Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 35 Tveir bílar í smíðum fyrir íslenskan rallökumann „ÞAÐ stóð til að ég keppti í National Breakdown-rallinu í Eng- landi á vegum Skoda þar í landi, en því miður er bíllinn sem kemur frá Chemopetrol-Iiðinu í Tékkóslóvakíu ekki alveg klár. Það er líka orðinn of lítil tími til stefnu, því hætt er við að toll- yfirvöld í Tékkóslóvakíu séu ekki nægjanlega hraðvirk til að ég geti sótt bilinn í hvelli,“ sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann er nýkominn heim frá Tékkóslóvakíu og Austurríki frá keppni í akstursíþróttum á vegum tékkneska Chemipetrol-liðsins. „Það er ólán að geta ekki keppt í fyrstu keppninni í Englandi, því ég stefni á að sigra minn vélar- flokk (0-1300 cc) í bresku meist- arakeppninni. Skoda ökumaður- inn John Haugland hefur unnið þennan flokk undanfarin ár, en hann ekur nú öflugri bíl og í öðr- um flokki. Ég fæ bíl frá Chempop- etrol-liðinu til notkunar í Vestur-Evrópu, en auk þess er verið að smíða bíl, sem ég ætla að nota í Ljómarallinu hérlendis og í Englandi síðar á árinu. Er hann kraftmeiri og betur búinn. Þrír bílar verða frá Chemopetrol- liðinu í Ljómarallinu og hafa yfirvöld í Tékkóslóvakíu veitt öku- mönnum liðsins leyfi til íslands- farar. Það hefur kostað mikla undirbúningsvinnu," sagði Gunn- laugur. Næsta mál á dagskrá hjá mér gagnvart tékkneskum yfirvölduin er að fá leyfi til að aka með að- stoðarökumanninum Pavel Sedivy. Samkvæmt lögum er bannað að Tékki keppi með út- lending í rallakstri, en við höfum alltaf fengið undanþágu. í Barum Valsaka Zima rallinu vakti það úlfúð hjá einhveijum kerfisköll- um, að við kepptum saman, en ég vona að það rætist úr þessu máli á farsælan hátt. Pavel er besti aðstoðarökumaður, sem ég hef haft. Hann hefur ekið með nokkmm af bestu ökumönnum Tékkóslóvakíu og sér því mínar veiku hliðar og hjálpar mér að bæta mig. Undir hans leiðsögn hef ég aukið hraðann mikið og finnst slæmt að hann getur ekki keppt með mér vestantjalds, það er líka bannað. Þetta er því mjög flókið allt saman og ég er að leita að aðstoðarökumanni fyrir Vest- urlöndin." „Aksturinn í síðustu keppni gekk vel, við vorum í tuttugasta sæti af tæplega áttatíu bílum, sem Morgunblaðið/J.Sedlák Fyrsta keppni ársins hjá Gunnlaugi var í Tékkóslóvakíu og ók Tékkinn Paul Sedivy með honum. Voru þeir í tuttugasta sæti, en féllu úr leik 300 metrum frá lokum siðustu sérleiðarinnar. Gunniaugur í vélarsal annars Skoda-bílsins sem er í smíðum fyr- ir hann til notkunar í Vestur-Evrópu. Annar bíllinn verður með 100 hestafla vél, hinn 130. enn voru með, en við höfðum æft á leiðunum í fjóra daga og skrifað leiðarlýsingu. Pavel var ánægður með akstursmátann, en telur mig tapa tíma á mjög hröðum köflum, þar sem hræðslan við nærstadda áhorfendur dró oft úr mér. Ég komst þó yfir það í þessari keppni og bíð spenntur eftir næstu keppni í Tékkóslóvakíu, sem er á mal- biki. Snjórinn í keppninni núna hentaði mér vel, ég var búinn að æfa mig heima og stoð því vel að vígi. Annar Skoda-ökumaður hjá öðru liði, Tékkinn Miroslav Abraham, er uppáhalds andstæð- ingur minn, við stríðum hvor öðrum fyrir keppni og í síðustu keppni skiptumst við á að vera fyrir framan. Hann lauk keppni en við urðum að hætta 300 metr- um frá lokum síðustu sérleiðarinn- ar. Það var ekkert sárt fyrir mig, ég hafði fengið góða æfingu og sjálfstraust sem er mikilvægt fyr- ir sumarið. Pavel varð hinsvegar vondur, henti felgulykli langt út í móa og bölsótaðist á tékknesku í lengri tíma . . .