Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 + Eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR ÁGÚST ALBERTSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Sólvallagötu 24, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag fslands. Guðný Kristfn Halldórsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA RANNVEIG BJARNADÓTTIR, Skúlagötu 76, er lést 12. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júnf kl. 13.30. Jón Traustason, Hörður Hólm Garðarson, Guðrún Ólafsdóttir, Þóra Haraldsdóttir Larsen, Kaj A. Larsen, Bjarni Jónsson, og barnabörn. + ÞORBJÖRG K. SNORRADÓTTIR, Aðalbraut 5, Raufarhöfn, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, í dag, föstudaginn 19. júní, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eirfkur Þorstelnsson, Þorbjörg Steingrfmsdóttlr, Anna Þ.Toher, Arna Borg Snorradóttir, Steingrfmur Snorrason, Ævar Snorrason, Pótur Steinn Guðmundsson, Sighvatur Sveinsson, Marfa Einarsdóttir, Anna Jóna Haraldsdóttir. + Útför SIGURÐAR P. TRYGGVASONAR, Lækjargötu 3, Hvammstanga, fer fram frá Hvammstangakirkju laugardaginn 20. júní kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda. Ásdfs Pálsdóttir. + RANNVEIG SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, fyrrum húsfreyja f Stóru-Sandvfk, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 20. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Kristfn Pálsdóttir, Tómas Magnússon, Rannveig Pálsdóttir, Kristinn Kristmundsson, og fjölskyldur. + Alúðarþakkir fyrir hlýhug og veitta samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, NIKULÁSAR MARELS HALLDÓRSSONAR, Reynimel 61, Reykjavfk. Drottinn blessi ykkur. Rose E. Halldórsson, Frank M. Halldórsson, Betsy Halldórsson, Georg Halldórsson, Stefanfa Guðmundsdóttir, Eva Aldis Georgsdóttir, Ragnar Marel Halldórsson. + Alúðarþakkir færum við öllum sem heiöruöu minningu EGILS TH. SANDHOLT, Gullteigi 18, við andlát hans og útför og sýndu samúð og vináttu. Sigrfður M. Sandholt, Stefán Sandholt, Marfa I. Áðalsteinsdóttir, Gunnar M. Sandholt, Hólmfrfður K. Karlsdóttlr, Egill, Gerða Björg, Slgrfður Svava, Anna Sigrfður og Kart Magnús. + Alúöarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR fró Norður Götum f Mýrdal, sfðast tll heimilis á Þrastargötu 7. Bestu þakkir til starfsfólks Borgarspítalans á deild B-5. Börn, tengdabörn og bsrnabörn. Minning: Jón Guðmundsson, Hafnarfirði Fæddur 2. januar 1933 Dáinn ll.júní 1987 Eg var að skrifa Jóni bréf þegar síminn hringdi — og á næsta augna- bliki vissi ég að hann fengi aldrei tækifæri til að lesa það. Mig langaði til að segja honum hversu mikils virði vinátta hans væri og hve vænt okkur þætti um hann, nú get ég bara vonað að hann hafí vitað það. Hvers vegna eigum við svo erfítt með að segja það sem okkur býr í bijósti? Því getum við ekki sagt við bestu vini okkar „ég elska þig“, erum við hrædd við að verða mis- skilin? Ég kynntist Jóni fyrir nokkrum árum og við urðum strax góðir vin- ir. Ég þurfti ekki að vita neitt um hann, hlýjan og hreinskilnin í fari hans fullvissaði mig um að hann væri allur þar sem hann var séður. + Þakka innilega alla vinsemd og samúð við andlát og útför móöur minnar, MARfU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Lækjarbug. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrföur Sveinbjörnsdóttir. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, UNNAR TRYGGVADÓTTUR. Jakob T ryggvason, Nanna Jakobsdóttir og fjölskylda, Sofffa Jakobsdóttir og fjölskylda Tryggvi Jakobsson og fjölskylda. SVAR MITT eftir Billy Graham Handleiðsla Guðs Hvernig veistu þegar drottinn er að tala við þig og segja þér hvað hann vill að þú gerir? Þetta er mjög mikilvæg spuming því að öll þörfnumst við handleiðslu Guðs um ævina. Þó er mjög auðvelt að sneiða hjá leiðbeiningum hans eða misskilja það sem hann er að segja okkur að gera. Fyrsta skrefíð til að vita vilja Guðs varðandi okkur er að minni hyggju það að við þráum af öllu hjarta að gera vilja hans. Það kann að virðast mótsagnakennt — og það er það — en of oft vill það brenna við að við biðjum Guð að sýna okkur vilja sinn, þó að við ætlum okkur ekki að fara eftir því nema það komi heim með áætlanir okkar