Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 40

Morgunblaðið - 16.06.1987, Side 40
I Js • VPtQ? í!TJOÁ(IÍÍT.,CSHcT <Tffrf A jfln/rTjrvqroTf 40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1987 Skátamótið „Fjör í flokk“ á Hafravatni Ljósmyndin Jón Haukur Steingrímsson Hver skátaflokkur fékk úthlutað mat, sem hann þurfti sjálfur að matreiða yflr eldi eða prímus. eftir Guðmund F. Sigurjónsson Um hvítasunnuhelgina _ hélt skátafélagið Árbúar í Árbæ fyrsta stórmót sitt og voru gestir á mótinu rúmlega fimmhundruð. Það er þvi óhætt að segja að straumurinn hjá skátum af suð- vesturhorninu hafi legið að Hafravatni um síðustu helgi. Mótið markaði á margan hátt tímamót í sögu skátastarfs og skátamóta á Islandi. Þetta var fyrsta skátamótið, sem algerlega var skipulagt sem flokkamót og þetta var jafnframt fyrsta skáta- mótið þar sem farið var alger- lega eftir svokallaðri „nýrri dagskrá", sem Bandalag íslenskra skáta (BÍS) hefur út- búið. Hafravatn er stöðuvatn í Mos- fellssveit, skammt suður af Reykj- um. Vatnið liggur fremur lágt og er umlukt lágum flöllum og Ieitum á alla vegu og ber þar hæst fjallið Hafrafell. Við vatnið er töluverð sumarbústaðabyggð og yfír NV- enda þess trónir jarðstöðin Skyggn- ir sem horfír árvökulum augum yfír dalinn. Að vatninu er innan við hálfrar klukkustundar akstur frá Reylq'avík u.þ.b. 17 km. Svæðið er mjög hentugt til mótshalds af náttúrunnar hendi þó á því sé frek- ar frumstæð salemisaðstaða. Mál manna var að mótið hafí verið vel skipulagt og mjög vel heppnað. Það >er ekki síst að þakka sjötíu drótt- skátum (skátar eldri en 15 ára) sem dvöldust í vinnubúðum í grennd við mótssvæði yngri skátanna. Starf dróttskátanna var þannig skipulagt að þeir höfðu minnst hálfa vinnu- skyldu, en gátu þess utan tekið þátt í nokkrum atriðum almennu dagskrárinnar auk sérstakra lauf- léttra dróttskátadagskráratriða svo sem sjóskíðaferða, seglbrettasigl- inga, næturgrills og kvöldvöku. Á þetta stórgóða mót voru mætt- ir rúmlega 55 skátaflokkar frá yfír tíu félögum af suðvesturlandi og voru mótsgestimir eins og fyrr var frá greint rúmlega 500. Mótið var sett um ellefu leytið á föstudags- kvöld með kvöldvöku, sem haldin var við varðeld undir hlíðum Hafra- fells og lauk henni með kakódrykkju að hætti sannra skáta. En nóttin var ung og vinnubúðarliðið safnað- ist saman og undir stjóm Guðmund- ar Pálssonar stórskáta gáfu menn sér tíma til að undirbúa þá dag- skrárliði morgundagsins sem eftir átti að undirbúa. Þar var efst á blaði alræmt atriði, sem bar nafnið „vatnasafarí" og er óhætt að segja að enginn hafí sloppið þurr í gegn- um þær þrekraunir sem fólust í línudansi yfír hyljum Seljadalsár. Laugardagurinn var tekinn snemma, eins og allir aðrir morgnar meðan á dvölinni stóð. Að loknum Merki mótsins. morgunþvotti, fánahyllingu, tiltekt og morgunverði völdu flokkamir sér hina ýmsu dagskrárliði. Mögulegt Líf og fjör í vatnasafaríinu. Ungur skáti reynir sig í bjargsigi í fyrsta skipti. var að velja um rúmlega tuttugu dagskráratriði. Þar á meðal var atriði, sem nefndist bjargsig, en í því gafst þátttakendum kostur á að síga fram af himinháum klettum undir leiðsögn hins þaulreynda klifrara Haraldar Dungals. Besti flokkurinn var sæmdur hinni kunnu „Dungalsorðu" sem þegar er orðin fræg meðal skáta um land allt. Eftir kvöldvökuna var næturleikur á dagskrá, þar sem markmiðið var að fínna sjö stjömur sem hrapað höfðu af himni ofan fyrr um kvöldið. Á mótið komu einnig tuttugu og sex skátar frá bænum Safíjoki á Finnlandi. Þeir ætla að ferðast um landið næstu daga og skoða íslenska náttúru. Finnamir lýstu yfír ánægju sinni með mótið, en sögðust hafa búist við stærra móti. Þeir sögðu ennfremur íslenska skáta vera miklu óþvingaðri og hressari en skáta í Finnlandi. A mótið komu einnig 16 bandarískir drengskátar frá skátafélagi Keflavíkurflugvallar og líkaði þeim einnig mjög vel. Á sunnudagskvöldið var haldin lokakvöldvaka og spilaði hin óvið- jafnanlega hljómsveit „Lýðveldis- bandið" undir söng skátanna. Vökunni lauk með stórkostlegri flugeldasýningu í anda afmælishá- tíðar Reykjavíkurborgar. Klukkan tvö mánudaginn 8. júní var mótinu slitið við mikla sorg þátttakenda og er stefnt að því hjá Árbúum að endurtaka leikinn að ári. Úrslit dagfskrárkeppni mótsins Dagskrárliður: Flokkur: Vatnasafarí Hellisbúar Undankeppni íslandsmóts Labbakútar Fjölþraut Íkomar Refaveiðar Uglur Þegnskylda Garpar & Húbbar Sterkasti flokkurinn Frisbýkeppni íþróttamót Hike (8 tíma) Bjargsig Trönubyggingar Flekaferðir Emir Uglur Móíar Varúlfar Mistök Spúkar Sjö stjömur I Höfundur er sveitarforíngi t SkÁtafélaginu Urðarköttum. Setið við varðeld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.