Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 7
FBHBmiDAGUR 7. október 196* TllWINN Helgileikir í kirkjum Hér verður nú í stuttu máli sagt frá skipulagi og starfsemi Religiös Drama Society, en sú frásögn varpar ljósi yfir allt þetta málefni eins og það ligg ur fyrir á þessum tíma. Það voru hrifnir menn, sem höfðu verið gestir á helgileikj tmurn í Ober-annergau, sem fyrstir vöktu máls á því um 1850 „að Englendingar hefðu alltaf metið mest að sjá trúar atriðin með eigin augum“, eins og það var orðað. Það var þó ekki fyrri en um eða eftir aldamót að Þessu áhugafólki, sem alltaf hafði staðið saman saman um kröfu tfl helgileikjá, tókst að fá nokkra þeirra sýnda í leikliús senu. Var leikur að nafni „Kraftaverkið" sýndur og vakti mikla áthygli og sannaði að í Englandi var mikill áhugi á Síðari hfluti. helgileikjum eða sýningum af slíku tagi. Og á fyrstu áratug um aldarinnar jókst þessi áhugi stöðugt og eignaðist marga fylgismenn bæði meðal leikrita höfunda og leikara. Engin kirkja opnaði samt fyrir þess ari nýstárlegu starfsemi. En nokkrir prestar tjáðu sig samt fúsa til samstarfs einkum þeir, sem heimsótt höfðu Ober-nnner gau. Og fyrsta leiksýningin i kirkju var „Afturhvarf Eng- lands“, eftir sr. H. Creswell og sýndur fyrst í Sankti Péturs kirkjunni í Vauxhall og síðar í Church House í Westminster. Þetta var um aldamótin 1900. Litlu síðar ritaði sjálfur Bern hard Shaw í The Saturday Review: ,,Nú er svo komið loks ins, að presturinn hefur háð orrustuna í land óvinarins" og Church Times bættu við „Þetta er skref til að endurvekja það nána samband, sem upphaflega ríkti milli leikhúss, og kirkju. Ef til vill eiga helgiiéikir mikla framtíð því hinn ímyndunar- snauði Englandingur lærir miklu meira af því, sem fyrir augun ber en af því sem eyrun heyra.“ Síðan rak hver sýningin aðra, en samt með nokkurra ára milli bili. Og árið 1905 var stofnað félag sem nefnist the English Drama Society, og sýndi á sínu fyrsta ári ,,The Inter- hide of Youth eða í Æskuhléi. Og nú var aftur farið að skrifa siðfræðileiki með nýtízkusniði, en hinn fyrsti þeirra hét ,,Everyman“ og var eftir WilH am Poel. Og var nú einkum leikið um föstuna og mun Það hafa verið í stíl við föstuleik ina í Ober-annergau. En víða vakti þessi nýbreytni mikla tor- tryggni og andúð og Nugent Monck stofnenda English Drama Society var hótað of- sóknum af opinberum ákær- anda, þegar hann var að undir búa föstusýningun, sem kynnti persónu Krists. En árið 1928 setti núverandi Chesterbiskup þáverandi Dean af Canterbury innsigli kirkjunn ar sjálfrar helgileikjasýningu með því að bjóða John Mase field, frægu skáldi, sem krýnd ur var lárviðarsveig árið 1930 og fleirum að semja helgileiki, sem skyldi sýndir í aðalsal sjálfrar dómkirkj'unnar í Cant erbury, einni frægustu kirkju Englands. Og 25 árum síðar, þegar þessa atburðar var minnzt há- tíðlega árið 1953 og leikurinn, sem hét ,,Kristur kemur“ sýnd ur enn einu sinni þá sagði biskupinn: ,,Fyrsta sýning þessa helgi leiks markar þáttaskil í kirkju sögn Englands. I lifandi og hrífandi formi hafa skáldið og listamaðurinn endurreist kirki una.