Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1987 39 t fclk í fréttum A Ur pönkara- bomsum í prinsessu- kjóla Hugmyndirnar að nýjustu fötum Vivienne Westwood eru sóttar í fataskápa kónga og fyrirfólks. útkrotaða leðuijakka, sem síðar áttu efír að verða nokkurskonar einkennisbúningur lífsfirrtra ung- menna, svonefndra pönkara. Næsta frumlega framlag hennar til tískunnar var sjóræningjastfllinn, sem hún hannaði um 1980, en söngvarinn Adam Ant var einna fyrstur til að tileinka sér það útlit og gera það frægt. Vivienne vakti geysilega athygli á tískusýningu í París 1985, þegar hún kom fram með byltingarkenda nýjung. Það voru svokölluð „míní- kríní"; stutt, víð pils með þremur hringjum sem halda þeim í bjöllu- laga formi. Þessi litlu krínólín eru reyndar ef betur er gáð náskyld blöðru-pilsunum sem náð hafa vin- sældum hér á landi nú i sumar. Eftir rúman áratug í fremstu víglínu tískuhönnunar í London, hefur Vivienne Westwood nú loks- ins hlotið almenna viðurkenningu. Hún rekur verslunina Worlds End við Kings Road í London og fötin hennar munu í sumar verða til sölu í Bloomingdales og Charivari í New York. Orðstír þessa brautryðjanda í tískuheiminum hefur nú breiðst út um víða veröld. í mars síðastliðnum sýndi Westwood fatnað þar sem hún sækir hugmyndir sínar til kónga- fólksins og hefur hún látið þau orð falla að drottningin sé að sínu áliti best klædda kona heims. Fornbíla- rallí Astralíu Þessir fjórir bresku tölvunar- fræðingar eru meðal þátttak- enda í sérstöku fombílaralli sem fram fer í Ástralíu. Þau ætla að aka þessum gamla Lundúnaleigubfl rúmlega fjögur þúsund km yfír þvera Ástralíu. í kepninni eru 133 bflar, allir erldri en tuttugu og eins árs. Sean Penn dæmd- ur til fangavistar Sean Penn, bandaríski leikarinn sem er giftur söngkonunni Madonnu, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að beija aukaleikara. Penn er nú að ljúka við að leika í mynd sem nefnist „Litir“ (Colo- urs), og hefur fengið að fresta fangavistinni til 7 júlí n.k. Hann hefur oft verið kærður og dæmdur fyrir svipuð brot, m.a. hefur hann oft slegið ljósmyndara sem gerst hafa of nærgöngulir að mati leikar- ans. Auk fangelsisdómsins var Penn dæmdur til að greiða 240 dollara sekt og í tveggja ára óformlegt skilorð fyrir gáleysislegan akstur. Veijandi hans hefur lagt til að hann fái einhverskonar ráðgjöf eða að- stoð við að hemja skap sitt svo ekki verði um frekari skilorðsbrot að ræða. Sean Penn giftist söngkonunni Madonnu árið 1985 og hafa þau átt í stöðugum eijum í hjónaband- inu. Skilnaður mun þó ekki vera á döfínni. Þekktustu kvikmyndir Se- anPenn eru “Bad Boys“, „Fálkinn og snjómaðurinn" og „Shanghai Surprise", þar sem Madonna lék á móti honum. Sean Penn var heldur niðurlútur við réttarhöldin í Los Angeles, en hann var þar dæmdur i 60 daga fangelsi og tveggja ára skilorð. ^&^£,íaIaIí Tískusýnin<j í Blómasal í dag á íslenskum fatnaði. **** Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í íslenskum fatnaði í hádeginu alla föstudaga. Fötin eru frá íslenskum Heimilisiðnaði og Rammagerðinni. Víkingaskipið er hlaðið íslenskum úrvalsréttum alla daga ársins. HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA S HÓTEL Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.