Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 Menn eru að and- skotast út af engu - segirAuðunn Karlsson, oddviti Súðavíkurhrepps ísafirði. „ÉG skil nú ekki hvernig er hægt að andskotast svona út af engu,“ sagði Auðunn Karlsson, oddviti í Súðavík og stjórnarformaður Frosta hf., í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins á heimili sínu í gær. Eins og komið hefur fram í blaðinu hefur risið ágreiningur milli hreppsnef ndarmanna og stjórnar Frosta hf. Auðunn kom til Súðavíkur frá Reykjavík í gær- morgun og var þá viðtal þetta tekið. „Ég boðaði til reglulegs hrepps- nefndarfundar 2. maí. Þar var ekkert sérlega markvert á dagskrá. Síðan þurfti ég að bregða mér til Reykjavík- ur og kom þá Steinn Ingi Kjartans- son, sveitarstjóri, sem varamaður f minn stað. Síðan gerist það að frétta- menn frá fjölmiðlum eru mættir á fundinn án sjáanlegs tilefnis. Hálfdán Kristjánsson flytur þá tillögu um að taka á dagskrá umræður um sölu hlutabréfa í Frosta hf. Telur Hálfdán að Barði Ingimundarson, stýrimaður, sé vanhæfur til fundarsetu vegna aðildar sinnar að Togi hf. og gengur Barði af fundi. Þá vildi Steinn Ingi Kjartansson ekki sitja fundinn vegna stjómaraðildar sinnar að Frosta hf. Engir varamenn voru kallaðir inn í stað þeirra. Síðan ályktar fundurinn um vanhæfí oddvitans og sveitar- stjórans í stjóm Frosta hf., samþykkir að leita allra ráða til að ógilda sölu hlutabréfanna og boðar til borgara- fundar um málið. Þetta var samþykkt samhljóða af hreppsnefndinni sem eftir var, en það vom Hálfdán Kristj- ánsson, ásamt einum aðal- og einum varamanni, sem báðir em starfsstúlk- ur hans í sparisjóðnum. Hreppsnefndin hafði hafnað for- kaupsrétti á hlutabréfunum þegar í desember og engin bitastæð tilboð borist í meginþorra bréfanna þegar tilboðsfrestur rann út í lok febrúar, nema frá Togi hf. Mér kemur það mjög á óvart að Hálfdán, sem í fjölda ára hefur verið við viðskiptafræðinám í Háskóla ís- lands, skuli ekki þeklq'a betur lög um hlutafélög og þá starfshætti sem gilda við stjómun hlutafélaga. Það er skoðun mín að Súðavíkur- hreppur eigi ekki að eiga meirihluta í atvinnufyrirtækjum á staðnum og er það í samræmi við almenna reynslu manna af rekstri bæjarútgerða í landinu. Er það jafnvel svo að for- stokkuðustu alþýðubandalagsmenn em hættir að leggja til að sveitarfé- lög reki atvinnufyrirtæki, ef kostur er að láta einkaframtakið um það. Ásakanir um vanhæfí okkar til að ganga frá þessum málum em til- hæfulausar. Við auglýstum hluta- bréfin til sölu á föstu verði með ákveðnum skilmálum og gátu allir íbúar Súðavíkur, svo og starfsmenn Frosta hf. og dótturfyrirtækja þess, eignast hlutabréf að vild, ef þeir létu vita fyrir lok febrúar, en þá var liðinn VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gœr: Við norðurströndina er minnkandi lægðar- drag sem þokast norðaustur en suðvestur af Hvarfi er vaxandi lægðasvæði á hreyfingu norður. SPÁ: Sunnanátt með rigningu víða um land einkum þó um sunn- an- og vestanvert landið. Síðdegir snýst vindur til suðvesturs með skúrum suðvestanlands. Hiti á bilinu 6 til 9 stig um landið sunnan- vert en 10 til 13 stig fyrir norðan. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Suðvestanátt og hiti á bilinu 3 til 8 stig. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið en bjart veður norðaustanlands. FÖSTUDAGUR: Lægð fer austur yfir landið og snýst vindur til norðlægrar áttar fyrri hluta dags og kólnar. Léttir til sunnanlands en él verða norðanlands. Með kvöldinu þykknar upp vestanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma Akureyrí hlti 8 veður hálfskýjaö Reykjavfk 6 úrkomafgr. Bergen 7 rígnlng Helslnkl 6 skýjaö Jan Mayen -3 hálfskýjaö Kaupmannah. 