“ Þrír aðrir helgileikir voru nú sýndir á næstunni The Coventry Nativity (eða Fæðing Coventry) og Von heimsins eft ir Father Andrew og Leikur hirðisins eftir Chester Sycle. Nú var ísinn brotinn og and- úðaröldurnar lægðar og árið 1935 vannst einn hinn stærsti sigur í Þessum málum, þegar ,,Morðið í Dómkirkjunni“ eftir Nobelsverðlaunaskáldið T. S. Eliot var sýnt í Canterbury kirkju. Og litlu síðar sagði merkur biskup Dr. Bell við hátíðlegt tækifæri: „Með helgisýningum eru trú arleg sannindi flutt á ferskan og sannfærandi hátt og ímynd unarafli áhorfenda gefin byr undir báða vængi.“ Helgileikjafélagið var í raun inni formlega stofnað upp úr flokkum þeirra áhugamanna. Listaverk í Coventry-kirkju. ur á málið og lagði leikritahöf- undu inn John Masefield sem áður er nefndur gott lið með sýningu eins og „Föstudagurinn langi“. og Freistingar Jesú, og einn mætti nefna Laiirence Housman sem skrifaði leiksýn ingu að nafni: ,,Betlehem“ og Litla leiki heilags Frans“ En eitt stærsta sporið, sem stigið var til áhrifa á þessum fyrstu árum Religiös Drama Society var ráðstefna, þar sem lögð var áherzla á þá stað reynd að helgileikir væru sam eiginleg arfleifð allra kirkju deilda og þvi raunverulegt ein s ingarafl og tjáningarform. þar sem bæði katólskar og mót- mælendakirkjur gætu mætzt í einum og sama brennidepli í boðskap kristindóms. Því var komið á fót nokkurs konar al- kirkjulegu eða alþjóðlegu ráði til efling'ar helgileikjum í and legum málefnum og í kristileg- um anda til að bera trúarlegar stofu og bókasafn, þar sem leið beint er um leikrit og yfirleitt gefnar greiðar og góðar upplýs ingar um allt, sem að helgileikj um lýtur. Það styður útgáfu helgiléikja óg séndir kirkjum, söfnuðum og áhugaflokkum góð ráð og kostar til að senda leið- beinendur um landið þvert og endilangt og jafnvel til ann- arra landa. Því segja má að þetta sé að verða alþjóðafélags skapur, en til þess var það og hefur verið styrkt af hinni svo nefndu Rockefeller-stofnun. Og nú berast skrifstofunni bréf frá öllum heímsins homum. Og bókasafnið sendir ekki einung- is leikritabækur, heldur og ráð og leiðbeiningar þeim, sem vilja koma á stofn svipuðum söfnum í öðrum löndum. Enn fremur eru gefnar leiðbeining- ar um búninga, uppsetningu og sviðsetningu helgileikja. Þá hefur Religios prama Society haldið námskéið til EFTIR SERA ARELIUS NIELSSON sem þarna höfðu áður að unnið 6. febr. 1929. En þá hafði verið boðað til fyrirlestrahalds og fræðslu um þessi málefni með eftirfarandi ráðstefnu. Ritari framkvæmdaráðs félagsins var kosin Mrs. Stevenson, en for- maður Sir Fromcis Younghus- band, en hún hafði áður verið í forustuliði áhugasamra kvennasamtaka í þessari starf semi, en hann hafði ekki ein ungis kynnt sér rækilega leik ina í Ober-ammergau, heldur einnig sögulega helgileiki Hindúa austur í Indlandi, en Þeir eru einn þáttur í guðfræði námi og helgisiðaþjálfun hinna æðstu og lærðustu austur þar. í mörg ár voru þau bæði meg insúlur og hornsteinar þeirrar starfsemi, sem þarna fór fram í nýsköpun innan kirkjunnar í Englandi. Kemst nú óðum skrið hugsjónir fram til sigurs og styrkja almenna trúarvitund án tillits til játninga og kirkju- deilda. Og mætti segja, að þarna væri frumþáttur alkirkjuhreyfingarinnar, sem nú vinnur að þvi að skapa einingu, frið og