Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.06.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Andrés Pétursson Keppnin jöfn og spennandi í 2.flokki KEPPNIN er nú komin í fullan gang í öllum þrem riAlum 2. flokks. Það stefnir í jafna og spennandi keppni í öllum riölum en margir leikmanna þessa aldursflokks eru þegar orðnir mikilvægir menn f meistaraflokki síns félags. Þetta veldur alltaf óvissu hjá mörgum liðanna því margir bestu leikmennirnir æfa ekki með 2. fl. heldur einungis meistaraflokki. Það sem er ólfkt með 2. fl. og hinum yngri flokkun- um er það að einungis liðið sem sigrar f A-riði getur orðið íslandsmeistari. Þessu má þvf Ifkja við 1. deild, 2. deild og 3. deild í meistaraflokki þar sem lið vinna sig á milli deilda. KR-ingar sigruðu með miklum yfirburðum í þess- um aldursflokki f fyrra en nú virðast þeir ekki hafa jafn mikla yfirburöi. Unglingasíðan leit inn á tvo leiki í 2. flokki. Leik Stjörnunnar og Fram í A-riðli, UBK og Hattar f B-riðli. Breiðablik lagði Hött í jöf num leik Hart barist í 0:0-leik Fram og Stjörnunnar. BREIÐABLIK sigraði Hött frá Eg- ilsstöðum í jöfnum leik, 2:0, f Kópavoginum á sunnudaginn. Jafnræði var með liðunum en Blikarnir, undir stjórn hins gamal- kunna þjálfara Þorsteins Frið- þjófssonar, voru með beittari framlínu. Vallargerðisvöllurinn er fulllftill fyrir þennan aldursflokk og því var mikið um pústra leik- manna á milli og dómari leiksins greip full seint til gula spjaldsins til að róa menn niður. Fyrsta mark leiksins kom f fyrri hálfleik og var það stórglæsilegt. Hattarmönnum tókst ekki að hreinsa nægjanlega vel og þar kom Oddgeir Sveinsson og þrum- aði boltanum f markið af um 25 metra færi. Leikmenn beggja liða reyndu að láta tuðruna ganga manna á milli en tókst ekki nema svona sæmi- lega því völlurinn er lítill og mikið kapp í báðum liðum. Fyrri háifleik- ur var að mestu tíðindalaus eftir mark Breiöabliks og fór hann mest fram á miðju vallarins. Annað langskot hjá Blikunum Höttur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og gerðu liðsmenn harða hríö að marki Breiðabliks. En vörn Breiöabliks, með Magnús Rögnvaldsson í fararbroddi, lét engan bilbug á sér finna og varðist öllum sóknarlotum Egilsstaðabúa. Það kom því eins og köld vatns- gusa framan í þá er Blikar náðu skyndisókn og aftur mistókst að hreinsa almennilega úr vítateign- um. Þar kom Grétar Steindórsson og skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Leikurinn fjaraði nú út og oft hugsuðu menn meira um að koma höggi á andstæöinginn en að spila knattspyrnu. Leiknum lauk því með sigri Breiðabliks, 2:0, sem náði að halda sínum hlut með sterkri vörn og öruggri markvörslu Eiríks Þorvarðarsonar. Fram og Stjarnan skildu jöfn í 2. flokki Á þriðjudagskvöldið mættust tvö af sterkustu 2. flokks liðum landsins, Fram og Stjarnan. Stjarn- an kom mjög á óvart í sínum fyrsta leik og lagði íslandsmeistara KR að velli verðskuldað í spennandi leik, 5:3. Það voru þeir Valdimar Kristófersson 3, Heimir Erlingsson og Magnús Eggertsson sem skor- uðu mörk Stjörnunnar í þeim leik. Leikur Fram og Stjörnunnar ein- kenndist af taugaóstyrk beggja liða í byrjun og virtust þau bera virðingu hvort fyrir öðru. Framarar með meistaraflokksmanninn Arn- Ijót Davíðsson í fararbroddi reyndu hvað þeir gátu til að klekkja á sterku liði Stjörnunnar en Birgir Sigfússon stýrði miðjuspili Garð- bæinga af miklu öryggi og komust Framarar lítið áleiðis. Leikurinn opnaðist meir í síðari hálfleik og fóru Stjörnumenn að sækja mikið í sig veðrið. Sérstaklega undir lok leiksins átti Stjarnan nokkur góð marktækifæri en svo virtist sem skotskórnir hefðu gleymst í Garða- bænum. Leiknum lyktaöi því með markalausu jafntefli og ef á heild- ina er litið voru það líklega sanngjörn úrslit. Úrslit f yngrl flokkunum. 