Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.07.1987, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987 58 - „Gettu ó- hvoba. tré pa-bbi rakst ö.- " ásí er... ... ein stutt og ein löng. TM R«g. U.S. P»t Off.—aH nght* r«*«rv*d ° 1987 Lo* AngdM Tim** Syndicate Ég tel þig heilbrigðan í vissum skilningi. Ekki þeg- ar litið er til þess að þú borgar 700 kr. á tímann fyrir að koma hingað ... HÖGNI HREKKVÍSI / íjl / < IsL ÍJ) FISK&J9 % fet z z _ // 'í)) fl6K&9 Spumingin um Guð Kæri Velvakandi Snemma á lífsleið hvers manns hvarflar að honum spurningin um það hver Guð sé. Kristnir menn fá oft þessa spumingu frá fólki sem vill fá haldbæra og áþreifanlega skýringu á Guði, þráir að fá að vita meira eða er aðeins knúið áfram af blindri forvitni. Sumir setja Til Velvakanda. Ég gæti trúað því að ráðamenn þjóðarinnar séu famir að hafa áhyggjur af því að nú skulu vera orðnir 9 flokkar í svona litlu þjóð- félagi, enda er sundrungin eftir því. í staðinn eiga bara að vera 2 flokkar, vinstri og hægri öfl, og það á að kjósa þann flokkinn sem betur vinnur. En þetta er okkur kjósend- um að kenna. Þessu verður ekki breytt nema með hugarfarsbreyt- ingu okkar kjósenda, við verðum að muna það næst þegar kosið verð- ur, að kjósa bara ,2 flokka. Já, margt er gert í þjóðmálum okkar. Ég undirritaður er búinn að lifa tímana tvenna og þess vegna langar mig að leggja orð í belg. I því sambandi, nú hefur forseti ís- lands kallað á sinn fund forystu- menn flokkanna til viðtals, ég heiti því að forsetinn vill koma á lýðræð- isstjóm hvort heldur er 3ja flokka spumingu þessa aðeins fram í gamni, og þá einungis til þess að sjá og heyra hve kristnir menn eiga oft á tíðum fá og óskiljanleg svör við þessari stóm spumingu. Það er nefninlega svo að í sjálfu sér er ekki í mannlegu valdi að svara svo stórri spruningu. Guð er allt of stór- fenglegur til þess að hægt sé með stjóm eða 4ra flokka stjóm. En það er alveg sama hvort yrði 3ja eða 4ra flokka stjóm, hún kemur engum málum fram, vegna þess að við kjósendur emm svo vitlausir á pólitíska sviðinu að kjósa yfir okkur 9 flokka. Ekki fyrir það að við eig- um marga góða ráðherra og þingmenn sem að gætu stjómað þessum hólma. En með því að vera með 9 flokka á þingi kemur engin ríkisstjóm fram málum, hvað svo sem hún heitir, vegna þess að sun- dmngin er svo mikil. Það eina sem hægt er að gera til þess að bæta úr þessu ástandi er að við kjósendur breytum um hugarfar og kjósum bara um 2 flokka en ekki 9. Og ég endurtek að það eiga bara að vera hægri og vinstri öfl í þjóðfélaginu og það á að kjósa þann flokkinn sem vinnur betur. Jóhann Þórólfsson góðu móti að skilgreina hann. Samt sem áður er hann svo nærri og skiljanlegur. Einhvers staðar segir svo í aust- urlenskri speki, að við rangri spumingu sé ekki til rétt svar. Fólk þarf þess vegna að hugsa út fyrir sín mannlegu takmörk þegar það bæði spyr og svarar slíkri spum- ingu. Fyrir Guði er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sém einn dagur. Guð er ómælanlegur og við hver og eitt e.t.v. ekki nema ein frumeind í líkama Guðs. Við munum ekki fæðingu vora og vitum ekki af dauða voram. Við emm aðeins hér og nú. En samt voram við og verðum. Emm það sem við voram og verðum það sem við eram. En Guð er hinn sami í gær og í dag. En þó við séum svo smá frammi fyrir Guði er þó hvort okkar með sinn tilgang, sess, sögu og starf, fortíð og framtíð — jafnvel áður en við fæddumst. Við eram ólík en þó svo lík, sérstakir einstaklingar, en þó svo skyld, keppinautar og fénd- ur, en þó bræður og systur, öll á sama báti. En hver er Guð og hvemig fáum við mennimir skynjað hann? Við getum ekki séð Guð með mannleg- um augum en við getum skynjað hann í hjarta okkar, með okkar innra auga. Við fínnum hann í ná- vist okkar þegar við fyllumst samúð með öðra lífi, fyllumst kærleika og miskunnsemi, hjálpfýsi og fómar- lund. Og þó ekki beri að jafna Guði við hið jarðneska sjáum við mikil- leik hans í víðáttu geimsins, fegurð