samstarf hinna áður sundruðu stríðandi og deilandi kirkjudeilda og trú flokka. Ávallt síðan hefur Helgi- leikjafélag Englands unnið ótrauðlega að eflingu þessara mála á margvíslegan hátt. Það hefur styrkt höfunda og hvatt þá til að skrifa. Komið á fót skynsamlegri gagnrýni. Staðið fyrir mörgum og margvíslegum sýningum bæði í kirkjum og leikhúsum og yfirleitt alls stað ar þar sem unnt var að efna til slíkrar starfsemi. Það hef- ur fullkomna leiðbeiningaskrif- fræðslu og uppbyggingar mál- efnum sinum. Það hafa veríð helgarnámskeið með fyrirlestr- um. en einnig lengri sumar- námskeið með æfingum í fram sögn og uppbyggingu helgi- leikja. Og nú er aðalstefna félags- ins sú, að ráðleggja þeim, sem reisa nýjar kirkjur, að hafa þar góða aðstöðu til sýninga. En jafnframt vill það efla sam tök og samstarf leikhúsanna og safnaðanna. Mörg hinna beztu helgileikrita, t. d. þeirra Mase- fields og Eliots njóta sín ekki nema í leikhúsi við fullkomna tækni leiksviðs og undir stjórn lærðra og hæfra leikstjóra. Enda eru þar kórsöngvar og músík, jafnvel heilar hljómsv. sem erfitt er að koma fyrir til sýningar nema í allra stærstu og fullkomnustu kirkjum. Þeg- ar slík undur eru á ferð vill félagið ráðleggja söfnuðum að efla til sýningar í samstarfi við leikhúsin og fylla þar hvert sæti kvöld eftir kvöld. Enn fremur hafa komið fram ákveðn ar tillögur um að efla útisýn- ingar að nýju bæði á torgum, í skemmtigörðum og á húströpp um líkt og var á miðöldum, en laga nú allt eftir nýjum að- stæðum með mögnurum og há- tölurum, sjónvarpi og svið- tækni. En einn stærsti framtíðar- draumur félagsins er að efna til slíkra sýninga í ekki-kristn- um löndum til að flytja þar kenningar og anda Krists í orðum, athöfnum og tónum, sem allir geta skilið og tekið til sín líkt og postularnir gerðu nær ósjálfrátt hinn fyrsta hvítasunnudag. þegar 3000 tóku trú í einu. Þessi helgileikjastarfsemi innan kirkjunnar má teljast óþekkt hér á íslandi. En samt hefur sr. Jakob Jónsson orðið þar brautryðjandi með sýning- unni Bartimeus blindi, sem sýnd var með aðstoð og í sam- starfi við Þjóðleikhúsið fyrir nokkrum árum á Bessastöðum og víðar. Þá hafa smájólasýn- ingar verið æfðar og sýndar í skólum hin síðari ár, t. d. í Vogaskóla í Reykjavík og í safnaðarheimilinu í Langholts söfnuði, Hálogalandskirkju, enn fremur í Eyrarbakkakirkju síðast liðinn vetur. Allt hefur þetta gefið góða raun. En um eiginlega starfsemi, skipulagða og ákveðna er ekki að ræða. Nú er því eftir að sjá, hvern ig gengur hérlendis. Vel mætti vænta þess, að hin frjálslynda, íslenzka kirkja taki þessari túlkunaraðferð opnum örmum. En vel þarf að vanda, það sem lengi á að standa. Hér má byrj unin ekki verða neinn hégómi. En þó skyldi enginn reisa sér hurðarás um öxl. Helgisýning- ar eru áreiðanlega merkur þáttur í framtíðarsögu kirkj- Úr kapellunni í Coventry-kirkju. unnar. En þær þurfa að túlka hina æðstu fegurð og dýpsta sanleika og ljúfustu speki trú- arsanninda, svo hátt og svo djúpt að himnar taki undir og undirdjúpin ómi, en einkum svo blítt. að veröld vikna hljóti og allar sálir unaðssælu njóti. Fram til heilla íslenzkri kirkju og guði til dýrðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.