Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 25 i Sjómannadagsblað Nes kaupstaðar komið út Eggjaþjófínum vísað úr landi SJÓMANNADAGSBLAÐ Nes- kaupstaðar er komið út. Blaðið er 132 síður og er þetta 10 ár- gangur blaðsins. Meðal efnis í blaðinu er grein um Sigga Jóns, bemskuskeið mótorbátanna, ferð með Rjukan og flotlínuveiðar, Miaca, fyrsta gufuskipið og fyrsta skipið, sem reyndi togveiðar á íslandi, slipptúr Steingrímur á Seyðisfjörð, hrakfallasögu Bark- ar á Bevinshire Bay, framtíð sjávarbyggða. Einnig er grein um Randulfs- sjóhús í Mjóeyrarvík við Eskifjörð, ritgerð eftir Guðrúnu Emu sigurð- ardóttur um sjómennsku og hjátrú, rætt um ímynd hins feng- sæla skipstjóra, rætt við nokkrar konur sjómanna, smásaga um sjó- mennsku, grein um sjávaútvegs- fræði í Háskólanum í Tromsö, grein um fískeldismöguleika á Austurlandi, aflamagn á Nes- kaupstað 1986 og pistillinn „Hugsað heim" eftir Stefán Snæv- arr. Austurríska ferðamanninum, sem var handtekinn í Mývatns- sveit á þriðjudag fyrir stuld á andareggjum, verður vísað úr landi. Þegar maðurinn var handtek- inn var hann með 15 andaregg í fómm sínum. Hann kvaðst hingað kominn til að kaupa lundaegg í Vestmannaeyjum, en gat ekki skýrt ferðir sínar norður í land. Maðurinn var með sérstakan kassa meðferðis undir eggin og bar kassinn þess merki að hafa áður verið notaður undir slíkar sendingar frá íslandi. Maðurinn var í yfírheyrslum hjá útlendinga- eftirlitinu í fyrradag og var ákveðið síðdegis að honum yrði vísað úr landi. Hann verður því sendur heim á leið með fyrstu ferð og fær ekki að koma til Norð- urlandanna næstu fímm árin. sýnir í Eden STEINGRÍMUR Sigurðsson, list- málari opnaði málverkasýningu í Eden í Hveragerði, þann 2. júni síðastliðinn. Lýkur henni í dag, sunnudaginn 14. júní. Er þetta 62. sýning Steingríms og „tileinkuð undanfömum sjö góð- um ámm í lífi mínu,“ eins og hann segir sjálfur. Sýningin er sú ellefta sem Steingrímur heldur í Hvera- gerði. Sjómanna- dagurinn á Grenivík Grenivík. HÁTÍÐARHÖLD sjómannadags- ins á Grenivík verða með hefð- bundnum hætti í dag. Dagskráin hefst við höfnina kl. 14.00. Björgunarsveitin Ægir verð- ur með björgunaræfíngu og á túninu við gamla bamaskólann verður meðal annars reiptog og fleira til gamans gert. Kvenfélagið Hlín verður með kaffíveitingar í samkomusal nýja skólans og dans- leikur verður haldinn í kvöld þar sem hljómsveitin „Helena fagra" sér um flörið til kl. 3.00 í nótt. Vigdís Siglufjörður: Leiðrétting- vegna minnisvarða Siglufirði í FRETT um sjómannadaginn á Siglufirði hér í blaðinu misritað- ist að minnisvarði um drukknaða sjómenn ætti að vera staðsettur við Sparisjóð Siglufjarðar. Hið rétta er að minnisvarðinn á að vera staðsettur við fískiðjuver Þormóðs ramma. Opnaður hefur verið reikningur vegna minnisvarð- ans í Sparisjóði Siglufjarðar og í Útvegsbanka fslands. Einnig er rétt að komi fram að kaffi verður selt á Hótel Höfn en ekki í Alþýðuhúsinu, eins og sagt var. Matthías Sumarbúðir skáta á Úlf- Ijótsvatni SUMARBÚÐIR skáta á Úlfljóts- vatni hófu starfsemi sína fimmtudaginn 11. júní. Menntamálaráðuneytið _ hefur heimilað Skátaskólanum á Úlfljóts- vatni að reka sumardvalarheimili fyrir 42 börn nú í sumar. Dreymir þig stundum að þú liggir á strönd og borðir góðan mat, að þú siglir á fallegum bát, spilir golf, akir um grænt landslag, stundir leikhús, tónleika, diskótek og hver veit hvað? Við þekkjum drauminn og bjóðum þér að upplifa skemmtilega og fjölbreytta daga hjá góðum grönnum okkar, Bretum. Flugleiðir fljúga allt að átta sinnum í viku til London í sumar og þrisvar í viku til Glasgow. Hér koma örfá dæmi um ljúfa „breska daga“. fara hreinlega í „golfferð11 um Skotland, aka milli spennandi golfvalla og góðra hótela. Flug og bátur Þú lætur þig líða um kyrrlátt lcindslag Norfolk á bát eftir síkjum og ám, leggur að bryggjum lítilla bæja eða freistandi veitingastaða og kráa sem liggja víða meðfram bökkunum. Norfolk er náttúruvemdarsvæði ríkt af fuglalífi og vatnágróðri. Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100 GLASGOW Flug+híll f 2 vilairkr. 13.575 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. Aíb, Öfl flagumÉgfd Flugteiða íií og frá timthrow fer m Tmmmi J, FLUGLEIDIR Flug, bíll, hús og golf Á bíl ertu pinn eiginn faréu-stjóri, heimsækir þá staði sem þig hefur dreymt um og hagar tímanum eftir þínum hentugleika. Skemmtilegt væri t.d. líka að leigja eitt af rómantískum BLAKES-SUMARHÚSUNUM í nokkra daga og aka stuttar ferðir í nágrenninu eða BLAKES-BÁTAR Flijg+hátnr í 1 vikii kr. 21 ,S18 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og Caribou bát. Mjög margir aðrir möguleikar. Tímabilið 13.-27. júní. L0ND0N Flug+bíU f2vikurkr. 15.011 á mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2-11 ára, í Ford Fiesta. AUK hf. 110.10/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.