2. flokkur A KR-ÍBV 4:1 Fram—Stjarnan 0:0 2. flokkur B UBK—Höttur 2:0 Höttur—KA 0:0 Fylkir—ÍA 1:4 Víðir—Reynir 3:0 UBK—Valur 1:2 3. flokkur A Valur—Þróttur 3:0 Víkingur—Týr 0:2 KR-Týr 2:2 3. flokkur B Fylkir—Haukar 3:0 UBK-lBK 3:1 IK—Fram 1:3 3. flokkur C Ármann—Grótta 1:6 3. flokkur D UMFB—Bíldudalur 8:0 4. flokkur A Fram—UBK 3:1 Víkingur—KR 1:1 Afturelding—Stjarnan 3:1 Afturelding—Týr 1:4 ÍA—Fylkir 12:0 UBK—Stjarnan 5:0 4. flokkur B Leiknir—FH 1:9 Víðir—Haukar 7:1 4. flokkur C Ármann—Eyrarbakki 3:3 Grindavík—Ármann 3:3 5. flokkur A ÍA-FH 2:1 Víkingur—Valur 1:2 Týr-UBK 0:0 5. flokkur B Leiknir—Fylkir 6:2 Fylkir—Reynir 2:1 Grindavík—Þróttur 6:1 Selfoss—Fylkir 3:0 5. flokkur C Ármann—Hveragerði 5:1 Grundarfjörður—Þór Þorl. 0:6 Grótta—Víðir 1:1 5. flokkur F Þróttur Neskaupstað—Leiknir Fá- skrúðsfirði 4:0 2. flokkur kvenna A ÍA—ÞórVestmannaeyjum 13:0 Fylkir-FH 4:1 ÍBK-UBK 0:2 TOMMAMÓTIÐ HEFST í NÆSTU VIKU NÆSTKOMANDI fimmtudag hefst hið vinsæla Tommamót i knattspyrnu. Mótið sem fram fer f Vestmannaeyjum hefur unnið sár fastan sess í íþróttalifi landsmanna og er orðið eitt fjölmenn- asta iþróttamót barna á landinu. Það eru Knattspyrnufélagið Týr og Tommahamborgarar sem standa fyrir og skipuleggja mótið. Spennan er nú farin að byggj- ast upp hjá pollunum sem eiga að taka þátt í þessu móti og hafa mörg félög og foreldrar und- irbúið þessa ferð í mjög langan tíma. Víkingar seldu kaffi og kök- ur á 7. flokks móti sem þeir héldu fyrir skömmu. 6. fl. Víðis í Garði hljóp á fimmtudaginn áheita- hlaup frá Garði til Keflavíkur og Sandgerðis og heim aftur. For- eldrar Breiðabliksstrákanna senda stóran hóp með strákun- um til að sjá um hópinn og svona mætti lengi telja. Morgunblaöiö mun verða á staðnum og senda fréttir af mót- inu alla mótsdagana en þvi lýkur sunnudaginn 28. júní. Breiðabliksstrákarnir András Davíðsson og Eiríkur Þorvarðarson. „Okkur vantar leikæf ingu“ Rætt við Andrés Davíðsson og Eirík Þorvarðarson, leikmenn Breiðabliks TVÆR af styrkustu stoðum Breiðabliksliðsins eru fyrirliðinn András Davíðsson og mark- vörðurinn Eiríkur Þorvarðarson. Við spurðum þá fyrst hvort þeir væru ánægðir með leikinn gegn Hetti. „Nei, alls ekki," sagði Andrés, „þetta var mjög slakur leikur hjá okkur og við vorum á vissan hátt heppnir að vinna hann. Okkur vantar tilfinnanlega leikæfingu því við höfum ekki spilað í næst- um þrjár vikur sökum frestana í Faxaflóamótinu. Þetta var fyrsti leikurinn okkar í Islandsmótinu þannig að vonandi á þetta eftir að smella saman í næstu leikj- um.“ Hvernig líst ykkur á tímabil- ið? Nú varð Eiríkur fyrir svörum: „Okkur líst svo sem ágætlega á það. Við stefnum að sjálfsögðu að því að vinna okkur upp í A- riðil og ef við spilum skynsam- lega þá ættum við að geta það.“ Nú gengur meistaraflokki ekki sem skyldi, hver er ástæðan fyr- ir því að ykkar dómi? Strákarnir litu hvor á annan og brostu og sögðu að vitanlega hefðu þeir sínar skoðanir á þessu máli en það væri ekki eitthvað sem þeir væru að fara með í blöðin. Hins- vegar væri það ekkert launungar- mál að allan sprengikraft og sigurvilja virtist vanta í meistara- flokkinn og mikið þyrfti að koma til ef 1. deildarsæti ætti að endur- heimta. Hilmar Gunnlaugsson og Kári Hrafnkelsson úr Hetti. Höttur, eina 2. flokks lidið frá Akureyri, til Vestmannaeyja Rætt við Hilmar Gunnlaugsson og Kára Hrafnkelsson RÉTT eftir að leiknum lauk náði blaðamaður að ræða örlftið við fyrirliðann, Hilmar Gunnlaugs- son, og Kára Hrafnkelsson. Þeir voru hálf svekktir yfir úrslitun- um því þeir sögðu ráttilega að þeir hefðu veríð jafn mikið með boltann og Blikarnir en brodd- inn hefði vantað í sóknina. „Annars eru Blikarnir með ágætt lið og því engin skömm að tapa fyrir þeim. Við höfum spilað þrjá leiki, gerðum jafntefli við KA heima en síðan töpuðum við illa fyrir Val í gær. Það var algjör „down“-leikur og neðar komumst við varla," sagði Hilm- ar. Kári sagði aö níu úr 16 manna meistaraflokkshópi væru úr 2. flokki. „Einnig erum við eina 2. flokks liðið á öllu svæðinu frá Akureyri til Vestmannaeyja. Ef við höldum rétt á spilunum ætt- um við að geta haldið okkur í B-riðli í 2. flokki og komist upp í 3. deild í meistaraflokki." Frjálsar vinsælar á Egilsstöðum Strákarnir sögðu að erfitt væri að gera upp á milli hvort knatt- spyrnan eða frjálsar íþróttir væru vinsælastar á Egilsstööum yfir sumartímann. Á veturna væru það skíöaíþróttir og svo inni- íþróttirnar, körfubolti og hand- bolti, sem vinsælastar væru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.