Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Minning: Sverrir Eggertsson rafvirkjameistari Fæddur 22. nóvember 1920 Dáinn 12. júní 1987 Sverrir Eggertsson, föðurbróðir minn, varð bráðkvaddur á heimili sínu sl. föstudag 67 ára að aldri. Hann var nýkominn úr eins sólar- hrings rannsóknardvöl á I.andsspít- alanum, stálsleginn að honum sjálfum fannst, og var að tala við son sinn í símann, þegar kallið kom. Hann hafði fyrir nokkru kennt sér hjartameins og verið frá störfum í nokkra mánuði og dvalið tvívegis af þeim sökum á sjúkrahúsi. Sverrir var fæddur 22. nóvember 1920 á Haukagili í Vatnsdal. Hann var yngsta barn hjónanna Agústínu Grímsdóttur frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum og Eggerts K. Konráðssonar bónda og hreppstjóra á Haukagili. Systkini hans voru Guðrún, saumakona (d. 1963); Konráð, fv. bóndi og hreppstjóri á Haukagili; Kristín, fv. verkstjóri; Haukur, iðnrekandi; Hannes (d. 1916) og Svava fv. kaupkona. 011 þessi systkini nema Hannes sem dó ungur, og Konráð, sem tók við búinu á Haukagili, fluttust til Reykjavíkur, þar sem þau hösluðu sér völl. Sverrir var vetrarpart í námi í Steinnesi hjá sr. Þorsteini B. Gísla- syni og annan vetur í skóla á Sauðárkróki. Hann fluttist suður 1941, gekk í Iðnskólann í Reykjavík, nam rafvirkjun þar og hjá Halldóri Ólafssyni og lauk sveinsprófi 1945. Hann starfaði áfram á Rafvélaverkstæði Halldórs uns hann stofnaði Rafvélaverkstæði Austurbæjar 1955 ásamt Einari Einarssyni og ráku þeir fyrirtækið saman til 1965, er Sverrir hóf störf hjá Plastprenti hf. Árin 1967—'74 vann hann hjá Steypustöðinni hf. Næstu 5 árin var hann verkstjóri hjá Plastprenti hf. Um haustið 1979 hóf hann störf á tæknideild Borg- arspítalans og starfaði þar til dauðadags. Sverrir kvæntist Stefa- níu Júníusdóttur 9. desember 1946. Stefanía er fædd á ísafirði 13. ágúst 1924. Foreldrar hennar eru Júníus Einarsson (d. 1977) og Guðríður Guðmundsdóttir. Böm Stefaníu og Sverris eru Eggert Ágúst, við- skiptafræðingur, f. 13. maí 1947, og Svandís, f. 11. október 1953. Hún dvelur á Skálatúnsheimilinu í Mosfellssveit. Eggert er nýhættur sem framkvæmdastjóri :gármála- deildar SÍS og er nú forstöðumaður Lundúnarskrifstofu Sambandsins. Hann er kvæntur Þórhildi Jóns- dóttur, fóstru. Þau eiga tvær dætur, en misstu 14 ára son íyrir rúmum 3 árum. Stefanía og Sverrir bjuggu í 27 ár í Gnoðarvogi 86, en fluttu fyrir 4 árum í Aðalland 9. Heimili þeirra var ávallt fallegt og hlýlegt. Snemma á hjúskaparárum sínum bjuggu þau um skeið í Barmahlíð 54 í sama húsi og foreldrar mínir og fleiri Vantsdælingar. Vann Sverrir mikið við að reisa það hús samhliða sínu aðalstarfi. Stefanía er mikil mannkostakona, sem alltaf hefur staðið sem klettur við hlið bónda síns í liðlega 40 ára hjóna- bandi þeirra. Hugur ættingja og vina dvelur hjá henni og börnum hennar við þennan sára missi. Hjá þeim hefur orðið skammt stórra högga á milli. Sverrir tók ötulan þátt í störfum „Húnvetningafélagsins í Reykjavík". Var hann m.a. gjald- keri þess um árabil. Þá var hann einn af stofnendum „Vinafélags Skálatúns" og var formaður félags- ins um hríð. Sverrir var „þúsund þjala smið- ur“ og tæknin og hagleikurinn svo í blóð borinn, að hann stóð sjaldn- ast ráðþrota frammi fyrir viðfangs- efnum sínum. Plastprent