Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.05.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1987 53 Íslandsglíman 1987: Þrjú brögd færðu Eyþóri sigur Úrslit í glímu eiga aldrei að vera jafntefli ÞESSI 77. keppni um GrettisbeltiA fór fram f íþróttahúsi KHÍ laugardaginn 2. maí. Níu voru skráðir til keppninnar, en 8 mættu. Helgi Bjarnason KR gat ekki glímt. Árni Þ. Bjarnason KR varð að hætta keppni eftir fjórar viðureignir. Hafði unnið eina. Eyþór Pétursson, umf. Mývetningi, vann Grettisbeltið og titilinn Glímukappi íslands. Hann vann Íslandsglímuna 1983. Að lokinni aðalkeppni stóðu hann og Ólafur H. Ólafsson jafnir með 5,5 vinning. Til þrautar glímdu þeir og vann Eyþór. I aðalkeppninni sótti Eyþór 6 tegundir bragða, sem hann sótti 13 sinnum, en 3 brögð færðu honum sigur (klofbr. v. 2, klofbr. h.1 og krækja 2). Ég hefi ekki fyrr sóð Eyþór sækja klofbrögð eins mikið og eitt sérlega hátt og glæsilegt. Morgunblaðið/Einar Falur ingólfsson • Eyþór Pétursson, glímukappi íslands 1987. Rætt er nú af alvöru, að afnema jafnglími úr glímukeppni. Ég hefi verið því lengi meðmæltur. Viður- eign í glímu er einvígi. Úrslit slíks eiga aldrei að vera jafntefli. Dóm- ararnir þrír eða sérstakir stiga- dómarar eiga að kveða á um sigur viðfangsmanna að lokinni fullri lotu, án þess aö úrslit hafi fengist. Hefði slík breyting á glímulögum verið komin á þegar þeir Ólafur og Eyþór luku fullri lotu án úrslita í aðalkeppninni, þá hefði komið til að dómarar úrskurðuðu öðrum hvorum sigur. Hefði ég verið einn slíkra dómara, hefði ég dæmt .Ólafi sigurinn. Hann sótti átta sinn- um þrennskonar brögð á Eyþór, sem Eyþór náði að verjast uppi en einu sinni með handvörn í gólfi og annað sinn fékk hann byltu, sem var dæmd af, því Ólafur datt fram á lófa, þvert yfir Eyþór, og taldist of langt sótt. Eyþór varðist vel, sem reiknast honum afrek í viðureign gegn jafn sókndjörfum viðfangsmanni og Ólafi. í fang- brögðum vegur vörn ekki eins þungt og sókn. Eyþór beitti ekki Ólaf nema þrisvar verulegri sókn. Hann náði ekki að beita sínum skæðu lágbrögðum. Hann náði Ólafi aldrei af fótunum. Ólafur sótti ákafar Ólafur H. Ólafsson tók sem Ey- þór 6 tegundir bragða í aðalkeppn- inni, sem hann sótti og útfærði 21 sinni. Sigurbrögð hans urðu 4 (hælk. hægri á vinstri 2, klofbragð v. 1, lausamjöðm h. 2 og með vinstra 1). Þetta voru allt fögur glæsibrögð. Viðfang þeirra glímu- kappanna um beltið í aukakeppni var karlmannlegt, drengilegt og glímt af færni og kunnáttu. Þeir náðu að halda góðri reisn og rétta sig upp frá gagntogi. Ólafur sótti ákafar í upphafi og beitti hábrögð- um. Leggjabragð sótti hann eitt sinn svo snöggt, að hann féll á bæði hné og hönd. Eyþó. varðist léttilega, tók sig á með sókn og hóf sókn krækju, leggjabragðs og hnéhnykks. Ólafur á til í snúningi og færslu fóta að hvor öðrum í stígandi að standa hælum of náið. Slíkt atvik notaði Eyþór sér með því að leggja á hann hælkrók fyrir báða. Ólafur var þessu snögga bragði óviðbúinn. Kom engum vörnum við, hvorki í stöðu né með handvörn í gólfi. Ekki var séð að hann héngi í belti Eyþórs, og tæki hann með sér. Viðbragöið var svo snöggt, að Eyþór stóð ekki og féll áfram, nam niðri með framhand- legg og kannske snert hann með bringu. Eftir að hafa borið sig sam- an dæmdi dómnefndin Ólafi byltu. Bræðrabyltan var þeim báðum að kenna, en engin sök fundin hjá öðrum fremur en hinum