“ „Það eru horfur á því að ég dvelji mikið erlendis á árinu, þijár keppnir í Tékkóslóvakíu eru á dagskrá, fímm í Englandi og ég er að leita að skemmtilegum röll- um á meginlandinu. Ég er því farin að rýna í tékkneskar orðabækur til að læra málið, en passa mig að tala ensku á landa- mærum Tékkóslóvakíu til að valda ekki óþarfa misskilningi," sagði Gunnlaugur. ■s SvavarE. Arna- son - Minning Fæddur 27. maí 1928 Dáinn 15. febrúar 1987 „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund.“ (V. Briem.) Svavar Eyjólfur Ámason var fæddur í Reykjavík 27. maí 1928, sonur hjónanna Árna Ingvarssonar og Jakobínu Jónsdóttur á Skóla- vörðustíg 17 og síðar á Brávalla- götu 48. Ámi lést fyrir um það bil 20 árum, en Jakobína er núna 82 ára er hún má sjá á bak elskuðum syni sínum. Systkini Svavars eru Kristjana Stella, Pétur, Garðar og Jón Ingv- ar, sem er látinn (1957). Svavar byijaði snemma að vinna fyrir sér og stundaði alla algenga vinnu bæði til sjós og lands, en lítið varð úr skólagöngu af hans hálfu. Lífið sjálft var hans skóli. Árið 1960, 30. júní, kvæntist hann fallegri og góðri stúlku, Elísa- betu Jónasdóttur (f. 27. janúar 1930), dóttur hjónanna Sigríðar Svanhvítar Sigurðardóttur og Jón- asar Gunnars Guðjónssonar, Skúlagötu 66, Reylqavík. Hófu þau búskap á Nesvegi 5. Eignuðust þau einn son, Sævar Eyjólf (f. 21. maí 1964). Með mikilli vinnu og atorku gátu þau byggt sér ágæta íbúð í Hraun- bæ, sem þau síðan seldu og fluttu r.ot.&ni'unó4 miöH löcnié. í nýja íbúð á Vesturbergi 102. Bjuggu þau þar síðan, þar til Elsa andaðist 14. maí 1979 eftir langvar- andi veikindi. Var það mikið áfall fyrir Svavar að missa Elsu því hún hafði verið honum góður lífsföru- nautur. Sævar var þá 15 ára og er það ljóst, að það er óhörðnuðum unglingi á viðkvæmum aldri mikil lífsreynsla að missa móður sína. Þegar Svavar missti Elsu var hann nýorðinn starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, sem baðvörður í Breiðagerðisskóla og hefur hann starfað þar óslitið þar til hann lést 15. febrúar sl., en hann hafði átt við vanheilsu að stríða sl. 2 ár. Svavar var mjög vel Iiðinn í starfi sínu, samviskusamur og skapgóður, barngóður og mikið snyrtimenni. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast honum fyrir mörgum árum, og þá í gegnum mág hans og bræður, og hefur hann öll þessi ár reynst hinn besti drengur og verið mér góður kunningi þó leiðir hafí ekki lengi legið saman. Með Svavari er fallinn í valinn maður sem margt hefur þurft að þola í lífinu. Hann tók mótlæti með karlmennsku. Hann minnir mig á Gunnlaug ormstungu er hann sagði: „Eigi skal haltur ganga meðan báð- ir fætur eru jafnlangir." Slíka menn er gott að þekkja og að þeim er mikil eftirsjá. Ég þakka Svavari samfylgdina í lífínu, margan greiða og vináttu. Ég vil votta syni hans, Sævari, móður, systur og bræðrum, svo og öðrum ættingjum, innilega samúð. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) Útför Svavars fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. febrúar kl. 13.30. Guðjón S. Sigurðsson Digranes- prestakall Sóknarprestur Digranespre- stakalls. Messa i dag í Kópavogs- kirkju kl. 14 en ekki kl. 11 eins og misritast hefur í blaðinu í gær. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. MEÐEINU SÍMTALI er haegt að breyta innheimtu- aðferftinni. Eftir það verða gnTOnTOMrifiTTTTiriiffff.y viðkomandi greiðslukorta ■msism Œm SÍMINN ER 691140 691141 InnflyQi&itdl Amerika Evrópa Asia Ástralía/suÖur heimskautiÖ Nefndu staÖinn og viö sjáum um flutningana fljótt, örugglega en ódýrt. á r. 5 r skipaafgreiösla jes zimsen hf Hafnarhúsinu v/hliðina á tollstöðinni. S: 13025-14025. FRAKTÞJÓNUSTA - TOLLSKJÖL - HRAÐSENDINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.