hf., sem við Haukur, faðir minn, veitum for- stöðu, færði út kvíamar 1974. Stofnuð var ný framleiðsludeild með vélbúnaði og verkefnum, sem eng- inn hérlendis, sem við áttum aðgang að, bjó þá yfir reynslu og þekkingu á. Er mér minnistætt, þegar við feðgar sögðum hvor við annan, að nú yrði að kalla Sverrir til. Hann kom og leysti málið og veitti þess- ari deild forstöðu til haustsins 1979, er hann kaus tæplega sextugur að aldri að draga sig í hlé frá þessu erilsama starfi, þar sem vélar og menn unnu allan sólarhringinn helga daga sem virka. Sverrir var bæði greindur og hnittinn. Marga hef ég heyrt vitna í tilsvör og lýsingar hans áratugi aftur í tímann, þar sem hann gerði hversdagslega hluti nánast ódauð- lega með orðheppni sinni. T.d. þegar þeir bræður á Haukagili vom strákar, þóttist einn þeirra hafa lánað Sverri eitthvert lítilræði og gekk stríðnislega eftir endur- greiðslu. Þá galt Sverrir í sömu mynt og mælti: „hugsa þú nú um þínar skuldir en ekki annarra, góði“. Það átti hins vegar enginn neitt inni hjá Sverri í lífinu, þvert á móti. Þeim fyrsta, sem ég sagði andlát hans, varð strax að orði: „Nú getur Sverrir ekki lengur gert öðr- um greiða." Við Eggert Konráðsson, bóndi á Haukagili, sem einnig er bróðurson- ur Sverris, hittum hann á Lands- spítalanum í þessari örstuttu legu tveimur dögum fyrir andlátið. Sverrir lék þá á als oddi. Hugurinn hvarflaði til áranna heima á Haukagili. Sagði hann okkur frá ýmsum verkum, sem hann og aðrir unnu þar í æsku, og enn sér stað á bænum. Við kvöddumst síðan og ákváðum næsta endurfund. Kvöldið eftir hélt ég norður í Húnaþing og gekk næsta dag ásamt syni mínum austur um Víðidalsfjall yfir í Vatns- dalinn og i Haukagil. Er bærinn birtist af dalsbrúninni í aftanskininu minntist ég frásagnar Sverris. Þeg- ar ég kom heim á bæ bárust mér tíðindin. Þótti mér þá sem kvöldið vissi fleira en morgunninn óraði fyrir. Útför Sverris fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, föstudag, kl. 13.30. Eggert Hauksson Vinur minn, Sverrir Eggertsson, rafvirkjameistari, er látinn. Undan- farið alllengi gekk hann ekki heill til skógar, en andlátsfregn er alltaf alvöruþrungin og allir standa jafn vanmáttugir gagnvart dauðanum. Er það sanngjarnt spyr iiugurinn, að ég 10 árum eldri minnist hans látins. Öllum verður svarafátt. Við vitum svo lítið. /vugu okkar greina ekki samhengið. Mannveran ::etur engin lög né dæmir í svona málum. Sverrir lifði langa, góða ævi og all- ir vildu mega eiga hann hér lengur. Sverrir var fæddur á Haukagili í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu, 22. nóvember 1920, sonur merkis- hjónanna Ágústínu Grímsdóttur og Eggerts K. Konráðssonar, hrepp- stjóra. Hann var yngstur sjö systkina og ólst upp með þeim á stóru menningarheimili. Tvítugur hleypir hann heimdrag- anum, heldur til Reykjavíkur og hefur nám í rafmagnsfræði. Meist- araprófi lauk hann í þessari iðn og hefur starfað á þeim vettvangi æ síðan. Eggert á Haukagili var þjóðhaga smiður, snjall og hugkvæmur og öll hafa systkinin erft þessa hæfí- leika. Rafmagnsfræðin er flókin grein fyrir flesta að ég ætla, mögu- leikar virðast óþrjótandi og úrlausn- ir margar að sama skapi. Þarna var Sverris aðalstarfsheimur, og þarna nutu hæfileikar hans sér vel við margslungin