hans í litskrúða blómanna, mál hans í söng fuglsins, vindi loftsins og niði læksins. Við sjáum kraft hans í brimróti hafsins og leiftri eldingar- innar. Við sjáum hreinleik í sakleysi bamsins, góðvild og kærleik í sam- bandi manns og konu, móður og bams. En umfram allt sjáum við Guð í Kristi Jesú. í honum sjáum vér Guð sjálfan eins og hann best gat opinberað sig fyrir okkur mönn- unum. Einar Ingvi Magnússon Um íslenska pólitík Víkyerji skrifar rátt fyrir velmegun, sem víða blasir við augum, eigum við enn margt ógert. Ekki stendur held- ur á kröfum úr öllum áttum um sitt hvað, sem til bóta horfír: betri vegi, fleiri dagheimili, brýr á fírði, jarðgöng um fjöll o.sv.fv., o.sv.fv. Annað hljóð er í strokknum þeg- ar kemur að Qármögnun opinberrar þjónustu eða framkvæmda, það er skattheimtunni. Þá er enginn af- lögufær. Og vel má vera að skatt- heimtu-mælirinn sé þegar fullur hjá þeim rúmlega hundrað þúsund hræðum, þeim helmingi þjóðarinn- ar, sem störfín stunda, verðmætin skapa og skattana greiða. Ofsköttun getur og verið vara- söm. Hún dregur úr vinnuframlagi fólks, það er verðmætasköpun, sem er undirstaða lífslgara. Hún ýtir ekki undir það að framtakssamt fólk taki áhættu af atvinnurekstri, sem fært getur björg í bú, stækkað þjóðarkökuna margfrægu. í raun ætti hver ríkisstjóm að geimegla í stjómarsáttmála sinn „þak“ á heildarskattheimtu ríkis- sjóðs og sveitarfélaga sem hlutfalls af þjóðartekjum. Og við, meðal-jónar, sem stritum á vinnumarkaðinum, verðum að gera okkur grein fyrir því, að ríkisútgjöld og skattheimta era tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Fyrir stuttu síðan var Víkveiji staddur í landnámi Hrafna- Flóka í Fljótum norður, þar sem miðnætursólin gyllti Miklavatn og grængresi túna á láglendi og snæ- breiður efst í fjöllum sýndu tvær hliðar Fjallkonunnar. Góðvinur Víkverja, sem gekk með honum um varplönd og vatna- svæði norður þar, spurði upp úr þurra, hve margir milljarðar króna streymi um þá tugi happdrætta sem beitt sé eins og mjaltavélum á vinnutekjur fóks. Án þess að bíða eftir svari, sem reyndar lá ekki á lausu, sagði hann, eftiislega eftir haft. Þeir ættu lands- feðumir að fella niður alla tekju- sköttun og stórlækka neyzluskatta. í stað slíkrar sköttunar eiga þeir - og þeir einir - að virkja öll form happdrætta, þessa víðfeðmu og óstöðvandi spilafíkn mörlandans, sem kann sér ekki læti í lottóum, happaþrennum og hvers konar öðr- um áhættuleik. Þar á ríkið skatt- heimtuleið, sem fólk ekki aðeins sættir sig við heldur tekur fagnandi. Víkveiji sagði fátt, enda þótt hann sæi þegar tvo annmarka á þessari annars íhugunarverðu til- lögu. í fyrsta lagi fjármagna þessi happdrætti fyölmargt sem ella lenti á ríkissjóði. í annan stað er ríkis- rekstur vafasamt rekstrarform, jafnvel þegar happdrætti eiga í hlut. Eða hitti máske Norðlingurinn naglann á höfuðið? XXX eimkominn til Reykjavíkur velti Víkveiji fyrir sér mis- munandi notkun stefnuljósa bif- reiða. Stöku bflstjórar nota stefnuljós yfírhöfuð ekki. Aðrir gefa stefnulós um leið og þeir beygja. Þeir sem svo haga sér gera sér greinilega ekki ljóst, hvaða tilgangi þetta öryggistæki þjónar. Það er eins og sumir bílstjórar geri sér ekki grein fyrir því að stefnuljós er vísbending til annarra bifreiðastjóra um ætlun þess, er stefnuljósið gefur, svo þeir geti hagað akstri sínum í samræmi við það. Stefnuljós þarf því að gefa með góðum fyrirvara. Sama máli gegnir um notkun bflljósa þótt bjartur dagur sé. Bflljósins gagnast ekki beinlínis þeim sem þau notar við slíkar kring- umstæður. Þau auðvelda hinsvegar öðram bifreiðarstjóram að sjá fyir og í tíma að þarna er bíll á ferð. Á rykhjúpuðum malarvegum veitir sízt af slíkri vísbendingu. Mikilvægasta öryggistækið er þó innbyggt í manneskjuna sjálfa, háttvísi og tillitssemi í umferðinni. Það er gott heilum vagni heim að aka. Bezt er þó að komast hjá því 1 að valda öðram skaða eða einhveiju ennnú verra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.