sjálfra. Hví skyldi Guð birta okkur vilja sinn ef við erum ófús að hlýða honum? (Samt getur hann auðvitað sagt okkur hvað hann vill svo að við séum án afsökunar ef við óhlýðnumst honum. En við skulum aldrei vænta þess að hann geri það ef við kærum okkur ekki um það.) Þessu næst þurfum við að hafa hugfast að hann hefur þegar birt okkur vilja sinn í Biblíunni. Biblían er orð Guðs. Hún segir okkur ákaflega margt um vilja Guðs varðandi líf okkar. „Þitt orð er sannleikur," segir Biblían (Jóh. 17,17.) Ef þú þekkir ekki orð Guðs geturðu aldrei komist fullkom- lega að raun um hvers Guð óskar er hann vill leiða þig. En ef þú skilur undirstöðuatriði hennar og reynir að heimfæra þau til lífs þíns, þá veistu hvað það er að lifa í samræmi við vilja Guðs. Biblían segir t.d. að við eigum að vera „heil- agir í allri hegðun". (1. Pét. 1,15.) Eg þarf því ekki að spyrja hvort eg megi eða eigi að skrökva eða svíkja eða gera eitthvað sem er óhreint. Guð hefur þegar sagt mér að vera hreinn. Við viljum biðja Guð að leiða okkur þegar við þurfum að taka ákvarðanir í daglegu lífi. Hvemig gerir hann það? Stundum lætur hann ytri aðstæður verða okkur til leið- beiningar. Dyr lokast okkur, og aðrar opnast þegar við leitum vilja hans. Stundum lætur Guð aðra kristna og þrosk- aða menn veita okkur leiðsögn þegar við spyrjum þá ráða. Loks getum við fundið til hvatningar innra með okkur er heilagur andi leiðbeinir okkur. Gleymdu aldrei fyrirheiti Guðs: „Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ (Orðskviðimir, 3, 5—6.) Og það kom á daginn. Jón reynd- ist systur minni mjög góður og elskulegur eiginmaður og gagnvart bömum hennar var hann ávallt til- litssamur og hjálpfús. Svo voru það bamabömin — þau elskuðu hann. Það var eitt sem ég gat aldrei skilið. Jón var svo þakklátur fyrir hvem smágreiða sem honum var gerður, en virtist aldrei veita því athygli hversu mikið hann gerði fyrir aðra. Hvemig áttum við að vita að okkar kæri vinur væri á svo snöggri ferð í þessum heimi? Og hvemig stendur á að hann skilur eftir svo stórt skarð í okkar litla hópi? Eitt er víst, við sem höfum notið heiðurs og ánægju af vinskap Jóns munum ávallt minnast hans með kærleika og söknuði því við elskuð- um hann. Helga mágkona í dag er borinn til grafar vinur okkar og félagi, Jón Guðmundsson, er lést í Landakotsspítala 11. júní sl. Jón er fæddur 2. janúar 1933 í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð. Hann fór snemma að vinna og var eftirsóttur vinnukraftur, vann fyrst sem tækjastjóri þar til hann stofn- aði sitt eigið fýrirtæki, sem var Hjólbarðaverkstæði Hafíiarfjarðar, og rak það í mörg ár. Þá vann hann í Álverinu í Straumsvík í nokkur ár, þar til hann gerðist vörubílstjóri á Vömbílastöð Hafnarfjarðar. Við kynntumst ekki „Jóni dekkja", eins og hann var ávallt kallaður í Hafnarfírði, fyrr en árið 1971. Við urðum góðir félagar og vinir, hann var traustur og vin- margur, enda einn þeirra sem aldrei gat sagt nei, ef leitað var til hans, svo ótrúlega greiðvikinn og hjálp- fús. Það er ótrúlegt að þessi stóri og hrausti maður skuli vera farinn og munum við sakna hans úr vina- hópnum. Að lokum viljum við votta konu hans, Margréti Lám Þórðardóttur, bömum og bamabömum okkar innilegustu samúð á þessari erfíðu skilnaðarstund. Marý og Birgir. Kveðja frá Lionsfélögum Góður Lionsfélagi okkar og vin- ur, Jón Guðmundsson, lézt í Landakotsspítala þann 11. júní sl. eftir mjög stutta legu. Jón var fæddur 2. janúar 1933 og því aðeins 54 ára er hann lézt. Hann gekk í Lionsklúbb Hafnar- fíarðar árið 1965 og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og var alltaf mjög áhuga- samur klúbbfélagi. Af Jóni er mikil eftirsjá, hið snögglega fráfall hans kom okkur félögum hans í opna skjöldu, þar sem hann hafði starfað með okkur sl. vetur að mikilli kost- gæfni. Það er ómetanlegt fyrir sérhvert félag að eiga innan sinna vébanda trausta og starfsama menn, sem leggja sig fram við lausn á sameig- inlegum verkefnum. Slíkur félagi var Jón í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar. Að leiðarlokum viljum við þakka Jóni samfylgdina og varðveita minningu hans þakklátum huga. Lionsfélagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.