viðfangsefni. Sverrir kvæntist árið 1946 eftir- lifandi konu sinni Stefaníu Júníus- dóttur, mikilli ágætiskonu, og eignuðust þau tvö böm: Eggert Ágúst, viðskiptafræðing, fram- kvæmdastjóra á skrifstofu Sam- bands ísl. samvinnufélaga í London, og Svandísi, sem er sjúklingur frá bamæsku. Sverrir var félgslyndur og hjálp- samur, tryggur sínum vinum og æskustöðvum. Hann vann mjög mikið fyrir Húnvetningafélagið, Skálatúnsheimilið og fleiri félög. Sverrir var glaður maður og kíminn, skemmtilegur og eftirtekt- arverður í vinahópi. Hann var svo orðheppinn og fljótur til svars að fátítt er. Þetta var hreinasta íþrótt í blóð borin. Hér er aðeins stiklað á stóru um ævi Sverris Eggertssonar. Þessar línur eru fyrst og fremst ritaðar til þess, að þakka honum langa, góða og holla samfylgd og margar ánægjustundir. Eg sé á bak góðum dreng, vini og félaga og bið honum Guðs blessunar á hinum nýju leið- um. Eg og kona mín vottum konu hans og bömum, systkinum og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hjörtur Jónsson Guðmundur Finn- bogason — Kveðjuorð Okkur langar til að minnast í örfáum orðum vinar okkar, Guð- mundar Finnbogasonar, Grettis- götu 20B hér í borg. Hann andaðist þann 30. maí sl., á 87. aldursári. Hann fæddist í Dölunum og ólst þar upp. Ungur að árum fór hann í jámsmíðanám og síðan í renni- smíði, stofnaði sína eigin smiðju og rak hana allt til áttræðisaldurs. Um svipað leyti og Guðmundur fæddist einnig í Dölunum lítil stúlka er hlaut nafnið Lilja og var Magnús- dóttir og varð hún hans draumadís. Þau uxu úr grasi, felldu hugi sam- an, bundust tryggðaböndum og þegar Guðmundur hafði lokið námi gengu þau í hjónaband. Þau eignuð- ust sex böm, fimm dætur og einn son, sem öll urðu jgóðir og nýtir þjóðfélagsþegnar. Ut af þeim er kominn stór hópur afkomenda. Guðmundur missti konu sína fyrir fimmtán ámm og var það mikill missir fyrir hann. Þau voru mjög samhent hjón, fóru allt saman, hvort heldur var um landið sitt eða til útlanda. Aftur varð Guðmundur fyrir sorg er hann missti einkason- inn á besta aldri, eftir að sá hafði gengist undir hjartaaðgerð. Guð- mundur hélt reisn sinni hið ytra og bar sig vel, þó eflaust hafi eitthvað brostið innra með honum. Guð- mundur var mikill áhugamaður um íþróttir, þó sérlega fimleika og skíði. Var hann framarlega í báðum þess- um greinum á yngri árum og skíðaíþróttinni hélt hann við til átt- ræðisaldurs. I gegnum íþróttirnar kynntumst við þessum heiðurs- manni og hans elskulegu konu. Okkur var strax tekið sem viðbót við bamahópinn. Hefur það varað við í rúm fjörutíu ár og aldrei borið skugga á þau kynni, nema síður sé. Það var oft glatt á hjalla á Grettó. Böm, vinir, kunningjar, all- ir velkomnir, enda oft margt um manninn. Lilja var einstök kona, sem alltaf hafði eitthvað til málanna að leggja og engan veit ég um sem fljótari er að vetja þann sem hallað er á en hún var og ekki síst þá sem minna máttu sín. Sýnir það best hvem mann hún hafði að geyma. Það er vissulega lán ungmenna að kynnast og eiga samleið með slíku fólki á lífsleiðinni. Minningamar eru margar, allar góðar og munum við geyma þær, þakklát fyrir að eiga þær. Að endingu viljum við votta öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi þau bæði hvfla í friði. Fríða, Jóel. Minning: