Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 31 f Yel heppnuð ferð Hreyf- ilsbílstjóra til Malmo Brids Arnór Ragnarsson Um síðustu mánaðamót fór 54 manna hópur, þar af 34 spil- arar, til Malnm í Svíþjóð, til keppni við leigubifreiðastjóra á hinum Norðurlöndunum. Hafa bílstjórarnir stofnað með sér félag sem þeir kalla Bridsfélag bifreiðastjóra á Norðurlöndun- um. Til keppninnar mættu bílstjórar frá Bergen, Malme og íslandi. Aðalkeppnin var 68 spila baro- meter-tvímenningur og höfnuðu íslendingamir í 1., 3. og 4. sæti. Sigurvegarar urðu Birgir Sigurðs- son og Ásgrímur Aðalsteinsson, sem hlutu 187 stig yfir meðal- skor. Ásgrímur og Birgir vom í 12. sæti eftir fyrri daginn, en gekk betur síðari daginn og end- uðu sem sigurvegarar eftir hörkukeppni. Lokastaðan: Ásgrímur — Birgir 187 Robert Hermanson — Anton Hermanson (feðgar), Noregi 165 Kristinn Sölvason — Stefán Gunnarsson 164 Bemharð Linn — Vilhjálmur Guðmundsson 131 Gert Olsson — Hans Badenás, Svíþjóð 130 Mjög vegleg verðlaun vom í þessu móti. Vom veitt verðlaun fyrir 15 efstu sætin. Má þar nefna glæsilega bikara fyrir 1. sætið og stórglæsilegan farandbikar úr 24 karata gulli. Að loknu Norðurlandamóti bílstjóranna var spilaður eins Ásgrimur Aðalsteinsson og Birgir Sigurðsson hampa bikurum sínum sem Norðurlandameistarar bflstjóra í brids 1987. Konan á milli þeirra er framkvæmdastjóri Shell í Malmo, en Shell gaf þessa veglegu bikara. kvölds tvímenningur 4. og 5. júní. Ekki náðu íslendingamir að vinna þar. Pyrri daginn unnu Villy Pred- riksen og Edgar Petersen, en seinni daginn feðgamir Robert og Anton Hermanson. Móttökumar sem hópurinn fékk vom hreint frábærar. Fyrst er frá að segja að búið var á mjög góðu hóteli þar sem hópurinn fékk 50% afslátt. Þá var hópnum lánað- ur strætisvagn til afnota í heila viku með bflstjóra og túik. Einnig var hópnum boðið í dagsferð um Skán, þar sem gestimir buðu í mat. Þá höfðu konur spilaranna í nógu að snúast þegar karlamir sátu yfir spilunum. Höfðu þær sérstakan leiðsögumann sem hjálpaði þeim að finna „réttu" búðimar til að verzla í. í leikslok tvístraðist hópurinn. Sumir fóm til síns heima á meðan aðrir héldu áfram í fríi. Næsta Norðurlandamót bflstjóranna verður á íslandi 1989. Birgir Sigurðsson með hinn stórglæsilega farandbikar sem er úr 24 karata gulli. Hluti verðlaunanna. VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig iífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. ÞAKMÁi MIMQ 5187 íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda og áhrifa slagveðurs við útskolun fylliefna steinsteyþunnar. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SUPPFEIAGIÐ Dugguvogi 4 104 Reykjavik 91-842 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.