W- «» I \ —... l I {I VA. \ .• V }l Ki i I • • i I >• • / g* * Sýningin stendur yfir \ laugardag kl. 10.00-18.00 og sunnudag kl. 13.00-18.00. 'V.- •VJ / TOYOTA iSfarru téedk> on AtlKW 100 1/RÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.