SigríðurJ. Þormar Fædd 18.janúar 1918 Dáin 12. júní 1987 Aðfaranótt 12. júní andaðist mágkona mín, Sigríður J. Þormar, í Landakotsspítala eftir skamma legu en langvarandi vanheilsu. Út- för hennar fer fram í dag, föstudag- inn 19. júní, frá Fossvogskirkju, klukkan 13.30. Sigga fæadist og ólst upp í Hafn- arfirði, en þar bjuggu foreldrar hennar, hjónin Jón Pálmi Jónasson, sem nú býr á Amarhrauni 8, og Guðlaug Ðaníelsdóttir, sem lést árið 1984. Þau bjuggu lengi á Nönnu- stíg S í Hafnarfirði. Systkini Siggur em fjögur: Skarphéðinn, sem á heima { Keflavík; Jónasína, { Reykjavík; i-ovísa og Guðjón eiga ’neima í Hafnarfirði. Ég kynntist Siggu skömmu áður en nún giftist bróður mínum, Geir P. Þormar, árið 1942 og var tíður gestur á heimili þeirra eftir að þau stofnuðu heimili á Sólvallagötu 21. Frá þeim dögum minnist ég þess hve skapgóð og hjálpsöm hún var og gott að koma í heimsókn á Sól- vallagötuna. Nú á síðustu árum, þegar Geir hefur átt við vanheilsu að stríða, var Sigga honum ómetan- leg stoð, svo hjálpsöm og tillitssöm sem hún var. Eftir að Sigga er horfínn til annars heims er tómlegt í Barmahlíð 15, þar sem Geir og Sigga hafa búið síðastliðin 20 ár. Eg og fjölskylda mín vottum öldr- uðum föður, eiginmanni, syni, Sigurði Þormar, bamabömum og öðrum ættingjum innilegustu sam- úð okkar. Kári Þormar í dag verður amma Sigríður í Barmahlíð lögð til hinstu hvílu. Söknuðurinn er mikill, hún var okk- ur alltaf svo góð. Það er ótrúlegt að hún skuli vera farin frá okkur. Þegar hún var lögð á sjúkrahús var hún orðin óskaplega veik, en var alltaf svo dugleg og mikil hetja að enginn vissi í raun og veru hvað hún var lengi búin að þjást, hún kvartaði aldrei. Amma var mikil húsmóðir, hugs- aði vel um heimili þeirra afa. Var sérstaklega snyrtileg, allt var svo hreint og fínt, bæði hún og allt sem hún hugsaði um. Ógleymanlegar verða stundimar heima í Barmahlíð, þegar við fengum að sofa hjá ömmu og afa, þau dekruðu við okkur, við fengum allt það besta sem þau gátu veitt okkur. Þau höfðu yndi af að gleðja okkur. Tilhlökkuniii var mikil fyrir hver jól þegar amma og afí fóru :neð okkur í bæinn, til að skoða jólafötin. Þau fot sem keypt voru, voru oau fallegustu i öllum bænum. Og cilhökkunin begar þau komu "rá útlöndum, alltaf var eitt- hvað fallegt og nytsamlegt í pökkum, sem gladdi okkur öll, ioæði þau og okkur. Amina og afí okkar, Geir Þorm- ar, voru mjög samrýmd. þau elskuðu og lifðu fyrir hvort annað, og einkason sinn, Sigurð Þormar, pabba okkar, og bamabömin sín. Við munum alltaf hvað það var skemmtilegt að fá þau í heimsókn á sunnudögum. Þá bakaði mamma alltaf vöfflur, það hvarlaði stundum að okkur hvort þau væru ekki orðin leið á þessum vöfflum. En alltaf var eins og þau væm að omakka þær í fyrsta sinn. Gleði og þakklæti skein úr augum þeirra. Alitaf var stutt í bros og hlátur. Amma hafði svo smitandi hlátur. Minningin iifír um góða ömmu. Elsku afi, vonandi megum við lengi njóta þín. Guði gefí þér, pabba og mömmu styrk og öllum sem þótti vænt um Sigríði Þormar. Hvíli elsku amma í friði. „Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber. Steinar tali, allt hvað er aidrei skal ég gleyma þér“. (Skáld-Rósa) Sigríður, Geirlaug Sunna og Erla Signý Þormar. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.