Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 50
50 ?por T TTTT. r ÍTTTTT ATTTTTTT'/fTT'M <11(31 TfTMTTDíTnM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR, Brúarholti 2, Ólafsvik, andaðist iSt. Fransiskusspítala, Stykkishólmi, aðfaranótt 29. júní. Hallgrímur A. Ottósson, Öm A. Ottósson, Magnea H. Magnúsdóttir, Nanna S. Ottósdóttir, Bjarnar Ingimarsson, Þuríður L. Ottósdóttir, Magnús Þorsteinsson, Gunnar A. Ottósson, Ólöf G. Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, ELÍN ÁSGEIRSDÓTTIR frá Garðsvík, andaðist 27. júní á Seli. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Gestur Halldórsson, Oddný Gestsdóttir, Jóhann Gauti Gestsson, Ingibjörg Gestsdóttir. t Móðursystir okkar, SOFFÍA JÓNASDÓTTIR frá Nýjabæ, lóst í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 26. júni. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Systurdætur. t Útför systur okkar, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Stóragerði 10, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. júlí kl. 15.00. Guðmundur Þorsteinsson, Jón Þorsteinsson, Anna Þorsteinsdóttir, Frfmann Þorsteinsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA KARLSDÓTTIR, Brúnaiandi 2, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju 1. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. En þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag (slands eða Thorvaldsensfélagið. Páll Haukur Gíslason, Steinunn U. Pálsdóttir, Einar H. Þórðarson, Halldóra Pálsdóttir, Sveinn Th. Magnússon, Sigurður Pálsson, Jóhanna Skúladóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 3. júlí kl. 10.30. Ragnar Jakobsson, Árni Ragnarsson, Guöfinna Halldórsdóttir, Kristján Ragnarsson, Kristín Möller, Kristinn Ragnarsson, Elín Jóhannsdóttir, Sigrföur Ólafsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdasonur, REYNIR GUÐMUNDSSON bóndi, Nýja-Bœ, verður jarðsettur frá Bæjarkirkju í Borgarfirði, laugardaginn 4. júlí kl. 14.00. Ólöf Guöbrandsdóttir, Guðbrandur Reynisson, Kristinn Reynisson, Kristfn Sveinbjarnardóttir. t KRISTJÁN ANDRÉSSON, Ásbyrgi, verður jarðsettur fimmtudaginn 2. júlí kl. 14.00 frá Útskálakirkju, Garöi, Gerðahreppi. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sigrfður Sigurðardóttir. Guðbjörg Bjöms- dóttir - Minning Fædd 21. september 1923 Dáin 21. maí 1987 Síðbúin fátækleg kveðjuorð segja lítið. Alúðarþökk eiga þau samt að bera fyrir afbragðskynni, fyrir vel- vildina, fyrir hreinskilnina, fyrir lífstrú heila og heita, fyrir tryggð og trúnað við háleita hugsjón. Sum- ir ná því að geta á lífsleiðinni varpað ljósum leiftrum inn í lif samferða- fólksins, þar sem manngæzka og mildi haldast í hendur við árvekni og elju, dugnað og dáðríkt þor. Guð- björg Bjömsdóttir var sannarlega ein þeirra, sem lagði einstaka alúð að hveiju verki, var hreinskiptin og sönn, en umfram allt ætíð reiðubúin til hjálpar, að leggja þar lið sem lið- semdar var þörf. Bemsku- og æskuár hennar sýna ótvírætt atorku hennar og ódeigan hug, hin mikla vinna og hjálp í heim- ilisins þágu á hörðum ámm krepp- unnar fyrir alþýðuheimilin var í senn ómetanleg og af óeigingimi í té lát- in. Þar var eins og jafnan síðan aldrei legið á liði sínu. Félagsmálastörf hennar sýna vak- andi vilja og lifandi áhuga á því að vinna umhverfí sínu allt hið bezta. Heimili hennar bar mikilli kær- leikslund og ríkri reisn vitni, ekki sízt kærleika til aldurhniginna for- eldra, sem áttu þar sinn góða griðastað. Og síðast en ekki sízt aðdáunar- vert: Hugdjörf og sterk gekk hún á hólm við banvænan vágest, sem hafði að lokum betur. Það var hetjunnar horska barátta, þar sem bjartsýni og trúartraust vom þeir vitar sem lýstu og ljómuðu. Ég kynntist Guðbjörgu nokkuð varðandi stjómmálaafskipti mín og frá þeim vettvangi er hún mér minnisstæð. Hún var sannur sam- heiji, sem sagði af hispursleysi kost og löst á hverri gerð, heil og heit í afstöðu sinni með eða á rhóti. Hún söng ekki öllu lofgjörð, en af hrein- skilinni velvild og trúnaði við upprunalegan málstað sagði hún sitt álit hreint út, þannig að til um- hugsunar varð og ærinnar eftir- fylgiu- ^ Ifyrir marga slíka orðræðu er ég ævinlega þakklátur. Guðbjörg var ör og skapheit, en lét hjartað ráða ferðinni og því vom lífsspor hennar öll mörkuð af viljan- um til að gjöra öðmm gott, líkna, hjálpa og létta öðmm lífsgönguna. I samræmi við lífsskoðun hennar og lífstrú vann hún