13 léttskýjað Narssarssuaq 4 skýjaö Nuuk 0 skýjað Osló 13 skýjaö Stokkhólmur 12 léttskýjað Þórshötn 8 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 12 skýjað Aþena 21 skýjað Barcelona 17 skýjað Berífn 8 alskýjað Chicago 5 léttslcýjað Glasgow Feneyjar 16 vantar hálfskýjað Frankfurt 10 alskýjað Hamborg 14 léttskýjað las Palmas 21 mlstur London 13 alskýjað Los Angeles 16 heiðskfrt Lúxemborg Madrfd 16 vantar léttskýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Mlami 23 léttskýjað Montreal 8 skýjað NewYork 8 súld París 12 skýjað Róm 14 skýjað Vfn 14 þokumóða Washlngton 8 léttskýjað Winnlpeg 10 léttskýjað Morgunblaðið/Úlfar Frosti hf. í Súðavik sá tími sem við gátum lögum sam- kvæmt leyft okkur að vera með hlutabréfin í eigu Frosta hf. Hálfdán Kristjánsson gat að sjálfsögðu keypt þar öll þau bréf sem hann óskaði. Hann keypti engin og er rétt að geta þess að hlutabréf, sem faðir hans gaf honum þegar hann skipti hlutabréf- um sínum á milli bama sinna, seldi hann Frosta hf. á síðastliðnu ári. Menn skildu líka athuga það, þegar talað er um einræðishneigð mína, að á síðasta aðalfundi Frosta hf. óskaði ég eftir því að Hálfdán tæki sæti í stjóm Frosta hf. fyrir hreppsfélagið, en hann neitaði og sama gerði starfs- stúlka hans, hreppsnefndarmaðurinn Sigríður Hrönn Elíasdóttir. Þá var það að sveitarstjórinn Steinn Ingi Kjartansson kom inn í spilið, en hann á þar engra persónulegra hagsmuna að gæta og þvl fráleitt að væna hann um vanhæfi. Það er rétt að ég barðist fyrir því í síðustu sveitarstjómarkosningum að auka áhrif hreppsins í stjóm Frosta, en þrátt fyrir 42% eignaraðild að fyrirtækinu hafði hreppurinn aldr- ei átt mann í stjóm. A síðasta ári breyttum við, að tilhlutan allra hreppsnefndarmanna, samþykktum Frosta hf. til að tryggja hagsmuni minnihlutans og er nú gert ráð fyrir að hreppurinn eigi alltaf einn mann f þriggja manna stjóm. Sá öfundar- og haturshugur sem hefur einkennt störf sumra manna frá því við tókum við stjóm fyrirtæk- isins er víða farinn að hafa áhrif. SigurðurAr- mann Magnús- son látinn SIGURÐUR Ármann Magnússon, stórkaupmaður, Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, andaðist föstu- daginn 24. apríl sl. en hann var ásamt konu sinni á ferðalagi á Spáni. Sigurður fæddist að Ketu á Skaga 26. mars 1917, foreldrar hans vom Magnús Ámason bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Sveinsdóttir. Hann nam við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1936-38. Hann stofnaði og rak bygginga- vöruverslun og heildverslun S. Ármann Magnússon sf. um árabil. Árið 1971 stofnaði hann ásamt fleimm Mazda-umboðið Bílaborg hf. og var í stjóm þess frá byijun og vann við fyrirtækið eftir því sem Garður: Nú hefur Steinn Ingi Kjartansson sveitarstjóri sagt upp störfum, búinn að gefast upp á baknaginu og illdeil- unum. Ég var kominn á fremsta hlunn með að segja af mér oddvitastarfínu, en eftir að grein Hálfdáns Kristjáns- sonar birtist í Morgunblaðinu er ég alveg staðráðinn í að beijast til þraut- ar. Ég hef trú á þessu byggðarlagi þar sem ég hef starfað síðustu fjór- tán árin og vil stuðla að framgangi þess. Þess vegna tók ég þá ákvörðun að leggja allt mitt af mörkum til kaupa á hlutabréfum í Frosta hf. Ég held að það samstarf sem tekist hef- ur með lykilmönnunum í rekstrinum eigi eftir að skila árangri. Ég veit að traustur atvinnurekstur er undir- staða byggðar og tel að þama hafi okkur tekist að gæta hagsmuna byggðarlagsins best. Það er trú mín að Frosti hf. haldi áfram að vera sú styrka stoð undir atvinnulífí Súðvík- inga sem hann hefur alla tíð verið. Menn sem hafa alltaf skoðanir eft- ir á og vita allt betur þegar fram- kvæmt hefur verið eru ekki þeir máttarstólpar sem við þurfum hér eða í öðrum dreifðum byggðum landsins," sagði Auðunn Karlsson, oddviti Súðavíkurhrepps. Rekstur fiystihússins og útgerðar- innar í Súðavík hefur gengið mjög vel, nægt hráefni er og mikil vinna, en nokkuð skortir á að nægjanlegur mannafli sé á staðnum. Úlfar. Sigurður Armann Magnússon heilsa leyfði. Eftirlifandi kona hans er Lilja Halldórsdóttir, þau eignuð- ust 4 böm. Jarðarför Sigurðar fer fram á morgun, fimmtudag, kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Grunnskólastjóra- staðan auoflýst Garði. O «7 SKÓLNEFND Gerðahrepps á- kvað í gær að auglýsa stöðu skólastjóra Grunnskóla Gerða- hrepps fyrir næsta starfsár en á sfðastliðnu hausti ákvað Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra, í trássi við meirihluta skólanefndar, að skipa Eirík Hermannsson skólastjóra til eins árs. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun mun einkum vera sú að skólanefnd- in var ekki sátt við afskipti menntamálaráðherra á síðastlinu hausti. Þess má geta að kiwanisklúbbur- inn Hof hefur ákveðið að gefa skólanum 5 tölvur og hefur klúbb- urinn nú á nokkmm mánuðum gefið skólanum kennslugögn að verð- mæti um 600 þúsund krónur. Arnór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.