og sækj- andi því látinn njóta bragðsins. Þessa viðureign var ég glaður að fá að sjá, því að hún er ein sú besta, sem sést hefur lengi. Bjarna Felixsyni má glímusagan þakka, að þessi viðureign varðveitist í upptöku. Kjartan Lárusson, umf. Hvöt, skjaldarhafi hérðassamb. Skarp- héðinn varð þriðji með 3,5 vinn- inga. Þessi áhugasami glímufröm- uður, arftaki Sigurðar Greipssonar, og kennari þeirra efnilegu ungu glímumanna, sem upp á síðkastið hafa verið að koma fram á glímuvettvanginn, þarf að taka glímulaginu þar eystra tak. Losa það við þunga og göngu fram og aftur í stað stígandi réttsælis. Álúta stöðu til vinstri þarf að rétta. Kjartan sýndi í viðureignum sínum tvívegis bragðfléttur. Þær sáust ekki hjá öðrum. Hann sótti 5 teg- undir bragða og klofbrögð með sinn hvorum fæti færðu honum þrjá sigra. Jóhannes Sveinbjörnsson varð 4. meö 3 vinninga. Þessi álitlegi ungi glímumaður úr Þingvallasveit (félagi í umf. Hvöt) þarf að venja sig af álútri undinni stöðu til vinstri og að vera boginn um mjaðmir. Gamla hábragðavörnin að spyrna með rist á læri viðfangsmanns verður Jóhannes að læra að er gagnslaus vörn. Hann hefur náð sérstæðri sókn lausamjaðmar með vinstri. Mikil mjaðmavinda og bak- fetta. Bragðið er aö verða honum einhæft. Hann vann með því tvo andstæðinga. Þann þriðja vann hann þó á hælkrók fyrir báða. Formaður héraðssambands S- Þingeyjarsýslu var einn þeirra þriggja, sem sóttu mótið frá umf. Mývetningi. Kristján Yngvason hefur lengi þar nyrðra boriö velferð glímunnar fyrir brjósti. Hann vann sér 2,5 vinninga á mótinu. Sótti 5 mismunandi brögð. Tvö þeirra, klofbragð og lausamjöðm bæði með vinstra, færðu honum sigra. Hann gerði jafnt við Kjartan. Þeir eru um margt áþekkir glímumenn. Hjörtur Þráinsson frá umf. Mý- vetningi hefur oft glímt snarpar. Hann stendur vel að glímu og virð- ir stígandina. Undravert hve svo vanur glímumaður ber oft hönd skakkt fyrir sig í gólf og eyðileggur fyrir sér með skakkri sókn hælkrók hægri á hægri. Hann tók krókinn í allt níu skipti. Einu sinni má segja að hann færði honum sigur. Það var er hann átti við Árna Þ. Bjarna- son en þá tók Hjörtur leggjarbragð í framhaldi af honum. Hjörtur náði einum vinningi, er hann lagði Jón Birgi á utanfótar hælkrók, sem hann sótti nokkuð hátt upp á kálf- ann. Jón Birgir Valsson KR, unglingur eins og Jóhannes, vann enga viður- eign, enda ekki að vænta. Hann virðist æfingarlítill, því að hann mæddist fljótt. Mótið setti og sleit Hörður Gunnarsson. Katrín Gunnarsdótt- ir, sem á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ, spennti Grettisbeltið á Eyþór og afhenti önnur verðlaun. Ingvi Guðmundsson var glímustjóri, en yfirdómari Sigurjón Leifsson. Mót- ið var stjórn GLÍ til sóma. í mótsskrá voru birt nokkur atriði úr sögu Grettisbeltisins. Þorsteinn Einarsson hjálpartækjasýning Fötlun87 8;10 maí Aðstandendur: ÖB(, Styrktarfélag lamaðra ogfatlaðra, Sjálfsbjörg, landssamband og Reykjavíkurfélag. Landssamtökin Þroskahjálp, Hjálpartækjabankinn, Svæðisstjórnir um málefni fatlaðra, Reykjavík og Reykjanesi. A föstudaginn opnar sýning á hjálpartækj- um og hjálpargögnum fyrir fatlaða á öllum aldri, í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. • Yfir 30 aðilar sýna. • Fræðsluerindi innlendra og erlendra fyrir- lesara. • Kvikmyndir. • Skemmtidagskrá laugardag og sunnudag. • Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.