kirkjunni og málefnum hennar af fágætri elju og blessunarlega vom hennar verk þar metin að verðleikum og það í verki t Elskuleg systir okkar og fósturmóöir, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Ingólfsstræti 7b, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júli kl. 15.00. SlgurðurT. Magnússon, Jón B. Magnússon, Krlstfn Stafánsdóttir. t BIRGIR HARÐARSON, forstöðumaður skrlfstofu Eimskips f Norfolk, er andaöist í New York sunnudaginn 20. júní sl., verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlí nk. kl. 13.30. Jarðsett veröur í Fossvogskirkjugarði. Harpa Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, Ingibjörg G. Þóröardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför föður okkar, tenfgdaföður, afa og langafa, GUÐNAÁ. ÞÓRARINSSONAR, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Ólöf H. Guðnadóttir, Benedikt Björnsson, Viðar H. Guðnason, Guðrfður Ólafsdóttir, börn og barnabarn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁRSÆLS GUNNARSSONAR, Holtsgötu 19, Reykjavik. Erla Inga Skarphéðinsdóttir, Sara Ósk Ársælsdóttir, Skarphóðinn örn Ársælsson, Erla Ársælsdóttir, Örn Jóhannesson, Dagmar Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir. t Alúðarþakkir færum viö öllum sem heiðruöu minningu EGGERTS Ó. SIGURÐSSONAR, Smáratúni, Fljótshlfð, við andlát hans og útför og sýndu samúö og vináttu. Bestu þakk- ir til starfsfólks sjúkrahússins á Selfossi. Sigurður V. Eggertsson, Ingibjörg A. Eggertsdóttir, Guðjón Á. Eggertsson, Anna Sóley Eggertsdóttir, Smári Eggertsson, Kristfn B. Eggertsdóttir, barnabörn og Guðný H. Gelrsdóttir, Steindór Steindórsson, Ebba Málfrfðardóttir, Gfsli Gfslason, Katharfna S. Snorradóttir, Guðrún Sveinsdóttlr, barnabarnabörn. sýnt. En heimilið var jafnan hom- steinn hamingju hennar og allra ágætra verka. Hún var harðdugleg við hvaðeina, snögg vom handtök og snör en vandvirkni var henni í blóð borin og bám verkin hennar þess vitni. Guðbjörg var greind kona og fylgdist ágætlega með öllu, hafði lif- andi áhuga jafnt á þjóðmálum sem velferðarmálum bæjarfélagsins. Hún var einkar fríð kona, fallegt bros í augum og viss fágun í fasi öllu vom fömnautar hennar allt til hins síðasta. Ég tæpi aðeins á örfáum brotum úr lífssögu minnar ágætu vinkonu. Guðbjörg var fædd að Stóra- Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá 21. sept. 1923 og var því aðeins 63ja ára, er hún lézt. Foreldrar hennar vom þau mætu merkishjón, Margrét Guðjónsdóttir og Bjöm Bjömsson, bóndi þar. Þama eyddi Guðbjörg sínum beztu bemskudögum. Systk- inin urðu alls 15 og var Guðbjörg sú fímmta í röðinni. Heimilið var því iöngum erfitt og annir miklar og þar átti Guðbjörg snemma sinn góða hlut, ótaldar erfíðisstundir allt fram- undir tvítugsaldur. En þær stundir vom veittar af gjöfulum huga og hennar miklu hjartahlýju. Sú breyt- ing varð á högum Guðbjargar, að foreldrar hennar fluttu á Seyðis- flörð, út á Hánefsstaðaeyrar, og þangað kom Guðbjörg 11 ára gömul. Um tvítugsaldur fór Guðbjörg sem kaupakona að Hleinargarði, en þar hafði hún verið 10 ára gömul. Það var talsvert um að vera í vegagerð þetta sumar í sveitinni og þar vann ungur maður, Sveinn Sör- ensen frá Eskifírði. Þau Guðbjörg og Sveinn felldu hugi saman og fluttu ti Eskifjarðar og 1947 gengu þau í hjónaband, bjuggu fyrst í svokölluðu Jensen- húsi en fljótlega eignuðust þau Dagsbrún og þar hefur þeirra vist- lega og hlýlega heimili æ síðan staðið og borið húsmóðurinni, næmi henn- ar, smekkvísi og dugnaði fagurt vitni. Þau eignuðust þijá syni: Bjöm Grétar form. Verkalýsfél. Jökuls á Höfn, eiginkona hans er Guðfínna Bjömsdóttir; Guðni Magnús, af- greiðslumaður Reykjavík, eiginkona hans er Guðrún Gísladóttir og Skúli Unnar, blaðamaður Reykjavík, eig- inkona hans er Harpa Hafsteins- dóttir. Efnis- og atorkumenn ágætir eins og þeir eiga kyn til og nú er að kveðjustund komið. Ég færi eigin- manni og öðmm aðstandendum Guðbjargar einlægar samúðarkveðj- ur. Góðar og mætar minningar munu verma þeirra örðugu spor. Góð kona og gegn er gengin af sviði. Falleg og ljómandi björt lífssaga er að baki. Fyrir þá sögu og kær kynni er þakkað heilum huga nú við leiðarlok. Skært merklar minningin um Guðbjörgu öllum þeim er hana þekktu. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan Hótel Saga Síml 12013 Blóm og skreytingar við öll tœkifœri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.